Ísfirðingur - 15.12.1969, Qupperneq 5
ÍSFIRÐINGUR
5
og brúðuskápur með öll þessi
föðurlausu böm og elzta son-
inn, Jesú, úti við vinnuna.
Jesús þurfti ekki neina stofu-
tilsögn í því hvernig inenn
strita og vinna almennt. Það
reyndi hann sjálfur frá unga
aldri.
Hann vissi hvemig átti að
fara með gamla belgi og að
ekki átti að láta óþófna bót
á gamalt fat, því að þá yrði
af verri rifa. Það er eigin
reynzla í þessari athugasemd.
María þurfti af mörgum að
bæta. Ef til vill hefur elsti
sonurinn séð hana vaka fram
eftir við þau störf og viljað
hjálpa henni. Vera má, að
þá hafi hann sjálfur bætt
með nýrri bót, sem hljóp svo
í þvotti og nam af fatinu
svo hann hefur séð sér til
hrellingar að varð af verri
rifa.
Hann hefur tekið eftir hinu
einkennilega fyrirbæri með
súrdeigið og af því magni sem
hann nefnir, — þrjár skeppur
mjöls — sjáum við, að hann
hefur vitað hvað mikið þurfti
fyrir heimili líkt og Maríu.
Þrjár skeppur em nálægt 36
lítrum. Húsmóðir ein hefur
sagt mér, að úr því fáist
kringum 20 brauð eins og við
eigum að venjast. Það hefur
verið hæfilegur vikuforði fyrir
heimili hans.
Þegar hann kom með móður
sinni í heimsókn til frænda
eða annarra á hátíðlegum
stundum kynntist hann siðum
samkvæmislífsins og gest-
risni. Þegar gestir komu var
annað og betra borið fram en
venjulega. Þyrfti sérlega mik
ils með átti góður bóndi allt-
af alikálf til að grípa til að
gera mætti gestum vel.
Hafi þau ekki búið svo vel
hjá Maríu hafa áhrifin af
gildi slíks sláturgrips orðið
því sterkari hjá syninum.
Oft veitti hann því eftirtekt
að mönnunum þótti vænt um
peninga. Það sýndi sig í því
hvemig sá, sem fáa átti
geymdi þá vel og gat jafnvel
sópað allt húsið til að leita
að einum tíeyring.
Frá bernskuárum hefur
hann heyrt hina eldri tala um
veðrið og veðurhorfur og út-
lit fyrir vinnuveður næsta
dag. Ef himininn var rauður
að kveldi yrði bjart veður
næsta dag. En væri himininn
dimmur og rauður að morgni
vissi það á storm, sagði
gamla fólkið.
Hann þekkti lögmál við-
skiptalífsins, vexti, peninga-
skipti, skatta, skuldabréf og
samninga. Hann hafði séð
kaupmenn, sem ferðuðust um
seldu og keyptu vaming, þar
á meðal perlur.
Lærisveinum hans fannst
að börn væm alltof ómerki-
leg til þess að annar eins
meistari og hann skipti sér
af þeim. En Jesús hafði sjálf
ur kennt systkinum sínum
og hann hafði sjálfur verið
drengur og kunni bamaleiki.
Enn þann dag í dag leika
Gyðingabörn sér þannig að
þau skipta sér í tvo hópa og
annar syngur en hinn leikur.
Stundum er það fjörugur og
glaðlegur leikur en stundum
dapurlegur, — eitthvað í lík-
ingu við að leika jarðarför.
Við vitum að Jesús þekkti
þessa leiki, því að hann lík-
ir mönnunum einu sinni við
börn sem standa á torginu
leið á leikjum sínum.
Daglegt líf manna þekkti
hann, því að starf og hlut-
skipti þeirra var hans starf
og hans hlutskipti og menn-
irnir, sem hann elskaði voru
þessir hversdagslegu, vinn-
andi menn.
Dýpri gleði hins þroskaða
manns mótar viðhorf hans til
náttúrunnar. Hann var alinn
upp í sveit og hafði fyrst
skynjað náttúmna sem hið
mikla og sjálfsagða.
Hann var handgenginn hús-
dýmnum. Hann vissi hvað
vont það var fyrir bóndann
ef kýr, sem hann átti, datt
ofan í. Þá hlaut það að ganga
fyrir öllu að bjarga henni.
