Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1969, Blaðsíða 9

Ísfirðingur - 15.12.1969, Blaðsíða 9
ÍSFIRÐINGUR 9 Mikill mannfjöldi þokaðizt áfram upp eftir hlíðum Ei- líföaríjallsins. Fólk úr öllum löndum heims ins hafði yfirgefið hina jarð- nesku dvalarstaði sína og voru nú á leiðinni til hLiða himnaríkis. Á leiðinni urðu allmiklar umræður um það, hvort allir mundu fá inngöngu í ríki sælunnar. Ýmsir voru öruggir um af- drif sín, aðrir ekki. Ungfrú Angelica Lövenfelt var ekki í minnsta vafa varðandi sjálfa sig. Á hinni löngu vegferð hafði hún heyrt eitt og ann- að til þeirra, sem næstir fóru. En vegna þess hve troðning- urinn var oft mikill, hafði hún stjakast í hóp manna, sem hún skildi ekki. Sennilega voru þeir Persar eða Arabar, klæðnaður þeirra virtist vitna um það, og þar sem hún var gefin fyrir sterka hti, athug- aði hún með gaumgæfni rand irnar í yfirhöfnum þeirra. Meira en hundrað sinnum var hún búin að horfa niður á hægri fótinn. Allt lífið út í gegn hafði hann verið bækl- aður klumbufótur, en nú var hann búinn að fá venjulegt útlit. Það var henni óskiljan- legt. Undir eins og henni var sagt að hún væri dáin og hún hóf förina upp á við, greip hana óstjómlegt hryggðaræði vegna ástandsins. En þá heyrði hún nálæga rödd sem sagði vingjamlega: „Sjáðu fótinn á þér Angehca“. Og þegar hún sá að klumbufótur- inn var farinn fann hún til ólýsanlegrar gleði yfir að skoða nýja fótinn jafn fagr- an og hann var nú orðinn. Henni fannst að þarna hefði reglulegt kraftaverk átt sér stað. Hún gat varla shtið aug un af fætinum. Hefði hún haft þennan fót meðan hún lifði á jörðunni, þá hefði hún óefað öðlast meiri sælu, hugs- aði hún. Loksins komst hún að hliði himnaríkis. Þar stóð Fiska- Friðrik og beið eftir henni. en það var tæpast að hún þekkti hann, því hann var bú- inn að fá svo fagurt útlit. Einu sinni meðan hann var ungur bjargaði hann unglings- stúlku frá því að vera mis- þyrmt, en tilræðismaðurinn lék hann þá svo grátt, að hann missti annað augað og nefbrotnaði. Vegna þess að eftir þetta hafði hann ah ein- kennilegt útlit, þá varð hann að vinna fyrir lægra kaupi en aðrir og þá notaði Ange- lica tækifærið og réði hann til sín. Hún var postulinsskreytari, átti sjálf hús og verzlun og var vel efnuð. Fiska-Friðrik hafði fengið auknefni sitt vegna þess, að í frítímum sínum sat hann einhverstaðar einn og veiddi fiska. í þjónustu Angelicu hélt hann hreinu í kringum húsið, fór ýmissa erinda í borgina, lagaði til í búðinni og annað þess háttar. Ef hann hafði tíma afgangs vann hann að skrautteikningu til að setja á diska og föt og fleiri slíka muni. Hann hafði ó- venju glöggan smekk fyrir ná kvæmni og samræmi í teikn- ingu. Munir með teikningum frá honum vom ætíð teknir fram yfir aðra. Og nú stóð hann þarna með tvö fögur augu og beint og fallegt nef. Angelica roðnaði lítilsháttar. Það var undar- legt að þessi fallegi maður hafði fyrir skömmu síðan ver- hennar þjónn. Hún hafði sagt honum fyrir verkum ýmist við þetta eða hitt. Þetta var óskiljanlegt. „Sjáðu“, sagði ungfrú Ange- lica og lyfti fram hægri fæt- inum til þess að hann sæi hvernig hann liti nú út. „Ég samgleðst þér“, sagði Friðrik þýðlega. „Guð er ó- segjanlega góður við okkur, Angelica Lövenfelt". Hliðið opnaðist og þau fóm bæði inn. En þar fyrir innan var annar veggur. Hann var gegnsær og gegnum dymar á honum komst ekki nema einn í e'nu. Sankti Pétur sat við lítið borð og brosti vingjarnlega til þeirra og kallaði á Frið- rik fyrstan inn til sín. Það fannst ungfrú Lövenfelt vera móðgun við s’g. Sjáanlega vissi Sankt’" Pétur ekki hver hún var. Hún rétti úr sér, belgdi sig út og stríkkaði á