Ísfirðingur - 15.12.1969, Side 14
14
ÍSFIRÐINGUR
GUÐM. INGI KRISTJÁNSSON:
Jón á
F allhömrum
Guðm. Ingi Kristjánsson
Manstu Jón á Fallhömrum, sem góðu húi bjó
bak við Dimmafjall og Sunnutind?
Hann, sem trúði á landið sitt og aldrei af sér dró,
öðrum bændum tjós og fgrirmgnd.
Draumur hans og grnli var að eiga fagurt fé,
fóðra það og velja sér til hags.
Júgursíðar kgrnar hans ég enn í anda sé
eigra heim á ból að kvöldi dags.
Fögur voru túnin heim að Fallhömrum að sjá,
frjósöm lönd með trú og natni gjörð.
Oft var Jón í flagi við að grkja, brjóta og sá,
óskadrauminn lagði í þessa jörð.
Arður sá og fegurð, sem við augum bóndans hló
endurgoldu lúa og svita hans,
bregttu sér í gndisleik, sem inni fgrir bjó
eins og tjóð í brjósti kvæðamanns.
Margur gisti á Fallliömrum, sem fór um Hamraskarð,
flestir þregttir, sumir komnir hætt.
Oft var þröngt í húsunum, en hjartarúmið varð
hverjum gesti blítt og minnistætt.
Farsæll var þeim dagurinn, sem fór þeim næst í hönd,
fötin þurr og morgunverður beið.
Stundum var þeim hjálp í því við hlaupin út á Strönd,
hestar Jóns að báru þá á leið.
Bjart var gfir Fallhömrum, og sæl var þessi sveit,
sæl af búsins fegurð, dáð og rausn.
Vonir ngrra tíma gáfu vegleg fgrirheit:
vélarinnar hjálp og endurlausn.
Skipt er nú um stillimgnd og önnur gngri sjón
áleitin að vitja huga míns:
Jörðin er í egði og hin gömlu góðu hjón
gengin inn í fögnuð herra síns.
Ennþá standa hamrarnir, og húsin eru kgrr,
linignar öllu samt um bæ og garð.
Enginn tekur gisting þar sem oft var náttað fgrr,
enda sjaldan farið Hamraskarð.
Engar kgr á básunum né heldur hross við stalt;
hestasteinninn fór á bgggðasafn.
Endurreisnartíminn hefur orðið sgndafall;
gfir bænum krunkar ekki hrafn.
Sonur Jóns á Fallhömrum er sjómaður í Vík,
sinnir stjórn á skipi jafnt og þétt.
Konan er af höfðingjum, og hjónin eru rík,
húsgögn þeirra sómdu læknastétt.
Eins í mat sem klæðnaði er allra kosta völ,
— undarlegt að nokkuð vantar samt.
Búðin handan götunnar er birg með kók og öl,
— börnin fá sinn hálfa mjólkurskammt.
Komir þú að Fallhömrum, þér heilsar gróin grund,
grundin þar sem Jón í Flagi vann.
Arðlaus livílir moldin eins og mannsins grafna grund,
meðan tíminn fgrnir gfir hann.
Þessar grænu dagsláttur, sem enginn kaus í arf,
aldrei vissu brunaskemmd né kal.
ísland er svo ríkilátt, að ekki sinna þarf
egðijörð í vegalausum dal.