Hann hefur sjálfsagt smalað
sauðkindum sínum heim að
kvöldi og glaðst yfir því að
þær þekktu rödd hans. Hann
hefur horft á græðgi svíns-
ins, sem svalg í sig allt, sem
í trogið var látið hvort sem
það var hismi eða perlur.
Leyndardóm vaxtarins hef-
ur hann elskað. Þetta undur,
að lítið, gult kom er lagt í
jörðu og svo spírar það, þó
að sáðmaðurinn sofi og hafist
ekki að, ný jurt sprettur upp,
vex með hverjum degi og
rétir svo að hausti handfylli
í indælt brauð. Því smærra
sem fræið er, því meir undr-
ast hann hvað upp af því vex.
í þjóðlífinu hefur hann
þekkt meðferð hinna fátæku,
sjúkra og undirgefinna. Þjón-
um var ekki þakkað, menn
forðuðust þá, sem sjúkir vom
og létu þá eiga sig ef enginn
sá til. Fátækir vom fyrir-
litnir. Hvarvetna í þjóðlífinu
ylli kærleikurinn byltingu ef
hann mætti ráða.
★
Með fáeinum orðum hefur
hann dregið skýra mynd nokk
urra manngerða. Þar er kon-
an, sem týndi peningnum, sóp
aði húsið til að finna hann og
kallaði vinkonur sínar saman
til að segja þeim tíðindin. Og
næst elsti sonurinn, sem alltaf
gramdist að eldri bróðurinn
var í vegi fyrir sér og því
vildi komast burt svo hann
stæði ekki í skugga. Hvert
einasta bóndabýli í heiminum
þekkir eitthvað því líkt.
Stundum er lýsingin svo
fáorð, myndin gerð með svo
fáum dráttum, að það er að-
eins sljóvgun vanans sem veld
ur því, að við gerum okkur
ekki grein fyrir því hvílíkt
listaverk þar er. Fariseinn
og tollheimtumaðurinn er slík
mynd, einstæð í heimsbók-
menntunum.
Hann náði mörgum slíkum
augnabhksmyndum, sem fyrir
framköllun hans eru sýnis-
hom mannlegs sálarlífs.
Eigi maðurinn dulinn fjár-
sjóð þá er hugsun hans þar,
hvar sem hann heldur sig.
Þar sem fjársjóður þinn er,
þar mun hjarta þitt vera.
Þeim, sem gefa gjafir til
að auglýsa gjafmildi sína lík
ir hann við konunglega kall-
ara, sem fara um götur og
þeyta horn svo að sem flest-
ir komi til að heyra tíðind-
in. Fyrst þeyta þeir lúður-
inn. Svo gefa þeir.
Það er eitthvað í augna-
ráði eins þeirra, sem gengur
upp að altarinu með fómar-
gjöf sína, sem gerir Jesú
Ijóst að þar sem önnur hendin
réttir gjöfina til guðs er hin
kreppt í vasanum af gremju
við nágrannann.
Líf og starf mannanna í
allri sinni fjölbreytni varð
honum það efni sem hann not
að þegar hann talaði til
þeirra. Það sem hann sá og
heyrði var efnið, sem hann
notaði þegar hann kveikti
leiðarljósin. Hann vildi leiða
mennina frá hversdagsleika
þeirra til eilífðarinnar. Hann
byrjaði það mitt í hversdags-
leikanum og talaði hans mál.
Ekkert var of smátt til þess,
að hann gæti notað það í
svo stórfenglegu starfi.
★
Jesús gladdist ekki yfir
múgfylgi. Hann villtist ekki á
eldmóði og hrifningu manna
og betrun þeirra. Hann hirti
lítt um yfirskinið en gætti
niðurstöðunnar.
Því sjáum við líka að skoð-
un hans á því hvað trú væri
er sérstæð. Fyrir honum er
trú bundin framkvæmd, ekki
beinlínis framkvæmd í sömu
merkingu og ytri verknaður
en framkvæmd í merkingunni
þróun eða mönnun, breyting
—• andleg sem líkamleg. Trú
var fyrir honum endurfæðing,
manndáð. Það varð að finnast
munur á hvort til var trú
eða ekki. Maður getur haft
vitneskju og skoðanir — jafn-
vel um eilífðarmálin, án þess