Ísfirðingur - 15.12.1969, Side 6
6
ÍSFIRÐINGUR
að sú vitneskja eða skoðanir
breyti nokkru í lííi hans. En
enginn maður á trú eftir því
sem Jesús túlkaði það án þess
að breytast frá því sem áður
var. Þess vegna er trúin fram
kvæmd og hann var sjálfur
ágætur framkvæmdamaður.
Þegar kristindómurinn hefur
hjá mörgum hlotið keim af
skoðunum og fræðikenningum
er Jpað ekki Jesús sök. Minni
hugmyndafræðingur en hann
hefur enginn verið í trúar-
bragðasögunni. Hann lifði með
þjóð, sem lagði mikla áherzlu
á ytri breytni og siði. Því
hefði það verið freistandi fyr
ir hann að vanmeta gildi
þeirra og leggja áherzlu á hið
innra trúarlíf. En enda þótt
hann sýni glögglega hið
falska í ytri trúarháttum og
bendi á að allt kemur frá
hjartanu lagði hann höfuðá-
herzluna á að lýsti af góðum
verkum guðs barna. Það voru
ekki verk unnin til þess að
hljóta umbun guðs. Nei, það
voru óhugsuð verk, sprottin
ósjálfrátt og eðlilega frá huga
manns, eins og blómið breið-
ir út krónu sína af því að
það getur ekki annað. Hann
kallar þetta sjálfur ávexti,
hvort sem um var að ræða
hið fræga vatnsglas, sem rétt
var án allrar hugsunar um
góðverk að þeim, sem þyrstir,
eða hvort það var innri kær-
leiki sem kom til hjálpar þar
sem með þurfti. Hann krefst
þess að sá, sem fylgi sér af-
neiti sjálfum sér og hafni því,
sem hindrar hann í því að
vera heill og sannur. En jafn-
framt er hann enginn einangr
unarmaður. Hann vill ekki
vita af þeirri trú, sem dreg-
ur menn í andlega einangrun.
Ljósið á ekki að hverfa undir
mæliker. Borgin skal standa
á fjalli, ekki í þægilegu leyni.
Ef við berum kristindóminn
saman við þau trúarbrögð
tvenn, sem að útbreiðslu og
andlegum skyldleika komast
næst honum, Búddhatrú og
Múhameðstrú, sjáum við yfir-
burðina í manndómslegri fram
kvæmdatrú Jesú. Búddhadóm-
ur afneitar heiminum, en af-
neitar honum í einangrun.
Hugsjónin er að deyja heimin
um svo að allt hið illa hverfi
og lífið dafni svo sem mest
má verða. Búddha læknar
sjúklinginn af sótthitanum
með því að færa hann nær
dauðanum. Jesús stefnir að
því að vera sá læknir, sem
gerir menn fríska og hrausta.
Þegar við hugsum um kross-
lagða handleggi Búddha við
hliðina á starfandi hendi Jesú
verður Búddhadómur þrátt
fyrir alla fegurð sína eins og
Áslaug Jensdóttir
Hér fara á eftir nokkur
orð um daginn og veginn,
hugsuð úr fortíð og nútíð.
Þegar við, sem nú erum
komin yfir miðjan aldur,
stöldrum við og lítum um
öxl, fer ekki hjá því að við
undrumst hve feðrum okkar
og mæðrum auðnaðist að
gegna hlutverki sínu sem fræð
arar og uppalendur jafnt hin-
um daglegu skyldustörfum og
vinnustriti. Oftast var búið
við þröngan og lélegan húsa-
kost. Heimilisstörfin voru erf
ið. Daglega þurftu húsmæður-
nar að bera inn eldivið til
upphitunar og eldunar. Víðast
þurfti líka að bera í hús allt
vatn, sem ætlað var til
heimilisnota. Þvottur og þjón
ustubrögð öll voru erfið mjög.
Að vetrinum var allur ullar
fatnaður unnin á heimilun-
um. Og skógerð öll hvíldi á
herðum húsmóðurinnar. Yfir-
leitt voru bæjarhúsin ómáluð.
Ekki þótti annað sæma en allt
væri hvítskúrað, bæði þiljur
og gólf. Og ekki var það fyr-
trúarbrögð hins rúmfasta í
samanburði við baráttuglað-
an kristindóm.
En baráttutrú öðrum frem-
ur er þó Múhameðstrúin. Og
þó er nokkur munur á þeirri
baráttu sem Jesú kallar til
og þeirrar, sem er hugsjón
Múhameðs og áhangenda
hans. Víst stefna þeir að bar-
áttu, en það er því líkast sem
þeir hafi alls ekki fundið
óvininn og því geta þeir
aldrei sigrað hann. Þess
vegna skortir mannshugsjón-
ina dýpt og hlýju. Víst er
þar eldur, en hann er „kald-
ur“ og eyðandi.
Trú Jesú er trú árangurs-
ins. Að trúa er að mannast,
vaxa. Sú þróun nær að innsta
eðli sálarinnar og áhrif henn-
ar birtast í hverju verki.
Það er manns trú.
ÁSLAUG JENSDÓTTIR:
Af sjonarhdli sveitakonu
irhafnarlaust að þvo viðargólf
in svo vandlega, sem þessar
konur gerðu.
