Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010
íþróttir
Sigur og tap Íslenska landsliðið í handbolta lagði Spán að velli á æfingamóti í Frakklandi en
tapaði fyrir ólympíumeistaraliði Frakka í úrslitaleik. Ólafur Guðmundsson lét verkin tala 2-3
Íþróttir
mbl.is
GUÐJÓN Valur Sigurðsson er rétt-
hentur hornamaður í íslenska landslið-
inu í handknattleik sem leikur í úr-
slitakeppni EM í Austurríki 19.-31.
janúar.
Guðjón er 30 ára, fæddur 8. ágúst
1979. Hann lék fyrst með A-landsliði
Íslands árið 1999 og hefur frá þeim
tíma spilað 225 A-landsleiki og skorað
í þeim 1.083 mörk. Guðjón hefur spilað
flesta leiki af Íslendingunum á EM,
hann hefur leikið á öllum mótum frá
2000, og er næstmarkahæstur með
115 mörk. Hann var í landsliðinu sem
fékk silfurverðlaunin á ÓL í Peking
2008.
Guðjón kom 16 ára í lið Gróttu tímabilið 1995-96 og lék með því í
tvö ár, síðan Gróttu/KR í eitt ár, en hann gekk til liðs við KA 1998
og lék þar í þrjú ár. Guðjón lék með Essen í Þýskalandi frá 2001 til
2005. Þá fór hann til Gummersbach og lék þar í þrjú ár en hefur frá
sumrinu 2008 verið leikmaður Rhein-Neckar Löwen.
FYRSTI LEIKUR ÍSLANDS Á EM Í AUSTURRÍKI ER Á MORGUN
Guðjón Valur Sigurðsson
Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
ENSKA blaðið Daily Star lét að því liggja í gær að enska
úrvalsdeildarliðið Burnley væri að undirbúa tilboð í Aron
Gunnarsson hjá Coventry City sem leikur í 1. deild.
Daily Star telur tilboðið hljóða upp á 194 milljónir króna
en Íslendingurinn Jóhannes Karl Guðjónsson er í her-
búðum Burnley. Brian Laws er nýtekinn við stjórn-
artaumunum hjá Burnley af Owen Coyle. Aron sagðist
ekki hafa fengið neitt inn á borð til sín vegna þessa þegar
Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann kann-
aðist þó við áhuga Burnley.
,,Umboðsmaður minn sagðist vita af áhuga Burnley
fyrir nokkru og þá var Owen Coyle við stjórnvölinn. Ég
hef ekkert heyrt af þessu eftir að Laws tók við. Hann
kom hins vegar frá Sheffield Wednesday og ég spilaði
tvívegis gegn þeim í fyrra. Ég vissi að Owen hafði áhuga
á því að fá mig og það gætu þá verið sömu njósnarar með
nýja þjálfaranum. En eins og ég segi þá hef ég ekkert
heyrt af þessu máli eftir að Owen fór til Bolton. Mamma
sýndi mér þetta bara á netinu áðan og ég veit því ekkert
meira,“ sagði Aron sem á eitt og hálft ár eftir af samningi
sínum við Coventry. Viðræður um framlengingu á þeim
samningi fóru í gang síðastliðið haust en sigldu í strand.
,,Ég hef ekkert heyrt frekar frá stjórnarformanninum og
það er allt stopp. Ég ákvað að einbeita mér að því að
koma mér aftur í form og ljúka tímabilinu almennilega.
Ég er kominn aftur í mjög gott form og er ekkert að
hugsa um samningsmálin hjá Coventry sem stendur. Ég
tek ákvörðun í sumar um hvað ég geri, þ.e. ef ekkert ger-
ist á meðan janúarglugginn er opinn. Maður veit aldrei
hvar maður endar í þessum fótbolta. Ef úrvalsdeildarlið
sýnir manni áhuga þá klárlega skoðar maður það.“
„Mamma sýndi mér
þetta bara á netinu“
GRÍÐARLEG keppni var á milli
bringusundskappanna Jakobs Jó-
hanns Sveinssonar og Norðmanns-
ins, Alexanders Dale Oen, í sund-
keppni alþjóðlegu
Reykjavíkurleikanna í Laugardals-
laug um helgina. Dale Oen, sem er
silfurverðlaunahafi frá Ólympíu-
leikunum, hafði betur í einvígi við
Íslandsmethafann í 50 og 100 m
bringusundi. Jakob Jóhann náði
fram hefndum í 200 m bringusundi
í gær við mikinn fögnuð á fínum
tíma, 2.16,84 mínútum.
Þrjú mótsmet féllu um helgina.
Hrafnhildur Lútersdóttir setti tvö
þeirra. Fyrst í 50 m bringusundi á
32,59 sekúndum og svo í 100 m
bringusundi 1.11,09 mínútum.
Eygló Ósk Gústafsdóttir setti þriðja
mótsmetið þegar hún kom í mark í
200 m baksundi á 2.21,95.
Yfir 250 keppendur tóku þátt í
sundkeppni leikanna, þar af yfir 90
erlendir keppendur.
Í lok voru veitt peningaverðlaun
fyrir 5 stigahæstu afrekin á mótinu.
Jakob Jóhann vann annað besta af-
rek mótsins og fékk að launum 700
evrur. iben@mbl.is
Jakob Jóhann
vann silfur-
hafa frá ÓL
Sigursæll Jakob Jóhann Sveinsson
gaf ekkert eftir í sundkeppni helg-
arinnar.
HART var barist í júdókeppninni á alþjóðlega
íþróttamótinu Reykjavík International Games
sem fram fór um helgina í Laugardalnum.
Júdósamband Íslands hélt afmælismót sam-
hliða alþjóðlega mótinu og á myndinni eigast þeir
voru 300 erlendir keppendur. Þetta er í þriðja
sinn sem keppnin fer fram og virðist mótið hafa
fest sig í sessi.
Keppnisgreinarnar eru 10 alls og á bls. 4-5 er að
finna myndasyrpu frá keppninni. »4-5
Jón Þór Þórarinsson og Kristján Jónsson við í úr-
slitum í -73 kg flokki karla. Þar hafði Jón Þór bet-
ur. Ármenningar fengu flest gullverðlaun í júdó-
keppninni eða átta alls.
Um 2.000 keppendur tóku þátt í mótinu, þar af
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jón Þór Þórarinsson hafði betur í úrslitaviðureigninni