Ísfirðingur - 17.05.1957, Blaðsíða 4
4
ÍSFIRÐINGUR
e .....— 1 -
ISFIBÐINGUE
tJtgefandi:
Framsóknaríélag ísfirðinga.
Abyrgðarmaður:
Jón Á. Jóhannsson
Af greiðslumaðor:
Guðmundur Sveinsson
Engjaveg 24 — Sími 332
-
Skyldusparnaöur
1 hinu merka frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um húsnæðismála-
stjórn o. fl. sem nýlega var borið
fram á Alþingi eru ákvæði um
skyldusparnað ungs fólks á aldrin-
um 16—25 ára. Rennur það fé sem
á þennan hátt safnast í sjóð er
veitir lán til íbúðabygginga í kaup-
stöðum og til bústofnunar í sveit.
Skyldusparnaðurinn nemur 6% af
launum.
Ákvæði frumvarpsins um skyldu-
skyldusparnaðinn eru svohljóð-
andi:
„Öllum einstaklingum á aldrin-
um 16—25 ára skal skylt að leggja
til hliðar 6% af launum sínum,
sem greidd eru í peningum eða
sambærilegum atvinnutekjum, í
því skyni að mynda sér sjóð til
íbúðabygginga eða til bústofnun-
ar í sveit. Fé það, sem á þennan
hátt safnast, skal ávaxtað í inn-
lánsdeild byggingarsjóðs ríkisins
fyrir alla þá, sem búsettir eru í
kaupstöðum og kauptúnum, en í
veðdeild Búnaðarbanka íslands
fyrir þá, sem búsettir eru í sveit-
um.
Fé það, sem skylt er að spara á
þennan hátt, er undanþegið tekju-
skatti og útsvari.
Þegar sá, er safnað hefur fé í
sjóð samkv. 1. mgr., hefur náð 25
ára aldri, eða gengur í hjónaband
og stofnar heimili, skal hann eiga
þess kost að fá sparifé sitt endur-
greitt að viðbættum þeim vöxtum
og uppbót vegna vísitöluhækkunar,
sem greidd er af vísitölubundnum
verðbréfum á innlánstímanum.
Ennfremur skulu þeir, að öðru
jöfnu, sitja fyrir um lán til íbúða-
bygginga frá húsnæðismálastjóm,
og mega þau lán vera allt að 25%
hærri en almennt gerist þá, þó eigi
yfir % hluta af matsverði viðkom-
andi íbúðar. Þessi forgangsréttur
til lána er þó bundinn því skilyrði,
að sparifjársöfnun þeirra, sem að
byggingu hlutaðeigandi íbúðar
standa, nemi samanlagt að minnsta
kosti kr. 25.000,00.
Sérhverjum skal heimilt að
leggja til hliðar í þessu skyni
hærri hluta launa sinna en 6%,
byrja spamaðinn fyrr en tilskilið
er og halda honum áfram lengur.
Þeir, sem Iagt hafa fé í veðdeild
Búnaðarbankans og vilja stofna bú
í sveit, skulu njóta hliðstæðrar
fyrirgreiðslu um lán til bústofnun-
Níræð:
Frú Jóna ð. Guðmundsdóttir
Frú Jóna ö. Guðmundsdóttir,
Aðalstræti 16 hér í bænum átti ní-
ræðisafmæli 2. þ. m. Hún er fædd
að Hrauni í Keldudal í Dýrafirði,
dóttir hjónanna Guðmundar Ás-
bjömssonar, Jónssonar frá Hofi í
Dýrafirði, og Guðrúnar Guðbrands-
dóttur, Guðmundssonar frá Hólum.
Ólst Jóna upp með foreldrum sín-
um í Keldudal. Þann 18. október
1887 giftist hún Jóni Bjamasyni,
Jónassonar, Tómassonar frá Skóg-
um í Amarfirði, en móðir Jóns var
Guðrún Jónsdóttir, Bjarnasonar
hrepsptjóra í Stapadal.
