Morgunblaðið - 18.01.2010, Page 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010
BERGLIND Íris Hansdóttir, mark-
vörður Vals og íslenska landsliðsins
í handknattleik, átti enn einn stór-
leikinn með liði sínu þegar Valur
hélt sigurgöngu sinni áfram með
stórsigri á FH, 32:17, í N1-deild
kvenna heimavelli sínum. Berglind
Íris varði 23 skot, þar af þrjú víta-
köst og lokaði markinu á köflum í
leiknum.
Staðan í hálfleik var 12:6, Val í
sem vann með sinn 12. sigur í deild-
inni í vetur. Valur hefur ekki tapað
leik í deildinni en hefur komist næst
í tveimur jafnteflisleikjum. Valur
hefur þar með þriggja stiga forskot
á Fram í efsta sæti deildarinnar.
Hrafnhildur Skúladóttir og Íris
Ásta Pétursdóttir léku ekki með
Valsliðinu að þessu sinni vegna
meiðsla. Hrafnhildur hefur lengi
glímt við eymsli í hásinum og var
ákveðið af þeim sökum að gefa
stórskyttunni frí að þessu sinni.
Íris Ásta er meidd í hné en ekki
er talið að það sé alvarlegt.
Ágústa Edda Björnsdóttir átti
fínan leik í liði Vals og skoraði 10
mörk. iben@mbl.is
Berglind Íris
varði 23 skot
STÓRSKYTTAN Ramune Pek-
arskyte hefur ákveðið að söðla um
að loknu yfirstandandi keppn-
istímabili og ganga til liðs við
norska úrvalsdeildarliðið Levanger
sem Ágúst Jóhannsson þjálfar.
Pekarskyte, sem er frá Litháen,
hefur leikið í tæp sjö ár með hand-
knattleiksliði Hauka við afar góðan
orðstír og verið einn máttarstólpa
liðsins. Hún mun hafa greint sam-
herjum sínum í Haukum frá vænt-
anlegum vistaskiptum eftir við-
ureign Fram og Hauka í
N1-deildinni á síðasta laugardag.
Pekarskyte, sem á að baki
nokkra tugi landsleiki fyrir Lithá-
en, hefur samþykkt tveggja ára
samning við Levanger og verður
opinberlega greint frá samn-
ingnum í Noregi í dag.
Levanger situr nú í áttunda sæti
af tólf liðum norsku úrvalsdeild-
arinnar með átta stig að loknum tíu
leikjum. Liðið ætlar sér að komast
upp úr botnbaráttunni á næstu leik-
tíð undir stjórn Ágústs sem nýverið
skrifaði undir nýjan þriggja ára
samning við félagið.
Rakel Dögg Bragadóttir gekk til
liðs við Levanger í nóvember og
hefur leikið vel með liðinu.
iben@mbl.is
Pekarskyte til
Levanger
STJARNARN heldur þriðja sætinu
örugglega eftir stórsigur á KA/
Þór, 36:22, í Mýrinni á laugardag.
Heimaliðið var sex mörkum yfir í
hálfleik, 19:13.
Eftir leikinn er Stjarnan fjórum
stigum á eftir Fram sem situr í öðru
sæti en Garðbæingar eiga tvo leiki
til góða sem frestað var fyrir ára-
mót vegna þátttöku Florentinu
Stanciu í heimsmeistaramótinu í
handknattleik með landsliði Rúm-
eníu.
Stanciu, nýkrýndur íþróttamað-
ur Garðabæjar, átti að vanda góðan
leik í marki Stjörnunnar. Hún varði
19 skot en lék ekki allan leiktímann
og Sólveig Lára Ásmundardóttir
leysti hana af síðustu mínútur leiks-
ins. Hún varði þrjú skot.
Alina Tamasan skoraði hvorki
fleiri né færri en 13 mörk fyrir
Stjörnuna.
KA/Þór var aðeins með 10 leik-
menn á skýrslu að þessu sinni.
Tamasan
með 13 mörk
FRAM-liðið virtist ekkert sakna þjálfara síns,
Einars Jónssonar, að þessu sinni. Hann tók úr
leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald undir
lok viðureigna Stjörnunnar og Fram í fyrstu
umferð á nýju ári.
Í fjarveru Einars stýrði Guðríður Guðjóns-
dóttir, aðstoðarþjálfari Fram, liðinu og mætti
þar með yngstu systur sinni og mági, Díönu
Guðjónsdóttur og Ægi Erni Sigurgeirssyni, en
þau þjálfara Haukaliðið. Guðríður hrósaði sigri.
Fram hafði forystu í leiknum frá upphafi til
enda og virðist ekkert ætla að gefa eftir í
keppninni um efstu sæti deildarinnar. Eftir
sigurinn er Fram eftir sem áður þremur stig-
um á eftir toppliði Vals.
