Morgunblaðið - 18.01.2010, Síða 7

Morgunblaðið - 18.01.2010, Síða 7
Íþróttir 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 LEIKMENN Lundúnaliðsins Arsenal fögn- uðu endurkomu Cesc Fabregas með 2:0-sigri á Bolton á útivelli í gær. Þrátt fyrir ungan aldur er Spánverjinn Fabregas hjartað og heilinn í leik Arsenal og hann lét ekki sitt eftir liggja gegn Bolton. Fabregas skoraði fyrra mark Arsenal á 28. mínútu eftir þríhyrningsspil við Andrei Arshavin og hefur fyrirliðinn nú skorað 13 mörk á leiktíðinni. Síðara mark Arsenal kom sextíu mínútum síðar og það skoraði vara- maðurinn Fran Merida eftir undirbúning Edu- ardos. Arsenal nartar í hæla Chelsea og Manchest- er United í titilbaráttunni. Arsenal er með 45 stig í 3. sæti deildarinnar, þremur stigum á eft- ir Chelsea og tveimur á eft- ir United, en þau eiga þó leik til góða á Arsenal. Owen Coyle stýrði Bolt- on í fyrsta skipti en hann var áður knattspyrnustjóri hjá Burnley. Coyle tefldi Grétari Rafni Steinssyni fram í stöðu hægri bakvarð- ar og lék Grétar allan leik- inn. Bolton er í stökustu vandræðum í 19. og næst- neðsta sæti deildarinnar með aðeins 18 stig en á reyndar 1-2 leiki til góða á keppinauta sína og getur því lagað stöðu sína. kris@mbl.is Viðeigandi endurkoma hjá Fabregas Cesc Fabregas EIÐUR Smári Guðjohnsen átti góða innkomu í seinni hálfleik þegar Mónakó lagði Sochaux, 2:0, í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöld. Eiði var skipt inn á á 58. mínútu í stöðunni 0:0 og átti þátt í öðru marki liðsins. Nene skoraði bæði mörk Mónakó á síðustu sjö mínútum leiksins. Eiður átti sinn þátt í öðru markinu en hann átti sendingu á vara- manninn Yannick Sagbo sem gaf á Nene og Brasilíumaðurinn skoraði af stuttu færi. Eiður átti fínt færi í stöðunni 0:0 en hann skot hans var úr erfiðri stöðu og fór boltinn rétt framhjá markinu. Landsliðsframherjinn á enn eftir að opna markareikning sinn í deildarkeppninni með franska liðinu, en hann skoraði í vítaspyrnu- keppnni í bikarleik á dög- unum. Eiður Smári hafði ekk- ert komið við sögu í síðustu fjórum deildarleikjum eða frá því um miðjan desem- ber. Mónakó vann Mont- pellier á heimavelli, 4:0 í síðasta deildarleik en liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 33 stig. Næsti leikur Mónakó-liðsins er gegn Paris SG á útivelli hinn 20. janúar. Eiður fékk tækifæri með Mónakó Eiður Smári Guðjohnsen LIVERPOOL er sem stendur í 7. sæti deildarinnar en er þó ekki nema 4 stigum frá 4. sætinu þrátt fyrir allt. Úr því sem komið er hlýtur það að vera markmiðið hjá Liverpool að ná 4. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu sem kunn- ugt er. Ekki er þó margt sem bendir til þess að Liverpool takist það ætl- unarverk því liðið hefur aðeins unnið 10 deildarleiki af 21. Til þess að bæta gráu ofan á svart er liðið úr leik í Meistaradeildinni þar sem Liv- erpool hefur átt ágætu gengi að fagna á undanförnum árum. Benítez ánægður Sjálfsagt hefðu mörg önnur félög sparkað knattspyrnustjóranum við þessar kringumstæður en Liverpool hefur ekki verið þekkt fyrir slíkar aðgerðir í glæsilegri sögu félagsins. Eftir allt sem á undan er gengið var Benítez nokkuð ánægður með frammistöðuna gegn Stoke þegar BBC ræddi við hann. ,,Leikurinn var harður og mjög erfiður. Við lögðum okkur virkilega fram og sýndum góðan karakter. Margir leikmanna minna eru ekki leikfærir og þeir sem voru inni á vellinum leystu sitt hlutverk vel af hendi,“ sagði Benítez sem vísaði þar til þess að á sjúkralistanum hjá Liverpool eru ekki ómerkari menn en Fern- ando Torres og Steven Gerrard. Ekki er hægt að segja að heppnin hafi verið með lærisveinum Benítez í leiknum. Grikkinn Sotirios Kyrgia- kos kom Liverpool yfir snemma í seinni hálfleik en undir lok leiksins jafnaði Robert Huth metin fyrir Stoke. Á lokasekúndunum munaði engu að Liverpool skoraði sig- urmarkið en skalli Dirk Kuyt fór í stöngina. Auk þess hefði Liverpool átt með réttu að fá dæmda víta- spyrnu þegar brotið var á Lucas Leiva á 25. mínútu en dómarinn Lee Mason vildi meina að Lucas hefði látið sig falla og gaf honum gult spjald fyrir leikaraskap. Benítez var blóðillur vegna þessa. ,,Allir gátu séð að við áttum að fá tvær vítaspyrnur í leiknum. Maður veit að því verður ekki breytt héðan af en þegar um svo augljós atvik er að ræða verður maður ögn hissa. Ég er á því að í báðum tilfellum hefðum við átt að fá vítaspyrnu,“ sagði Bení- tez ennfremur. Spurður um hvort hann væri að ganga í gegnum erf- iðasta tímabil á sínum ferli sem knattspyrnustjóri, gaf hann ekkert út á það en sagði að stuðningsmenn- irnir stæðu á bak við liðið og það væri mikilvægt. Jóhannes á Old Trafford Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson fékk að spreyta sig á hinum fornfræga heimavelli Eng- landsmeistaranna, Old Trafford í viðureign Manchester United og Burnley. Jóhannes kom inn á sem varamaður í liði Burnley á 73. mín- útu en það var þó ekki ferð til fjár því Burnley tapaði 0:3. Helst bar til tíðinda að Senegalinn ungi Mame Biram Diouf skoraði sitt fyrsta mark fyrir Rauðu djöflana. Wayne Rooney var einnig á skotskónum og er þar með orðinn markahæstur í deildinni með 15 mörk, einu á undan Didier Drogba, Jermain Defoe og Darren Bent. kris@mbl.is Berst fyrir starfi sínu  Benítez horfði á björtu hliðarnar eftir jafnteflið gegn Stoke Gat þó ekki stillt sig um að gagnrýna dómgæsluna  Rooney orðinn markahæstur með 15 mörk Reuters Nefrennsli Þeir voru ekki upplitsdjarfir í kuldanum í Stoke on Trent, Rafa Benítez og Sammy Lee. Í HNOTSKURN » Rafa Benítez er ekki í öf-undsverðu hlutverki um þessar mundir. Stórveldinu Liv- erpool gengur illa á öllum víg- stöðvum auk þess sem Torres og Gerrard eru á sjúkralist- anum. » Jóhannes Karl Guðjónssonkom við sögu á Old Traf- ford en þurfti að sætta sig við tap gegn meisturunum í United. Ógæfu Liverpool verður allt að vopni um þessar mundir en á laugardaginn mistókst liðinu að leggja Íslandsvin- ina í Stoke City að velli á Britannia- leikvanginum. Spænski knatt- spyrnustjórinn Rafa Benítez þurfti sárlega á sigri að halda til þess að létta pressunni af sér en verulega hefur hitnað undir honum á þessari leiktíð. Benítez reyndi þó að horfa á björtu hliðarnar, eins og Stormskerið gerði hér um árið, og sagði leikmenn sína hafa staðið sig mjög vel miðað við aðstæður. Hólmar ÖrnEyjólfsson, miðvörðurinn sem West Ham lánaði á dögunum til Roeselare í Belgíu, fór beint í byrjunarlið fé- lagsins sem tók á móti Mechelen á laugardag. Roeselare beið lægri hlut í leikn- um, 1:2, og fékk á sig úrslitamark undir lok leiksins. Hólmar lék allan tímann í stöðu miðvarðar en Bjarna Þór Viðarssyni var skipt af velli um miðjan síðari hálfleik. Hólmar er 19 ára gamall og hefur verið í her- búðum West Ham frá miðju sumri 2008 en félagið keypti hann þá af HK.    