Þau hjónin bjuggu sinn búskap
Norræna félagið gengst fyrir
hópferð fyrir fólk á aldrinum 17
til 20 ára til Danmerkur í sumar.
Farið verður út með m.s. Heklu
22. júní til Kaupmannahafnar með
viðkomu i Þórshöfn í Faéreyjum og
í Bergen og komið til Kaupmanna-
hafnar 27. júní. Heim verður far-
ið með „Dronning Alexandrine“
27. júlí og komið til Reykjavíkur
2. ágúst.
Dvalið verður í Danmörku mán-
aðartíma. Þátttakendurnir dvelja
fyrst 3 daga í Kaupmannahöfn,
gista á farfuglaheimili, skoða m. a.
Glypotekið, Rosenborg Slot, Nat-
ional Museum, eyða einu kvöldi á
Cirkus Schumann og öðru í Tívolí.
Sunnudaginn 30. júlí verður svo
farið til Hindsgavl-hallarinnar á
Fjóni, en það er félagsheimili Nor-
ræna félagsins í Danmörku. Dag-
ana 30. júní til 7. júlí er þar nor-
rænt æskulýðsmót með þátttak-
endum frá öllum Norðurlöndum.
Eftir vikudvöl á Fjóni verður
svo farið til Sjálands og dvalið um
það bil 2 vikur á Köbmandshvile-
lýðháskólanum við Rungsted
skammt fyrir norðan Kaupmanna-
höfn. Frá skólanum eru aðeins 2
km. til baðstrandarinnar Rungsted
kyst við Öresund.
Að lokinni dvöl á Köbmands-
hvile Höjskole dreifist svo hópur-
inn til danskra borga og bæja, sem
eru í vinabæjatengslum við ís-
lenzka bæi og munu þátttakendur
dvelja þar á einkaheimilum um
vikutíma.
Að lokum verður svo dvalið 1—
2 sólarhringa í Kaupmannahöfn
áður en haldið verður heimleiðis.
Tuttugu piltum og stúlkum á
aldrinum 17—20 ára er boðin þátt-
ar úr deildum Búnaðarbankans.
Heimilt er Búnaðarbanka íslands
og húsnæðismálastjórn að semja
um, að réttindi þessi verði gagn-
kvæm.“
í Dýrafirði, lengst af í Hrauni í
Keldudal. Jón Bjamason drukkn-
aði 26. apríl 1906, en hann var þá
á skipinu Anna Sophia sem fórst
með allri áhöfn á leið frá Dýra-
firði til ísafjarðar. Þau eignuðust
8 börn, 3 syni og 5 dætur. Eru 3
dætur á lífi og 1 sonur, Rögnvald-
ur Jónsson, forstjóri, hér í bænum,
en hjá honum hefur Jóna átt heima
í síðastliðin 31 ár. Frú Jóna er
ennþá við góða heilsu, miðað við
hinn háa aldur. Hér eru henni
fluttar árnaðaróskir í tilefni þess-
ara merku tímamóta.
J. Á. J.
taka og hverri félagsdeild Nor-
ræna félagsins er gefinn kostur á
að velja einn þátttakenda, sem
þannig verður gestur um vikutíma
í dönskum vinabæ þess bæjar eða
byggðarlags, sem hann er fulltrúi
fyrir. — Sex til átta Reykvíking-
um er boðin þátttaka og skulu
umsóknir ásamt meðmælum og
upplýsingum um kunnáttu í Norð-
urlandamálum hafa borizt Nor-
ræna félagin (Box 912) fyrir 20.
maí n.k.
Kostnaður mun verða alls um
3.700,00 krónur fyrir hvem þátt-
takanda, þar með talin öll ferða-
lög og mánaðardvöl í Danmörku.
