Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1969, Side 16

Ísfirðingur - 15.12.1969, Side 16
16 ÍSFIRÐINGUR Agæt barnabók Nýlega er komin út bókin „Fjörkálfarnir“ sem útgáfu- fyrirtækið Barnabækur í Reykjavík gefur út. Höfundur bókarinnar er sænskur rit- höfundur Sonja Hedberg, en Konráð Þorsteinsson forstöðu- maður Sunnudagaskóla Kristniboðsfélaganna í Reykja vík hefur þýtt og endursagt bókina. Er óhætt að fullyrða að bókin sé ágæt barna- og unglingabók, hollur og skemmtilegur lestur. Á síðast liðnu sumri las Konráð bókina í útvarpinu og naut hún mikilla vinsælda, yngri sem eldri, og bárust þá margar fyrirspurnir um hvort hún yrði gefin út. Og nú hef- ur það verið gert. Væntanlegur ágóði af bók- inni mun renna til styrktar sumarbúðastarfi að Ölver í Borgarfirði. Bókagerðin Lilja annast dreifingu bókarinnar til bóka- verzlana. Dreifingu á ísafirði og nágrenni annast Sigfús B. Valdimarsson, Fjarðarstræíi 24 Isafirði. Sími 3049. VestfirÐingum öllum sencli ég beztu jóla- og nýárskveSjur. Samslarfsmönnum og vinum þaklca ég ánœgjuleg kynni. Steingrímur Hermannsson. SJÚKRASAMLAG ÍSAFJARÐAR óskar öllum meðlimum sínum gleðilegra jóla og farsældar og heilbrigðis á komandi ári. Vestfirðingar! Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, viljum við minna ylvkur á PERMANENT PRESS ódýru herraskyrtumar, sem fást hjá: Einar & Kristján, Isafirði. Verzl. Ásmundar B. Olsen, Patreksf. Þær eru: + fallegar + sterkar + þægilegar + straufríar + og mjög ódýrar Umboðsmenn: H F Hverfisgata 6, sími 20000 Reykjavík. Samferða... Framhald af 10. síðu. Með stærstu undrun sá hún að harðir þymarnir beygðu sig fyrir fótum hans, frá hverju hans skrefi. Og hún fór að gráta, róandi og létt- andi gráti. Áður fyrr var hún ávallt hrokafull og dramb- söm, en í þessum leiðangri fannst henni að hún væri auðvirðilegust allra manna. Og rétt í því er hún hugsaði þannig birti til fulls í kring- um hana eins og af skínandi sól. Hún' leit upp og sá rétt fyrir framan sig garðinn fagra, sem hún hafði séð Friðrik fara inn í áður. „Nú erum við komin á enda á afturhvarfsdalnum“, sagði fylgdarmaðurinn við Angelicu, ,og sjá, hér er Paradísargarðurinn, sem veit- ir sérhverjum viðtöku, þegar hann er verðugur þess að hon um sé veitt innganga". Og þau fylgdust að inn í garðinn. ' Hofr>orstra0li 11. Reykjovik N.V. P.O. Box 826 (SiMAR 10620/10388) ★ NICHIMEN CO., ITD JAPAN Jóladagskrá Hjálpræðishersins 1969-1970 Fyrir fullorðna: Fimmtudag 18. des. kl. 8,30 Lúsíu-hátíð Sunnudag 21. des. kl. 8,30 Fyrstu tónar jólanna Jóladag 25. des. kl. 8,30 Hátíðarsamkoma 2. jóladag 26. des. kl. 8,30 Jólatréshátíð Sunnudag 28. des. kl. 8.30 Hátíðarsamkoma Mánudag 29. des. kl. 8,30 Hátíð Heimilasambandsins Þriðjudag 30. des. kl. 8,30 Jóaltréshátíð Skutulsfirði Miðvikudag 31. des. kl. 11,00 Miðnætursamkoma fyrir al- menning Fimmtudag 1. jan. kl. 8,30 Hátíðarsamkoma Föstudag 2. jan. kl. 8,30 Jólatréshátíð í Hnífsdal Laugardag 3. jan. kl. 8,30 Jólatréshátíð í Bolungarvík Sunnudag 4. jan. kl. 8,30 Samkoma Sunnudag 4. jan. kl. 3,00 Hátíð fyrir aldrað fólk Þriðjudag 6. jan. kl. 2,00 Jólatréshátíð fyrir börn og unglinga Fyrir börnin: 2. jóladag kl. 2,00 Jólatréshátíð sunnudaga- skólans, efri bær Sunnudag 28. des. kl. 2,00 Jólatréshátíð sunnudaga- skólans, neðri bær Þriðjudag 30. des. kl. 2,00 Almenn jólatréshátíð fyrir börn Aðgangur er kr. 10,00 að öllum jólatréshátíðum barn- anna. Sendum okkar beztu jóla- og nýárskveðjur til allra félaga, vina og velunnara. Hjálpræðisherinn Isafirði Stökur LTIGANGUR Bjóðast jafnan lítil laun lýst er sál í banni, ætíð verður æfin raun útigöngumanni. E. Þ. VETRARNÓTT Fúnar rætur, fjötur hels fast um nætur bindur. Himinn grætur hagli éls, hátt þú lætur vindur. E. Þ,

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.