Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1969, Qupperneq 3

Ísfirðingur - 15.12.1969, Qupperneq 3
ÍSFIRÐINGUR 3 GlSLI VAGNSSON: Fjallfoss Sjáið Fjalla fossinn prúða falla niður bergsins stalla. Glitrar röst í geisla úða, gullið hrynur niður í salla. Það er til að þungum rómi þrumi hann svo hjörgin falla ísabrota beint í djúpið bröttum fram af hamra skalla. öldum saman sorfið hefur sóknar harður bergið stinna. Aungvar stundir grið því gefur, greipa mjúkur, stórt skal vinna. Þegar hamast hrungnir fossa hristist jörð að dýpstu rótum. Svo getur hann löngum leikið ljúflings brag á þíðum nótum. Fjallfoss Frá Arnarfirði. (Ljósm. Jón Páll Halldórss.) GlSLI VAGNSSON: Arnarfjörður Fjörðurinn kær í fjallanna armlögum hvílir þinn sær. Sól geisla bönd sveipast um hlíðar og dalanna lönd. Háreist og fögur hamranna kögur hugsjónir vekur í æskumanns sál og magn í mál. Hetjurnar ólst. Hagsæld og gnægðir við brjóstin þín fólst. Miðin þín mörg miðluðu ljúflega dýrmætri björg. I draumfögrum dölum dunar í sölum dvergheima fossanna söngur mót sól um byggð og ból. Sögunnar blæ sveipar af Eyri um arnfirzkan bæ. Drengskap og dáð drýgði hann Hrafn, því er ævi hans skráð. Arfur frá sögum — ómur af brögum orkar á niðjanna framtíðar spor með þrótt og þor. Forsetans byggð frelsið og manndáðin voru þér tryggð. Bræðralags bönd bindast og vefjast um dali og strönd. Að forsetans dæmi fjörð ykkar sæmi framtíðar æskan, svo göfug og fríð um alla tíð.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.