Hugstæðir þættir frá
bemskuárum skulu hér rifj-
aðir upp. 1 ljósu minni er
litla baðstofan heima, þegar
börnin voru háttuð í
hrein rúmin eftir að hafa
verið böðuð úr trébala í eld-
húsi. Úti var skammdegis-
myrkur, en inni friður og ör-
yggi. Ilmur af nýþvegnum
viði og eimur af lampaljós-
inu myndaði þægilega angan,
sem fyllti loftið í baðstof-
unni. Önn og strit dagsins
voru að baki. Og í augum
móðurinnar brá fyrir ham-
ingjubliki. Hvorki var rætt
um þreytu eða fyrirhöfn.
Og nú var það hlutur
föðursins að lesa sögur áður
en lagst var til svefns. Þann-
ig eru mér kunnar frá
bernzkuárunum, Brasilíufar-
arnir, Eiríkur Hansson, Sögur
Jóns Trausta og fleiri bækur.
Skammdegisrökkrið, þegar
allir sátu í rökkrinu, sem kall
að var, og biðu þess að
kveikt yrði á olíulampanum
eftir að fulldimmt var orðið.
Sú stund var okkur börnunum
mjög hugþekk. Voru okkur
þá kennd kvæði og áttum við|
gjarnan að keppast um að
nema þau.
Fastur liður í heimilislíf-
inu voru Húslestrarnir á
helgum dögum, þegar ekki
var farið til kirkju. Heimilis-
faðirinn las hugvekju, en á
undan og eftir sungu allir
sálma. Fannst okkur börn-
unum ef einhverra hluta
vegna húslesturinn féll niður,
sem helgiblær dagsins hyrfi.
Þannig munu heimilissiðir
yfirleitt hafa verið á smærri
heimilum, þar sem ekki var
annað heimilisfólk en fjöl-
skyldan.
Skólaganga var ekki mikil
en bókleg fræðsla heima fyrir
svo vel úr garði gerð sem
kostur var á. Þegar ég var
um fermingaraldur kom út-
varpið til sögunnar. Varð þá
breyting á heimilislífinu með
tilkomu þess og skal vikið að
því síðar.
Það er mikið rætt og ritað
um stöðu konunnar í nútíma
þjóðfélagi og kennir þar
margra skoðana. Víða virðist
eins og gæti vorkunsemi í
garð þeirra kvenna, sem eiga.
sinn starfsvettvang eingöngu
við húsmóðurstörfin og upp-
eldi barna. Innanhússtörfin,
sem óumflýanlega hvíla á
herðum húsmóðurinnar, geta
vissulega verið umsvifamikil
og þreytandi, sérstaklega þar
sem fjölskyldan er stór. —
En með þeim tækjum og þæg
indum, sem flest nútímaheim-
ili eru búin ætti margri byrð-
inni að vera létt af frá því,
sem áður var.
Uppeldi barna og umönn-
un mun óumdeilanlega ábyrgð
armesti og um leið hamingju-
ríkasti starfi, sem nokkurri
konu getur hlotnast. Virðast
því öll rök fyrir því, að sú
móðir, sem getur eingöngu
helgað sig uppeldi barna
sinna, búi við betri hlut en
hin, sem verður að fara til
vinnu utan heimilisins á
hverjum degi og oft við mis-
jöfn skilyrði, án eftirlits með
börnunum nema ef þau eldri
sjá til með þeim yngri.
Menntun og skólaganga
kvenna hefir aukist mjög hin
síðari ár, og er það mikið
fagnaðarefni að verðandi eigin
kona og móðir hefir leitað
sér, sem víðtækastrar þekk-
ingar og náms áður en hið
eiginlega lífsstarf hefst.
Það er tómt mál, að ljá
eyra við þeim röddum sem
telja menntun konunnar til-
gangslitla og henni tapaða,
er hún velur sér stöðu og
skyldur eiginkonu og móður.
Það mun ekki um deilt, að
farsæld hinna yngstu þjóð-
félagsborgara mun bezt úr
garði gerð af fómandi um-
hyggju móðurinnar.
Aukin þekking samfara
þeirri reynslu sem uppeldis-
starfið veitir ætti að tryggja
hamingjusaman einstakling
þegar út í lífið kemur.
Svo sem áður er vikið að,
hafði það mjög mikla menn-
ingarlega þýðingu fyrir þjóð-
ina alla, ekki síst dreifbýlið,
þegar Ríkisútvarpið tók til
starfa. Það mun óhætt að full
yrða, að engin stofnun hefir
hin síðari ár náð jafnmiklum
vinsældum og orðið fólkinu
jafnhugleikin sem útvarpið.
Nú gátu eldri og yngri setið
við útvarpstækin og hlustað
á margvíslegan fróðleik og
skemmtiefni, söng og hljóð-
færaleik. Starfsfólk útvarps-
ins — útvarpsþulirnir urðu
TRICITY HEIMILlSTÆKl
HUSBVGGIEIIDIIR
<H>
fSLENZKUR
IÐNAÐUR
ALLT
TRÉVERK
Á EINUM
STAÐ
Eldhúsinnréttingar, raf-
tæki, ísskápar, stálvask-
ar, svefnherbergisskáp-
ar- harðviðarklæðning-
ar, inni- og útihurðir.
NÝ VERZLUN - NY VIÐHORF
OÐINSTORG
Skólavörðustíg 16, - sími 14275