Toppbaráttan í N1-deild kvenna virðist ætla
að vera kapphlaup þriggja liða; Vals, Fram og
Stjörnunnar. Eftir tapið fyrir Fram á laug-
ardag virðast Haukar, sem voru deildarmeist-
arar á síðustu leiktíð, smátt og smátt að drag-
ast aftur úr toppliðunum. Framundan er slagur
hjá Haukaliðinu við að halda fjórða sætinu og
komast þar með í úrslitakeppnina. FH og
Fylkir sækja fast að Haukum og m.a. munar
aðeins tveimur stigum á grannaliðunum í
Hafnarfirði. iben@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Átök Pavla Nevarilova, leikmaður Fram, skoraði 4 mörk gegn Haukum og hún var ekki alltaf sátt við varnarmenn Hauka sem taka hér fast á Pövlu.
Guðríður hafði betur
Fimmta tap Hauka staðreynd og framundan hörð barátta um fjórða sætið
Karen Knútsdóttir átti stórleik með Fram þegar lið-
ið vann 11 marka sigur á Haukum, 32:21, á heima-
velli, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálf-
leik, 15:10. Karen skoraði 12 mörk og réðu leikmenn
Hauka ekkert við hana.
„VARNARLEIKURINN var lengst af betri að þessu sinni en hann hefur
verið til þessa á undirbúningstímanum,“ sagði Guðmundur Þórður Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir að íslenska landsliðið
vann það spænska, 30:27, á æfingamóti í Bercy-höllinni í Frakklandi á
laugardaginn.
„Við áttum í erfiðleikum með vörnina fyrstu tíu mínútur leiksins en síðan
batnaði hún verulega. Þá var markvarslan mjög góð. Björgvin Páll varði
21 skot, þar af 14 í síðari hálfleik.
Sóknarleikurinn gekk vel lengstum en það komu kaflar þar sem við vor-
um fullstaðir í sókninni og boltinn var ekki á nógu mikilli hreyfingu. Fyrir
vikið náðu Spánverjar að neyða okkur á tíðum í að skjóta úr slökum fær-
um. En að öðru leyti gekk sóknarleikurinn vel og hraðaupphlaupin í fyrri
hálfleik voru mjög góð,“ sagði Guðmundur. Hann var óánægður með
hversu oft íslensku leikmennirnir létu reka sig út af en alls voru þeir utan
vallar í 16 mínútur. „Það er eitthvað sem við verðum að skoða,“ sagði Guð-
mundur sem var að vonum ánægður með sigurinn.
Íslenska landsliðið hafði forystu allan leikinn og náðu Spánverjar aðeins
að jafna metin í nokkur skipti, síðast 19:19, þegar um 12 mínútur voru liðn-
ar af síðari hálfleik. Mest náði Ísland fimm marka forskoti, 28:23.
Frakkar unnu stórsigur á Brasilíu á sama móti síðar á laugardaginn,
37:20. Sex marka munur var á liðunum í hálfleik, 18:12.
Daniel Narcisse lék með Frökkum á nýjan leik en hann hefur verið frá
keppni í rúman mánuð vegna meiðsla. Narcisse skoraði fimm mörk eins og
Nikola Karabatic. Guillaume Joli var markahæstur Frakka með sex mörk.
Xavier Barachet og Sebastian Ostertang skoruðu fjögur mörk hvor.
Morgunblaðið/Kristinn
Sterkur Vignir Svavarsson er ávallt
fastur fyrir í íslensku vörninni.
Framfaramerki á varnarleik Íslands í sigri á Spáni
Bercy-höllin í París, fjögurra þjóða æf-
ingamót laugardaginn 16. janúar
2010.
Gangur leiksins: 1:0, 2.2, 4:2, 8:5,
8:7, 10:7, 11:10, 12:12, 14:12, 15.12,
18:15, 18:18, 22:19, 22:21, 26:22,
28:26, 30:27.
Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðs-
son 6, Ólafur Stefánsson 5/1, Róbert
Gunnarsson 5, Snorri Steinn Guð-
jónsson 5/3, Alexander Petersson 3,
Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Sverre
Jakobsson 2, Arnór Atlason 1, Ingi-
mundur Ingimundarson, 1. Hreiðar
Guðmundsson, Logi Geirsson, Vignir
Svavarsson, Ólafur Guðmundsson og
Sturla Ásgeirsson voru einnig á leik-
skýrslu.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson
19.
Utan vallar: 16 mínútur, þar af fékk
Ingimundur rautt spjald við þriðju
brottvísun á 56. mínútu.
Mörk Spánar: Juan Garcia 6, Cristian
Malmagro 5, Iker Romero 3, Chema
Rodríguez 3, Alberto Enterríos 2, Edu-
ardo Gurbindo 2, Viktor Tomás 2, Raúl
Enterríos 2, Julien Aguinagalde 2.
Varin skot: Arpad Sterpik 18 skot.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: D. Reibel og T. Dentz frá
Frakklandi.
Ísland – Spánn 30:27
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.