-------------o----
ÍÞRÓTTIR
(Framliald af 1. siðu).
inn í júní. Hefur þá farið fram
keppni á öllu landinu í sömu fjór-
um greinunum og gefin stig fyrir
árangur í hverri grein. Stigataflan
er miðuð við það, að allir heilbrigð-
ir og hraustir menn geta náð í stig
þó svo að þeir æfi ekki íþróttir að
staðaldri. Nú hefur stjórn FRl á-
kveðið að halda íþróttaviku í stað
íþróttadags, og mun hún fara fram
10. til 17. júní, og mun verða
keppt í 100 m. hlaupi, 1000 m.
hlaupi, langstökki og kringlukasti.
Ísfirðingar hafa alltaf tekið þátt
í keppni þessari en árangurinn
ætíð verið frekar lélegur þar til í
fyrra að hann var með skársta
móti, hlutum við þá yfir 600 stig.
Tönleikar til eflingar
orgelkanpasjéði
tsafjarðarkirkju
Laugardaginn 4. þ. m. efndi
Sunnukórinn til samkomu í ísa-
fjarðarkirkju. Auk Sunnukórsins
söng kvennakór og kvartett. Söng-
skráin var fjölbreytt. Stjórnandi
var Jónas Tómasson, tónskáld.
Séra Sigurður Kristjánsson
flutti erindi um orgelkaup til
kirkjunnar, en til samkomunnar
var efnt í fjársöfnunarskyni vegna
hinna væntanlegu orgelkaupa og
sem áður hefur verið getið um hér
í blaðinu. Aftur var efnt til sams-
konar samkomu 8. þ. m.
Báðar voru samkomur þessar
sæmilega vel sóttar og hinar
ánægjulegustu. Inngangur á sam-
komurnar var ókeypis, en tekið var
á móti gjöfum í orgelsjóðinn og
komu inn á báðum samkomunum
um 7 þús. kr.
—oOo—
Áfengisútsala verðnr
opnuð hér i bænnm
Sunnudaginn 26. f. m. fór fram
hér í bænum atkvæðagreiðsla um
það hvort opna ætti áfengisútsöl-
una aftur. Fór atkvæðagreiðslan
þannig að samþykkt var að opna
með 606 atkv. gegn 214. Á kjör-
skrá voru 1517.
----o---
Nú er um að gera að auka þátt-
tökuna sem mest og tvöfalda eða
jafnvel þrefalda stigin. Þetta eru
engir draumórar, heldur er þetta
framkvæmanlegt ef menn fjöl-
menna á íþróttavöllinn dagana 10.
til 17. júní. Aðalatriðið er að fá
sem flesta til að taka þátt í keppn-
inni, því eins og máltækið segir,
þá gerir margt smátt eitt stórt, og
þó að allir þátttakendurnir séu
ekki afreksmenn á sviði íþrótta,
þá safnast stigin þegar saman
kemur, ef þátttakendurnir eru að-
eins nógu margir. Nánar mun
verða sasgt frá tilhögun keppn-
innar síðar. — Hér er stigataflan:
100 m. hlaup: 1000 m. hlaup: Langstökk: Kringlukast: Stig:
16,0—15,6 sek. 4:10,0—4:00,1 mín. 3,70—3,99 m. 17,00—19,99 m. 1
15,5—15,1 — 4:00,0—3:50,1 — 4,00—4,29 — 20,00—22,99 — 2
15,0—14,6 — 3:50,0—3:40,1 — 4,30—4,59 — 23,00—25,99 — 3
14,5—14,1 — 3:40,0—3:30,1 — 4,60—4,89 -— 26,00—28,99 — 4
14,0—13,6 — 3:30,0—3:20,1 — 4,90—5,19 — 29,00—31,99 — 5
13,5—13,1 — 3:20,0—3:10,1 — 5,20—5,49 — 32,00—34,99 — 6
13,0—12,6 — 3:10,0—3:00,1 — 5,50—5,79 — 35,00—37,99 — 7
12,5—12,1 — 3:00,0—2:50,1 — 5,80—6,09 — 38,00—40,99 — 8
12,0—11,6 — 2:50,0—2:40,1 — 6,10—6,39 — 41,00—43,99 — 9
11,5 og betra 2:40,0 og betra 6,40 og betra 44,00og betra 10
Vinabæjaíerð til Danmerknr