dráttunum kringum munn- •'nn Sannarlega hefði það sómt sér betur að hún hefði verið kölluð inn fyrst. Hún sá inn um gegnsæja vegginn að Friðrik settist gegnt Sankti Pétri, sem ein- blíndi á lítið hjól, sem sner- ist í sífellu en þó hægt. Hvað skyldi þetta vera?, hugsaði Angelica og horfði á þetta með athygli. Nokkm sinna opnuðust inn af þeim dyr miklar og blasti þar við sjónum yndislega fag- ur og skínandi garður. Þar gat að líta gnægð gulhnna blóma, og inn í þennan ljóma fór nú Friðrik. Angelica greip andann á lofti. Svona fallegan garð hafði hún aldrei séð áður. Þetta hlaut að vera himnaríki. Og nú kom röðin að henni. Hún óskaði helzt að hlaupa til Friðriks, sem var nú feg- urri heldur en nokkur gat ímyndað sér. Þetta var allt óskiljanlegt. Nú sat hún fyrir framan Sankti Pétur og litla hjólið snerist og Sankti Pétur horfði stöðugt á það. Angelica hleypti í sig kjarki og spurði: „En hvað er þetta, sem þú skoðar svona gaum- gæfilega?" „Það er lífshjólið þitt.“ „Lífshjól? Hvað er lífs- hjól?“ „Við höfum lífshjól tilheyr- andi hverjum einasta manni. Það sýnir okkur allt hans líf frá vöggunni til grafarinnar“, svaraði Sankti Pétur vingjarn lega og brosti við henni um leið. „Á hjólið ritast allt sem maðurinn gerir, hugsar og skynjar, og það fer aldrei rangt með“. Og Sankti Pétur hélt áfram að lesa, en á með- an fór ungfrú Lövenfelt að finna til óþolinmæði af að bíða og tók að ókyrrast í sæti sínu. „Ég var forseti Friðarsam- bands kven... “ „Já, ég sé það“, sagði öld- ungurinn vingjarnlega. „Ég var í stjóm ... “ „Já, ég sé það“. „Ég gaf líka til.. .„ „Það er allt skráð hér“. Nú fór ungfrú Lövenfelt að treysta hjóhnu og hag- ræddi sér á stólnum. „Ég hefi því ekki verið neinn iðju- leysingi“. „Nei, þú hefir aðhafst margt um æfina Angelica Lövenfelt. Starfsemi skorti þig ekki. En nú skulum við skoða héma annað hjól líka.“ Og Sankti Pétur fór að skoða annað hjól, sem snerist við hhðina á hinu. „Hvað er skráð á það?“, sagði Angelica með ákefð. „Það sýnir með hverskonar hjartalagi þú skynjaðir, hugs- aðir og starfaðir." Þessi orð höfðu einkenni- lega lamandi áhrif á hana. Og óþægindin urðu jafnvel ennþá meiri, þegar Sankti Pét ur byrjaði að andvarpa við lesturinn. En þá varð henni hugsað til Fiska-Friðriks. Orð margur var hann ekki. Samt vom þrjú orð eins og stimpl- uð í huga hennar — orðin þrjú, sem hann notaði svo oft: Allt er blekking. Hvers vegna þurftu þessi orð endi- lega að ónáða hana núna? Ótal sinnum hafði hún heyrt þessi orð af vörum hans, þeg- ar hann var að laga til í búð- inni, og eins þegar hún fylgdi viðskiptavini til dyranna. „Þetta lítur ekki vel út, Angehca Lövenfelt“, sagði Sankti Pétur og andvarpaði hjartahrærður. „í þessu tilfelli skjátlast hjólinu auðsjáanlega", sagði Angelica með vandlætingar- svip. „Ég heimta að hitta hinn almáttuga, drottinn sjálf an.“ „Þú veizt ekki hvers þú krefst. Þú mundir deyja ef þú sæir drottinn.“ „Ég krefst réttlætis. Á jörð inni er vissulega ekkert rétt- læti að hafa, en vonandi er það að finna hér- við hlið himinsins.“ „Þú ert einmitt undir dómi réttlætisins núna.“ Ungfrú Lövenfelt fékk á- kaft og örvæntingarfullt grát- kast. „Brjóstumkennanlega vera“, sagði Sankti Pétur og stundi. „Hvað hafði Fiska-Friðrik afrekað að honum skyldi undireins vera hleypt inn í Flugstöðin á lsafjarðarflugvelli, sem verið hefur í byggingu að undanförnu, er hin myndarlegasta bygging. Flugstöðin verður tekin í notkun á næstunni og batnar þá öll þjónustuaðstaða á vellinum. Ljósmynd: Guðmundur Sveinsson) Samferða í sæluna eftir Agnes Bögh-Hogsted Magnús frá Skógi íslenzkaði

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.