Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1969, Blaðsíða 13

Ísfirðingur - 15.12.1969, Blaðsíða 13
ISFIRÐINGUR 13 Brimlending i Skálavík Af Selj alandsdal Þegar lenda skal í stór- brimi í Skálavík, verður að gæta þess vandlega, að láta 24 öldur brotna í röð, ef kom izt skal hjá slysi. Þetta eru þyngstu sjóirnir, og láta menn bátinn síðan berast að landi á 24. öldunni, því að þá er víst, að þrír minni sjóir koma þar næst á eftir, og meðan það hlé verður, gefst mönnum tóm til að bjarga báti, fólki og farmi, ef á annað borð nokkurrar björgunar er von, Nauðsynlegt er þá, að traust- ur maður haldi um stýrið og báturinn sé sem hraðskreið- astur. Ef brimið er minna, þá falla aðeins 18, 12 eða 6 stórsjóir á milli þriggja hinna litlu. Undarlegt er, að slík regla skuli vera á haf- rótinu. Þó getur komið fyrir, að litlu öldurnar séu 4 og kallast þá sú fjórða auka- bára. Af þessu má sjá, að þungir og ómeðfærilegir bát- ar verða eigi stöðugt notaðir á Islandi. (Ferðabók Ó. Ólavíusar 1775—77). Seljalandsdalur við fsafjörð er eitt allra glæsilegasta og eftirsóttasta skíðasvæði á fslandi. Þar er oftast veðursæld,, nægur snjór og skíðabrekkur við allra hæfi. Þar er ágæt keppnisaðstaða, ný skíðalyfta og myndar- legir skíðaskálar, og er þar rekinn skíðaskóli á hverjum vetri. Á vetrum er hin ágæta aðstaða til skíðaiðkana á Seljalandsdal óspart notuð af fsfirðingum og öðrum. Á myndinni til vinstri hér að ofan eru skíðagarparnir Hafsteinn Sigurðsson, Árni Sigurðsson, Samúel Gústafs- son og Guðmundur Jóhannesson. En allir eru þeir í fremstu röð skíðamanna hérlendis. Á myndinni til hægri eru Sigrún Sigurðardóttir, Ragnhildur Jónsdóttir og Sigurveig Gunnarsdóttir. Allar munu þær hafa hug á að ná góðum árangri í skíðaíþróttinni. Skutulsf j örður Skutulsfjörður er skilinn frá Bolungarvík af tveimur lítt færum, snarbröttum, grýtt um og gróðurlausum hlíðum, sem heita Ós- og Hnífsdalshlíð ar. Kirkjubólshlíð og Gleiðar- hjalli heita tvö há fjöll, er standa eins og risamúrar sitt hvorum megin fjarðarins. Hnífsdalur er rómaður fyrir gróðursæld, engu síður en innanverður fjörðurinn þeim megin, en hinum megin er gróðurlítið. En það, sem mest er um vert í firði þessum auk hafnarinnar, er Eyrin, þar sem verzlunarhúsin standa, sem virðist lofa góðu um, að þar geti risið upp kaupstaður með tímanum. Að minnsta kosti er hún vel til þess fallinn af þeim ástæðum, er nú skal greina. 1. Grundvöllurinn er þéttur, sléttur, traustur og víðáttu mikill. 2. Umhverfið er þurrt og heilnæmt og útsýnið við- felldið. 3. Þaðan er hægt að stunda útræði mestallt árið. 4. Þar í kring eru nægjan- legir hagar fyrir kýr og kindur. 5. Ágætt landrými er þar fyrir kálgarða. 6. Mótekja er þar í sveit- inni ekki langt í burtu. 7. Vatn er fáanlegt þar í grennd, bæði til heimilis- nota, ef brunnar eru grafn- ir með forsjá, og fyrir þófaramyllur og þvílíkan rekstur. 8. Staðurinn er í alfaraleið, nálægt miðju héraði og liggur því vel við verzlun. 9. Létt er að víggirða stað- inn með stauravirkjum, því að hann er að mestu inni- luktur frá náttúrunnar hendi. 10. Höfnin er örugg, innsigl- ingin hrein og skipalægi skammt þar fyrir utan. í stuttu máli sagt hef ég ekki séð nokkurn stað á landinu, jafnvel ekki sjálfan Eyja- fjcrð, sem þolir samanburð við þennan stað, ef um slik- ar framkvæmdir væri að ræða. (Ferðabók Ó. Ólavíusar 1775—77). FARSÆLT NÝTT ÁR! GLEÐILEG JÓL! Þöklaim viðskiptin á líðancli ári. Djúpbáturinn hf. GLEBILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðándi ári. Verzlun Einars Hafbergs, Flateyri GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁIi! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Rafveita ísafjarðar GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁIi! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Rammagerðin Göte Andersen GLEÐILEG JÖL! FÁIiSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. ALLABÚÐ, Flateyri Prófastshjónin á fsafirði, frú Margrét Hagalínsdóttir | og séra Sigurður Kristjánsson, ganga úr kirkju að af- í lokinni guðsþjónustu. (Ljósmynd: Guðm. Sveinsson) | .i-. ,-, -, i— —

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.