Ísfirðingur - 29.05.1971, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 29.05.1971, Blaðsíða 1
<88í inmt BLAÐ WAMSOKNAPMANNA / VESTFJARÐAKJORMMI 21. árgaaigur. Isafirði, 29. maí 1971. 9.—10. tölublað. STEINGRIMUR HERMANNSSON: Markmiðið er: Halldór Kristjánsson á liiiig Sagt er, að síðasti ábúand- inn í Fljótavík, sá merki mað ur Júlíus Geirmundsson, hafi gjarna sagt, þegar hann mætti manni á götu, sem var dapur og bar sig illa: „Hvað er að vinur, átt þú ekki matarbita í búri og klæði á skrokkinn?" Kynslóð Júlíusar Geirmunds sonar gerði ekki meiri kröfur til lífsins. Þessar kröfur voru jafnframt yfirleitt auðveld- lega uppfylltar, ekki sízt á Vestfjörðum, á meðan fiskur var í hverri vík, fugl í bjargi, og nokkrar sauðkindur á landi. Þá var bilið að þessu leyti lítið á milli þéttbýlis Steingrímur Hermannsson og dreifbýlis og mun raunar iðulega hafa verið dreifbýl- inu í vil. BREIKKANDI BIL Nú er þetta breytt. Með þeim miklu framförum, sem hafa orðið mestar eftir seinni heimsstyrjöld, hefur þjóðinni vaxið fiskur um hrygg. Verð- mætasköpunin hefur orðið gífurleg, ekki sízt í sjávarút- vegi, þar sem stóraukinn afli hefur verið unninn og seldur úr landi, sem hin verðmæt- asta framleiðsla. Þjóðin hefur því getað veitt sér f jölmarga hluti, sem eng- an dreymdi um áður. Góð heilbrigðisþjónusta er talin sjálfsögð og góð menntun fyr ir börn og unglinga, góðar samgöngur á landi, sjó og í lofti, raforka, sími, útvarp og sjónvarp, eru dæmi um grund vallaratriði nútíma lífshátta. Engum dettur lengur í hug að miða lífsafkomu við það eitt að hafa til hnífs og skeiðar. Þetta eru miklar breyting- ar á örfáum árum. Með þeim hafa jafnframt orðið gífur- legar þjóðfélagslegar breyting ar. Bilið á milli dreifbýlis og þéttbýlis hefur breikkað, þéttbýlinu mjög í vil. Segja má, að hinar nýju þarfir vel- ferðarþjóðfélagsins séu að- keyptar og þær kosta yfir- leitt langtum meira í dreif- býlinu en í þéttbýlinu, eða eru þar allskostar ófullnægj- andi. Öllum má hins vegar vera ljóst, að tryggja verður lands mönnum hvar sem þeir búa jafnan aðgang að hinum ýmsu grundvallarþörfum vel- ferðarþjóðfélagsins. Því leggj um við Framsóknarmenn á- herzlu á, að þjóðin í heild eigi að axla þær byrðar, sem því fylgir. Framhald á 2. síðu BJARNI GUÐBJÖRNSSON: Mikilvægasta málið Eitt mikilvægasta mál þeirrar ríkisstjórnar, sem mynduð verður eftir kosn- ingar verður landhelgismálið. Fyrir vestfirzk byggðarlög mun það tvímælalaust skipta sköpum um afkomu manna hér, hvernig þar verður á málum haldið. Ástæðan fyrir því að land- helgismálið er svo brennandi nú er fyrst og fremst hin geigvænlega hætta á ofveiði. Á undanförnum árum hafa skipin stækkað, þeim hefur fjölgað og eru nú búin full- komnari tækjum en áður. Viðhorfin hafa breyzt, ekki aðeins vegna íslenzkra skipa, heldur miklu frekar vegna sívaxandi ásóknar erlendra veiðiskipa. Með hliðsjón af þessum breyttu viðhorfum, og vegna vaxandi umræðna á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna voru allir flokkar sam- mála um að Alþingi þyrfti að gera nýja samþykkt í landhelgismálinu, þar sem 12 ár væru liðin frá síðustu út- færslu. Það er stundum sagt að við íslendingar eigum allir sameiginlegt markmið í land- helgismálinu. Við skulum vona að það sé rétt. Hitt er þó alveg Ijóst að uppi eru tvær ólíkar stefnur um það hvernig því markmiði skuli náð. Koma þessar ólíku stefn- ur skýrast fram í þeim til- lögum sem stjórnarandstæð- ingar annars vegar og ríkis- stjórnin hins vegar lögðu Bjarni Guðbjörnsson fram í lok síðasta Alþingis. Sú stefna sem felst í til- lögum stjórnarandstæðinga var fyrst mótuð með setn- ingu laganna um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins árið 1948. Þar er því slegið föstu að íslending- ar hafi rétt til að setja nauð- synlegar reglur og taka sér lögsögu til að vernda fiski- miðin innan takmarka land- grunnsins. Um þá stefnu sem í þessum lögum felst, voru allir flokkar í upphafi sam- mála. Þrívegis hafa á grund- velli þessara laga verið gefn- ar út reglugerðir, sem færðu einhliða út fiskveiðilögsög- Framhald á 2. síðu HALLDÖR KRISTJÁNSSON: Framfarir landsins alls Hversvegna skiptum við okkur af stjórnmálum og reynum að ráða úrslitum Al- þingiskosninga? Vegna þess, að eftir úrslit- um þeirra ráðast mörg mjög þýðingarmikil mál, sem varða okkur öll. Svipmót þjóðfé- lagsins fer að verulegu leyti eftir úrslitum Alþingiskosn- inga. Á næsta kjörtímabili kann að koma til ákvarðana Al- þingis um það, hvort ísland eigi að hverfa í Efnahags- bandalag Evrópu eða halda sjálfstæði sínu. Ég fyrir mitt leyti trúi því, að úrslit þessara Alþingis- kosninga geti verulega ráðið um það, hvort skipulega verði unnið að uppbyggingu at- vinnulífs á Vestfjörðum og þar með lagður traustur grundvöllur að því, að íbúum Vestfjarða fari fjölgandi en ekki fækkandi, svo sem verið hefur síðustu ár, og ekki verði látið sitja við það næsta kjörtímabil, eins og hið síð- ara, að gorta af Vestfjarðaá- ætlun, sem engin er til um atvinnumál. Við önnur tækifæri ræði ég megin mun á stefnu stjórn- málaflokka., En það eru mörg mál sem ekki eru flokksmál. Ég hef áður bent á hvernig ákvarð- anir Alþingis grípa inn í líf okkar allra, og nefnt í því sambandi mál, sem menn úr öllum flokkum hafa flutt. Hér vil ég minna á það t.d., Halldór Kristjánsson að Gísli heitinn Jónsson var á síðari þingmannsárum sín- um einna fremstur áhuga- manna um ráðstafanir til að hjálpa þeim, sem á einn og annan hátt stóðu höllum fæti og lifðu við tvísýnar horfur til að verða nýtir menn og sjálfbjarga, þó að hann kæmi þar ekki fram jafn miklu og hann vildi og þörf var á. Persónulega trúi ég því, að ríkisvaldið hafi að undan- förnu mjög vanrækt frjálsan uppeldislegan hugsjónafélags- skap unga fólksins, en slík- ur félagsskapur á sér svo stór kostlegt hlutverk, að það er eitt af örlagamálum þessarar Framhald á 2. síðu

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.