Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.05.1957, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 17.05.1957, Blaðsíða 8
Bæjarmálefni. Hvað er í fréttum? Afmæli. Sveinn Guðmundsson bóndi á Góustöðum átti sjötugsafmæli 27. apríl s.l. Sveinn og kona hans Guð- ríður Magnúsdóttir, hafa átt heima á Góustöðum alla sína hjúskapar- tíð, nær 45 ár, ræktað þar og prýtt býli sitt. Þau hafa fóstrað sjö syni kunna atgerfismenn. Sveinn hefir verið elju- og dugnaðarmaður og áhugasamur um öll sín störf. Hann er manna vinsælastur, léttlyndur og jafnan í góðu skapi. Á sjötugs- afmæli Sveins var fjölmennt á heimili þeirra hjóna. Sóttu hann heim nágrannar hans og fleiri, og færðu honum góðar gjafir og þökk- uðu þeim hjónum samfylgdina. Jakob Falsson, skipasmiður hér í bænum varð sextugur 8. þessa mánaðar. Hann er ættaður af Hornströndum, sonur Fals Jakobs- sonar, er fyrst bjó í Barðsvík, en var mörg ár búsettur í Bolunga- vík og stundaði þar bátasmíðar af miklum dugnaði til dauðadags. Jakob bjó í mörg ár í Kvíum í Grunnavíkurhreppi móti mági sín- um Jóni E. Jónssyni, en flutti hingað til bæjarins fyrir um það áratug. — Hefir hann síðan stund- að smíðar lengstum í skipasmíða- stöð M. Bernharðssonar. Jakob er vel gefinn elju- og dugnaðarmaður og í hvívetna vel metinn. Kona hans er Guðbjörg Jóns- dóttir (Jakobssonar frá Kvíum). Eiga þau hjón 6 böm, þrjá syni og þrjár dætur, öll hin mannvænleg- ustu. Ásberg Sigurðsson, forstjóri, varð fertugur 18. apríl s.L Kjartan J. Jóhannsson, læknir og alþingismaður, átti fimmtugs- afmæli 19. apríl s.l. Smurstðð. Olíusamlag útvegsmanna er nú að vinna að því að setja upp full- komna smurstöð fyrir bifreiðar í húsakynnum sínum við Fjarðar- stræti. Verið er að koma fyrir 5 tonna bifreiðalyftu og smurtækj- um af fullkomnustu gerð. Þarna verður ágæt aðstaða og stórt bifreiðastæði. Gert er ráð fyrir að smurstöðin taki til starfa í lok þessa mánaðar. Þá er samlagið nú einnig að láta steypa bifreiðaþvottaplan í Mjó- sundunum til frjálsra afnota fyrir alla bifreiðaeigendur. Verða þarna til afnota vatnsslöngur, þvotta- kóstar og vatnsílát. Hér er um að ræða hið myndar- legasta framtak af hálfu samlags- ins, sem bifreiðaeigendur munu vafalaust kunna að meta. ÚTSVARSHLUNNINDI Á fundi bæjarstjórnar 10. þ.m. var rætt um tillögu frá verkalýðs- félaginu Baldur, varðandi útsvars- hlunnindi giftra kvenna, sem starfa í þágu útflutningsatvinnu- veganna. Bæjarstjómin taldi sig ekki geta gefið nefndinni sérstök fyrirmæli um álagningu á einstaka gjald- endur, þar eð það væri niðurjöfn- Björgvin Sighvatsson, kennari, átti fertugsafmæli 25. apríl s.l. Jóhann J. Eyfirðingur, kaup- maður, varð áttræður 26. apríl s.l. Tundurdufl í vörpu. Togarinn Röðull frá Hafnarfirði kom hingað á ytri höfnina 13. þ. m., en hann hafði fengið tundur- dufl í vörpuna er skipið var að veiðum. Við athugun reyndist duflið vera virkt. Sérfræðingur frá Reykjavík kom hingað samdægurs og gerði hann duflið óvirkt Bátur keyptur. Bjöm og Torfi Bjömssynir úr Vallarborg o.fl. hafa keypt vélbát- inn Örn frá Djúpavík, 19 smál. að stærð, og hyggjast þeir gera hann út héðan úr bænum. Þetta er lofs- vert framtak hjá hinum ungu mönnum og vonandi að þeim lán- ist vel með fyrirtæki sitt. Norræn tónlistarhátíð. Ákveðið er að norræn kirkju- tónlistarhátíð verði haldin í Iiels- ingfors í Finnlandi dagana 1.—3. júní næstkomandi. Fimm fulltrú- um frá Organleikarafélagi Islands hefur verið boðið á þessa hátíð, og hefur félagið þegar valið þá. Ekki er blaðinu kunnugt um hverj- ir fara, en meðal þeirra sem kosnir voru er organleikari Isafjarðar- kirkju, hr. Jónas Tómasson, tón- skáld. Skipakomur. M/s Helgafell losaði hér dagana 13. og 14. þ.m. um 400 smálestir sements til Kaupfélags ísfirðinga. M/s Arnarfell er væntanlegt á næstunni með timburfarm til K.