EyjamaðurinnGunnar Heiðar Þorvalds- son var í byrj- unarliði Reading í fyrsta skipti þegar liðið tapaði fyrir Nottingham Forest á útivelli, 1:2, í gær. Gunn- ar var tvívegis aðgangsharður upp við mark Forest í leiknum. Ívar Ingimarsson var einnig í byrj- unarliði Reading en Brynjar Gunn- arsson kom inn á sem varamaður. Fjórði Íslendingurinn, Gylfi Sig- urðsson, kom ekki við sögu en hann á við smávægileg meiðsli að stríða. Reading er í bullandi fallbaráttu í ensku 1. deildinni en Forest er hins vegar í 2. sæti.    David Moyes, knattspyrnustjóriEverton, sendi Manchester City tóninn í leikskrá Everton fyrir leik liðanna á laugardaginn. Moyes gerði kaup City á varnarmanninum Joleon Lescott frá Everton að um- talsefni og sagði framferði forráða- manna City hafa einkennst af smekkleysi. Everton sigraði, 2:0, og að leiknum loknum sagði Moyes sig- urinn hafa verið afar sætan þar sem City var fórnarlambið. ,,Ég held að maður njóti sigranna enn betur þeg- ar manni finnst maður hafa verið órétti beittur,“ sagði Moyes.    Heiðar Helgu-son skoraði sitt sjötta mark fyrir Watford á leiktíðinni þegar liðið tapaði fyrir Doncaster, 2:1, í ensku 1. deild- inni. Heiðar skor- aði úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins.    Emil Hallfreðsson skoraði einnigfyrir Barnsley gegn Sheffield Wednesday en það dugði ekki til því Barnsley tapaði á heimavelli, 1:2. Var þetta fyrsti sigur Wednesday í 12 leikjum. Markið var allsérstakt samkvæmt enskum netmiðlum og skoraði Emil utan af kanti. Fólk sport@mbl.is CHELSEA situr í toppsæti ensku úrvalsdeild- arinnar og undirstrikaði það með viðeigandi hætti á laugardaginn. Liðið fékk þá Sunderland í heimsókn á Stamford Bridge og bauð upp á mikla marka- veislu sem endaði í níu mörkum. Þeim var heldur ójafnt skipt því Chelsea vann stórsigur, 7:2. Heima- menn léku gestina sundur og saman í fyrri hálfleik og höfðu yfir, 4:0, að honum loknum. Nicolas Anelka og Frank Lampard skoruðu tvö mörk hvor, en Michael Ballack, Florent Malouda og Ashley Cole skoruðu sitt markið hver fyrir Chelsea. Boudewijn Zenden og Darren Bent skoruðu mörk Sunderland í leiknum. Ítalski knattspyrnustjórinn hjá Chelsea, Carlo Ancelotti, hélt vart vatni yfir frammistöðu sinna manna þeg- ar úrslitin lágu fyrir. ,,Ég er ánægður því frammi- staða okkar var stórbrotin. Lík- lega okkar besta frammistaða á leiktíðinni. Við lékum mjög vel og leikmennirnir voru mjög hreyfanlegir. Blaðamenn hafa rætt og ritað mikið um afrísku leikmennina okkar sem eru að leika í Afríkukeppninni en við sýndum að við getum leikið mjög vel án þeirra. Þetta var góð stund fyrir okkur. Við höfum æft gríðarlega vel og leikmenn eru í góðu ásigkomulagi,“ sagði Ancelotti í viðtali á BBC að leiknum loknum. Hann hafði efni á því að kippa þeim John Terry og Ashley Cole út af í hálfleik og sagðist hafa gert það í varúðarskyni þar sem þeir ættu við smávægileg meiðsli að stríða. ,,Það er í lagi með þá en þetta var gert í varúðarskyni. John á í vandræðum með bakmeiðsli og Ashley fékk högg á ökklann,“ sagði Ancelotti. Kollegi hans hjá Sunder- land, Steve Bruce, er sérfræðingur í varnarleik og á því ekki að venjast að fá á sig sjö mörk. ,,Það er engin ástæða til að fara í kringum þá staðreynd að við fengum duglegt spark í rassinn,“ sagði Bruce meðal annars við blaðamenn. kris@mbl.is ,,Líklega okkar besta frammistaða“  Chelsea sýndi meistaratakta og skoraði sjö mörk gegn Sunderland Carlo Ancelotti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.