Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 1
Stórt knús Kærleiksvikan í Mosfellsbæ hófst í gær með tilraun til heims- mets í hópknúsi að viðstöddum fulltrúum frá Heimsmetabók Guinness. Til- raunin tókst ekki í þetta skiptið en Íslandsmet var þó slegið þegar 370 manns föðmuðust. Markmið vikunnar er að hver einasti íbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi hann af sér, til dæmis með hrósi, faðmi eða brosi. Þetta er í fyrsta skipti sem staðið er fyrir Kærleiksvikunni. Morgunblaðið/Heiddi M Á N U D A G U R 1 5. F E B R Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 37. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF BJÓ TIL TAROT- SPIL NORÐURSINS «MENNINGFÓLK Guðs gjöf til Söru frænku 6 Eftir Skúla Á. Sigurðsson og Sigurð Boga Sævarsson TVEIR nýlegir héraðsdómar vísa hvor í sína átt um lögmæti gengistryggingu lána og er þess beðið að Hæstiréttur skeri úr málinu. Fyrri dómurinn féll í desember og er reiknað með að málið komi fyrir Hæstarétt í vikunni. Niðurstaða dómsins var að gengistrygging myntkörfulána væri heimil þar sem þau væru í raun lán í erlendum gjaldmiðli. Hinn síðari féll 12. febrúar og verður áfrýjað að sögn forsvars- manns Lýsingar sem tapaði málinu. Þar voru óskýr ákvæði samnings skýrð lánveitanda í óhag og leiddi það til þess að gengistrygging taldist ólögmæt. Mikilvægt að eyða réttaróvissunni „[Það] er alveg dæmalaust að svona nokkuð geti gerst, það er að lánveitingar fjármögn- unarfyrirtækja séu ekki byggðar á traustum lagaheimildum,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra um málið. Hann segir mjög mikilvægt að skorið verði úr allri rétt- ur að kveða upp sinn dóm. Verði hann fjár- mögnunarfyrirtækjunum óhagfelldur býst hann við að höfðuð verði sambærileg mál á hendur bönkunum. Eyvindur G. Gunnarsson, lektor við laga- deild Háskóla Íslands, segir verðtryggingu ólögmæta og bendir á fordæmi Hæstaréttar um það. Hann segist furða sig á að myntkörfu- lán hafi viðgengist hér óáreitt af hálfu stjórn- valda. aróvissu um lögmæti gengistryggingarinnar. Að sögn Gylfa Magnússonar viðskiptaráð- herra er ekki tímabært að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna málsins. Fyrst verði Hæstirétt- „Dæmalaust að svona nokkuð geti gerst“  Óvissa um lögmæti gengistryggðra lána  Gengistrygging lána ólögmæt að mati lektors við lagadeild Háskóla Íslands  Stjórnvöld bíða endanlegs dóms Hæstaréttar Íslands í málinu » Samningar sagðir óskýrir » Báðum dómunum áfrýjað » Búist við fleiri málum  Myntkörfur í Hæstarétt | 4 Á ÞRIÐJA hundrað björgunarsveit- armanna leitaði í gærkvöldi og nótt á Langjökli að vélsleðafólki; konu og unglingi, við mjög erfiðar aðstæður. Fólkið var samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í hópi vélsleða- manna á vegum ferðaþjónustufyrir- tækis og varð viðskila við samferða- menn sína síðdegis. Fólkið var ágætlega búið til útiveru. Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan 17.30. Sleða- og snjó- bílaflokkar sveitanna á höfuðborgar- svæðinu fóru af stað og einnig voru allar sveitir á Suðurlandi kallaðar út. Á tólfta tímanum í gærkvöldi voru nærri 300 björgunarsveitarmenn víða af landinu komnir á vettvang. Leitarsvæðið á jöklinum liggur upp frá Skálpanesi, sem er nærri Bláfellshálsi á Kjalvegi sunnanverð- um. Þar hafði í gærkvöldi verið kom- ið upp miðstöð þar sem aðgerðum á vettvangi er stýrt í náinni samvinnu við svæðisstjórn björgunarsveitar á Suðurlandi. Sprungur og svelgir í jöklinum „Skyggnið á jöklinum er sáralítið; éljagangur og vindur fór í kvöld upp í tuttugu metra á sekúndu þegar mest var. Núna einbeitum við okkur að leit með snjóbílum og stærri farar- tækjum. Við þær aðstæður sem nú eru á jöklinum, sprungur og svelgir, þá forðumst við að senda vélsleða- menn þangað upp í náttmyrkrinu. Ef veður gengur niður í fyrramálið munum við hins vegar senda vélsleða af stað, ef þess þarf,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsinga- fulltrúi Slysavarnafélagsins Lands- bjargar í samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöldi. Þyrla Landhelg- isgæslunnar var notuð við leitina í gær og til stóð að hún færi aftur á vettvang með morgninum. sbs@mbl.is Tveggja vélsleðamanna leitað á Langjökli í nótt  Allsherjarútkall  Um 300 við leit  Skyggnið sáralítið Leit á Langjökli Bláfell Kj alv eg ur Þórisjökull Geitlandsjökull L AN GJ ÖK UL L Hrútfell Eiríksjökull Húsafell Hveravellir 10 km Hvítárvatn Skálpanes  Terry McGuire, formaður sam- taka bandarískra áhættufjárfesta, hefur lagt fé í Íslenska erfðagrein- ingu í annað sinn. Hann segir að Ísland sé frjór jarðvegur fyrir áhættufjárfestingar og sum bestu fyrirtækin hafi sprottið upp úr erf- iðu ástandi. Ríkisstjórnin gæti þó gert landið meira aðlaðandi fyrir fjárfesta, til dæmis í sambandi við skatta. „Ég held að Ísland sé ekki brennimerkt í augum áhættu- fjárfesta, Ísland varð harkalega úti í efnahagshremmingunum, en það urðu aðrir líka og ég held að það sé vilji til að fara að byggja upp í stað þess að horfa í baksýnis- spegilinn.“ »12 Ísland ekki brennimerkt segir áhættufjárfestir  Útflutnings- tekjur álveranna þriggja á sein- asta ári jafngilda nálægt 177 millj- örðum kr. Spáð er auknum sölu- tekjum áliðj- unnar í ár og þær verði um 200 milljarðar. Tekjur álversins í Straumsvík á árinu 2009 voru 355,8 milljónir dollara sem svarar til 43,98 milljarða kr. Útflutningur Norðuráls skilaði 58-59 milljörðum og hjá Alcoa Fjarðaáli jafngilda tekjurnar um 74 milljörðum. »16 Álið skilaði 177 milljarða útflutningstekjum í fyrra  „ÞAÐ er greinilegt að áhuginn hjá ríkisstjórninni þarf að breytast mikið til að eitthvað gerist í þessu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins. Rætt var í haust um að hefja viðræður um nýtt fyrirkomulag at- vinnuleysistrygginga en þær eru ekki hafnar við ríkisstjórnina. ASÍ hefur mótað tillögur sem kynntar voru í miðstjórn í seinustu viku. »10 Áhugi ríkisstjórnar þarf að breytast til að eitthvað gerist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.