í. M/s Lagarfoss kom með vörur og lestaði frosinn fisk á Evrópu- markað 9. þ.m. M/s Goðafoss lestaði 16. þ.m. frosinn fisk á Ameríkumarkað. unamefndin sem ákvæði hvernig hagað væri niðurjöfnun eftir efn- um og ástæðum gjaldenda. Hinsvegar lagði bæjarstjóm Isafjarðar til, að nefndin athugi tillögu v.l.f. Baldurs, og benti á að réttmætt væri að taka tillit til kostnaðar við keypta vinnu þar sem bæði hjónin vinna utan heimilis. + § + VÉL 1 SKU RÐGRÖFU Frá Landssmiðjunni hefur bæj- arstjóra borizt bréf, þar sem boðin er ný vél í skurðgröfu bæjarins, fyrir um kr. 18.þúsund frá verk- smiðju. + § + KAUP ÁJARÐÝTU Bæjarstjóri hefur nýlega fengið gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir jarðýtu. Einnig hefur borizt tilboð frá véladeild S.Í.S. þar sem boðin er Drott Shid-Shovel af gerðinni T D - 9 fyrir 330 þúsund krónur útsöluverð. Bæjarverk- stjórinn, Oddur Pétursson, hefur kynnt sér hvaða vél myndi henta fyrir bæinn, og mælir hann ein- dregið með ofangreindri gerð. Bæjarstjórn hefur samþykkt að kaupa vélina ásamt ýtublaði og og húsi. + § + VIÐGERÐ Á HÚSMÆÐRA- SKÓLANUM Forstöðukona húsmæðraskólans Eins og undanfarin ár efndi Framsóknarfélag ísfirðinga til sumarfagnaðar í Good-templara- húsinu hér í bænum að kveldi síð- asta vetrardags. Formaður félagsins, Jón Á. Jó- hannsson, setti skemmtunina og kynnti dagskrá. Þá var sest að spilaborðum og spiluð Framsókn- arvist, sem Guðmundur Sveinsson stjómaði af röggsemi. Gekk spila- mennskan mjög greiðlega og voru spiluð 18 spil. Eftir stutt hlé flutti Ragnar ás- geirsson ræðu kvöldsins og var gerður mjög góður rómur að ræðu hans. Að ræðu Ragnars lokinni voru veitingar á borð bomar, og eftir nokkra stund hófst mælskukeppni milli efri og neðri bæjar. Fyrir eftir bæinn tóku þátt í keppninni þeir Bjarni Guðbjörnsson og hefur með bréfi frá 7. þ.m. ein- dregið mælzt til þess, að hafizt verði nú þegar handa um viðgerð á húsmæðraskólanum, en gera þurfi við þak hússins o.fl. Bæjar- stjóm hefur falið bæjarstjóra að ráða menn til að framkvæma nauð- synlegar viðgerðir á skólanum í sumar. + § + MINNISVARÐASJÓÐUR Nýlega var lagður fram reikn- ingur Minnisvarðasjóðs Jóns Sig- urðssonar fyrir árin 1955 og 1956. 1 lok s.l. árs voru í sjóðnum kr. 22.140.06. + § + HÚS TIL NIÐURRIFS Bæjarsjóður hefur nú keypt, til niðurrifs, húsið Engjaveg 1. Það var áður eign Ingibjarts Ingimund- arsonar. + § + SUNDKENNSLA Bæjarstjórn hefur falið bæjar- stjóra að ráða, í samráði við for- stjóra Sundhallarinnar, aðstoðar- kennara í allt að tvo mánuði í sumar. Með tilliti til hinnar samnorrænu sundkeppni, svo og þess, að sund- kennsla hefur legið niðri að und- anförnu vegna viðgerðar á Sund- höllinni, mun vera full þörf á að- stoðarkennara fyrst um sinn. + § + B Y GGIN GARLÁN Bæjarstjórn hefur samþykkt að veita Gunnari Kristinssyni, Pól- götu 6, lán úr Byggingarlánasjóði Isafjarðar á þessu ári, að upphæð krónur 15 þúsund. Enda verði full- nægt ákvæðum reglugerðar sjóðs- ins. + § + Kristján frá Garðsstöðum, en fyr- ir neðri bæinn Magnús Kristinsson og Jón Á. Jóhannsson. Báru þeir fyrrnefndu sigur úr býtum. Spilaverðlaunin voru nú afhent og hlutu þau þetta fólk: Frú Krist- ín Pétursdóttir, Alþýðuhúsinu og Kristján Bjarnason, Sólgötu 7, hlutu heildarverðlaunin, en frú Guðmundína Vilhjálmsdóttir og Kristinn L. Jónsson, hlutu verð- laun kvöldsins. Að þessu loknu hófst dansinn, og var dansað af miklu fjöri til kl. 2 e. m. Fjölmenni var á skemmtuninni og almenn ánægja yfir hve vel hún hafði tekist. 1 skemmtinefndinni sem undir- bjó þessa vel heppnuðu samkomu voru þeir Guðmundur Sveinsson, Alfreð Alfreðsson og Theodór Nordquist. SUMABFA6NAÐUR

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.