Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.05.1957, Blaðsíða 7

Ísfirðingur - 17.05.1957, Blaðsíða 7
tSFIRÐINGUR 7 Tilkynning um bótagreiðslur lifeyristleildar alinannatrygginganna árið 1957. Bót.atímabil lífeyristrygginganna er frá 1. jan. s.l. til ársloka. Líf- eyrisupphæðir á fyrra árshelmingi eru ákveðnar til bráðabirgða með bliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða til skerðingar bótarétti, verður skreðing lífeyris ár- ið 1957 miðuð við tekjur ársins 1956, þegar skattframtöl liggja fyrir. Sækja þarf á ný um bætur skv. heimildarákvæðum almannatrygg- ingalaganna fyrir 25. maí n.k., í Reykjavík til aðaiskrifstofu Trygg- ir.gastofnunar ríkisins, en úti um land til umboðsmanna stofnunar- innar. Til heimildarbóta teljast hækkanir á elli- og örorkulífeyri, hækk- anir á lífeyri til munaðarlausra barna, örorkustyrkur, ekkjulífeyrir, makabætur og bætur til ekkla vegna barna. Þeir, sem nú njóta hækkunar elli- og örorkulífeyris, þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar fyrr en um næstu áramót, þar sem hækk- unin er þegar úrskurðuð til þess tíma. Ákvæði almannatryggingalaganna um lífeyrishækkanir breyttust frá ársbyrjun 1957. Hin nýju ákvæði felast í 23. gr. laganna og eru sem hér segir: „Greiða má uppbót á elli- og örorkulífeyri, ef lífeyrisþegi á ekki lögskyldan, aflögufæran framfæranda á lífi, sbr. 6. gr. laga nr. 80/1947, og sýnt þykir, að hann geti ekki komizt af án hækkunar. Uppbót þessa skal aðeins greiða þeim, sem: a. þurfa sérstakrar umönnunar sökum sjúkleika eða ellilasleika. b. dvelja á elliheimili, sjúkrahúsi eða öðru slíku hressingar- eða dvalarheimili, e. eru einstæðingar. Uppbótin skal miðast við ástæður lífeyrisþegans, en þó aldrei vera hærri en lífeyrisupphæð skv. 13. gr. Uppbót og lífeyri samkvæmt b-lið skal hvorutveggja miða við lífeyri 1. verðlagssvæðis. Uppbót þessi greiðist að % af hlutaðeigandi sveitarsjóði og að % af Tryggingastofnun ríkisins, og skal stofnuninni heimilt að verja upphæð, sem nemur allt að 7% af heildarupphæð elli- og örorkulíf- eyris síðastliðins árs, í þessu skyni. Tryggingastofnunin ákveður uppbót samkvæmt grein þessari eft- ir ástæðum lífeyrisþegans, að fengnum tillögum hlutaðeigandi sveit- arstjórnar. Hlutur Tryggingastofnunarinnar greiðist því aðeins, að hlutur sveitarsjóðs sé jafnframt greiddur." Áríðandi er að örorkustyrkþegar sæki fyrir tilsettan tíma, þar sem ella er óvíst að lrægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsókn- unum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til lífeyristrygginga, skulu sanna með kvittun inn- heimtumanns eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skii- víslega. Vanskil geta varðað skerðingu eða missi bótaréttar. Norðurlandaþegnar, sem búsettir eru hér á landi, eiga samkvæmt samningi um félagslegt öryggi bótarétt til jafns við íslendinga, ef dvalartími þeirra og önnur skilyrði, sem samningarnir tilgreina, eru uppfyllt. Islendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurlandanna, eiga gagnkvæman rétt til greiðslu bóta í dvalarlandinu. Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta getur fyrnzt. Er því nauðsynlegt að þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta og óska eftir að fá þær greiddar, dragi eigi að leggja fram umsókn sína. Munið að greiða iðgjöld til lífeyristrygginga á tilsettum tíma, svo að þér haldið jafnan fullum bótaréttindum. Reykjavík, 24. apríl 1957. Tryggingastofnun ríkisins. Orðsending frá BÓKASAFNI ISAFJARÐAR. Utlánum bóka var hætt 15. maí s.l. Bókum frá þeim, sem ekki hafa skilað, verður þó veitt móttaka til 20. þ.m. á venjulegum útlánatímum. Eftir 20. maí verða bækur sóttar heim á kostnað lán- takenda og ber þeim þá að greiða kr. 5,00 —- fimm krónur — á hverja bók, sem til þeirra þarf að sækja. Þeim, sem eiga bækur í vanskilum á mánaðarskír- teini, ber að greiða fullt skírteinisgjald fyrir þann tíma, sem bækumar eru skráðar á skírteinið. Þeir, sem ætla burt úr bænum, eru alvarlega áminnt- ir um að skila, áður en þeir fara. Bókavörður. Til sölu 4 manna Ford-bifreið og sumarbústaður á Dagverðadal. Tryggvi J. Jóakimsson. Garðleigjendur Þeir bæjarbúar sem hafa á leigu matjurtagarða í garðlöndum bæjarins, og óska að hafa þá áfram, greiði leiguna í bæjarskrif- stofunni fyrir 15. maí n.k., en tilkynni skrifstofunni fyrir sama tíma, ef þeir óska ekki að hafa garðana á leigu eftirleiðis. Isafirði, 30. apríl 1957. Bæjarstjóri. Vorhreinsun. Húsráðendur og aðrir umráðamenn lóða hér í bæ eru áminnt- ir um að láta hreinsa rækilega lóðir sínar og húsagarða fyrir 15. maí. Sorp og rusl ber að láta í sorptunnur eða í hrúgu við götur, þar sem hreinsunarmenn bæjarins eiga greiðan aðgang að því til brottflutnings. Láti einhverjir hjá líða að hreinsa lóðir sínar fyrir 15. maí n.k., verður hreinsun framkvæmd á þeirra kostnað án frekari aðvörunar. Isafirði, 30. apríl 1957. Bæjarstjóri.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.