Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1969, Síða 11

Ísfirðingur - 15.12.1969, Síða 11
ÍSFIRÐINGUR 11 Ferðin frá Snorri Sigfússon fyrrum skólastjóri hefir nú látið frá sér fara aðra minningabók sína, er hann nefnir: Ferðin frá Brekku II, en fyrra bindi hennar kom út í fyrrahaust. Hafði hann þá lokið náms- ferli sínum innan lands og utan og sinnt kennslustörf- um nyrðra og í bókarlok feng ið veitingu fyrir skólastjóra- stöðu á Flateyri. Bók sú var bæði fróðleg og bráðskemmti- leg aflestrar. Hlaut hún því góða dóma. Nú sendir Snorri aðra bók á markaðinn, líka að stærð og hina fyrri, myndum skreytta og vel úr garði gerða bæði að útliti og efni. Má það að vissu leyti til afreka teljast að setja saman jafnstóra bók fyrir mann á hans aldri. Brekkn II. Höfundurinn er á leið til „hins fyrirheitna lands“ þ.e. Flateyrar, er hann hefur frá- sögn sína. Bókin snýst því framan af fyrst og fremst um kennslustörf hans á Flateyri, við fremur óhæg skilyrði fram an af, en þó víst öllu skárri, en víða tiðkaðist þau árin. Hann rekur og margvísleg af- skipti sín af hreppsmálum, enda kom hann þar mjög við sögu þau árin, sem oddviti hreppsnefndar. Og öll félags- málefni lét hann þar til sín taka, og var þar oft í farar- broddi. Hann lýsir í stuttu en þó vel orðuðu máli framá- mönnum Flateyrar um þessar mundir og öllum búendum í Önundarfirði, svo og forystu- mönnum almennra mála í V,- Isafjarðarsýslu, sem koma við sögu þing og héraðsmála- funda sýslunnar. Eru frásagn- ir hans af mönnum og mál- efnum ijósar og vel gerðar. Þá kemur langur þáttur af síldarmálefnum, einkanlega síldarmatinu, þar sem höfund ur var skipaður yfirmatsmað- ur og gegndi þeirri sýslan hátt á annan tug ára. Þar er líka frá mörgu að segja og margir menn koma þar við sögu. Hvíldi mikil ábyrgð á yfirmatsmanninum í þessu efni, meðan flestir saltendur voru óvanir síldarverkun og því stundum nokkuð vanda- samt að kveða á um söltunar- hæfni síldarinnar, og rek ég ekki þær sögur hér. Síðast er svo kafli, er nefn- ist „Römm er sú taug“. Höf- undur hafði farið á kennara- þing á Akureyri 1928 og þá jafnframt skroppið á æsku- stöðvarnar í Svarfaðardal — og úr því fór að losna um hann á Flateyri því haustið 1929 var honum tjáð að kenn ara vantaði við barnaskólann á Akureyri. Tók hann því boði og var kennari þar vet- urinn 1929—30. Síðan var hann skipaður þar skólastjóri haustið 1930, og þar endar bók hans að þessu sinni. Þess má geta að Ásgeir Ásgeirsson fyrrverandi forseti ritar stuttan en glöggan og vel orðaðan formála fyrir bókinni. Kynni þeirra hafa mikil og góð orðið og farsæl báðum. Ýmsum mun finnast að Snorri sýni einungis glans- myndirnar sumar nokkuð íburðarmiklar af ferðafélög- um sínum á lífsleiðinni. En mér finnast flestar þessar myndir hans vel gerðar, sum- ar ágætar. Um þann frásagn- arhátt sinn segir Snorri í formála bókarinnar: „Vel má vera, að ég beri þessu fólki, sem á vegi mínum varð of vel söguna. En því er til að svara, að ég hefi jafnan opn- ari augu fyrir hinu skárra í fari manna og þá líka notið þess, þótt ég hafi síður en svo lokað augum fyrir hinu. Og svo er það líka mála sann ast að fólkið reyndist mér vel. Þessi orð eru táknræn fyrir afstöðu Snorra til samferða- manna hans, sýna hina já- kvæðu afstöðu hans til sam- ferðamannanna. Virðist mér nú samt að Snorri hefði mátt gefa sér nokkuð lausari tauminn með því að varpa fram spaugileg- um frásögnum af framferði og málfari sumra sérkennilegra náunga, sem hann hefur mætt á lífsferli sínum. Okkur góð- kunningjum Snorra verða minnisstæðar ýmsar slíkar kýmnisögur er hann hafði yfir. Og þó ávallt á þann hátt, að þær særðu ekki. En hvar sem í bókina er gripið boðar hún lífstrú, án þess að prédika, lífstrú, sem fagnar hverri menningarvið- leitni jafnt í heimi efnis sem anda en horfir lítt á misstig- in spor. Yfir bókinni er blær hins siðmenntaða höfundar. En auk þess er hún fróðleg, skemmtileg og lipurlega samin á vönduðu máli, og munu margir, einkum Vestur-Is- firðingar og Isafjarðarbúar verða margs fróðari af lestri hennar. Saga Snorra Sigfússonar er þó ekki öll sögð í bók þess- ari. Skólastjóraár hans á Akureyri námsstjórastörf hans í mörg ár, auk margra annarra trúnaðarstarfa munu verða meira en nóg til þess að fylla þriðju bók hans. Ég vona að honum endist aldur til að ljúka þriðju og væntanlega síðustu bók sinni, og hlakka til að fá hana í hendur. Kr. J. Góðir oestir - Gott skíðaland Á síðustu Skíðaviku kom Gullfoss í fyrsta skipti með Skíðavikugesti. Þessi ferð, þrátt fyrir óhagstætt veður í tvo daga, lánaðis mjög vel og var almenn ánægja meðal gesta. Eimskipafélagið hefir nú ákveðið að senda Gullfoss með fólk á Skíðavikuna í vor 25. marz og aftur 15. apríl sérstaka ferð með skíðafólk. Það er mjög ánægjulegt fyrir ísfirðinga að Eimskipafélagið skuli senda okkur Gullfoss með skíðagesti. Hin ágæta skíðalyfta okkar og skíðaland á sinn þátt í því. Skíðagestir búa allir um borð í Gullfossi meðan á dvöl þeirra setndur, og eru fluttir á Seljalandsdal í bílum. Þetta minnir á nauð- syn þess að endurbæta þarf Skíðaveginn stórlega á sumri komanda. Vegurinn er að verða ónýtur vegna viðhalds- leysis, þrátt fyrir að bæjar- sjóður hefir varið nokkru fé til hans, aðallega ofaníburðar. Við bjóðum Gullfoss velkom- inn með skíðagestina, og von- um að veðurguðirnir verði okkur og þeim hagstæðir. Guðm. Sveinsson. Lækningastofa Hef opnað lækningastofu í Domus-Medica, Reykjavík. Sérgrein: Háls- nef og eyrnalækningar. Viðtalstími: kl. 13,30—15,00, alla virka daga nema laugardaga. Viðtalspantanir I síma: 25545 kl. 9—18. Daníel Guðnason, læknir.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.