Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 ✝ Rut Magnússon (f.Ruth Little) söng- kona fæddist í Carlise á Englandi 31. júlí 1935. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfararnótt 7. febrúar sl. Foreldrar Rutar voru James Little bókari og Jenny Little kennari. Eft- irlifandi bræður Rut- ar eru David, fyrrv. fræðslustjóri, og Andrew, fyrrv. skóla- stjóri, báðir búsettir á Englandi. Hinn 5. sept. 1963 giftist Rut Jós- ef Magnússyni flautuleikara, f. 1933. Foreldrar hans voru Ingi- björg Vilhjálmsdóttir húsmóðir, f. 1912, d. 2005, og Magnús Jósefsson sýningarstjóri, f. 1911, d. 1994. Synir Rutar og Jósefs eru: 1) Magnús, f. 1966. Maki hans er Sig- ríður Guðsteinsdóttir, f. 1962. Börn Sigríðar eru Rósa Birgitta, f. 1979, Guðsteinn Þór, f. 1984, Sigurður ingi margra af stórverkum tónbók- menntanna hér á landi. Hún frum- flutti einnig fjölda nýrra verka eftir íslensk tónskáld. Hún vann mikið með Kammersveit Reykja- víkur við flutning á íslenskum og erlendum verkum, svo sem Pierrot lunaire eftir Schönberg. Á óp- erusviðinu birtist hún í hlutverki Carmen eftir Bizet, í Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson og í Silki- trommunni eftir Atla Heimi Sveins- son. Frá upphafi sinnti Rut söng- kennslu m.a. í Söngskólanum og lengst af í Tónlistarskólanum í Reykjavík eða þar til hún lét af störfum árið 2003. Rut sinnti mörg- um öðrum störfum á tónlistarsvið- inu. Hún tók m.a. þátt í stofnun Samtaka um byggingu tónlistar- húss 1983 og stýrði starfseminni til 1993. Hún var framkvæmdastjóri Listahátíðar þrisvar sinnum og um skeið framkvæmdastjóri Sinfón- íuhljómsveitar æskunnar. Rut var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1993. Útför Rutar Magnússon fer fram frá Langholtskirkju í Reykjavík í dag, mánudaginn 15. febrúar, og hefst athöfnin kl. 13. Þengill, f. 1990, d. 2000, Nína Björk, f. 1991, og Ívar Rósin- krans, f. 1994. 2) Ás- grímur, f. 1969. Maki hans er Braghildur Sif Matthíasdóttir, f. 1970. Synir þeirra eru Jósef Ari, f. 1994, og Matthías Vil- hjálmur, f. 1999. Rut Magnússon ólst upp í Carlise á Eng- landi. Hún fluttist til London árið 1954 og hóf nám í læknisfræði en sótti söngtíma jafnframt. Ári seinna náði söngurinn yfirhöndinni og hún brautskráðist með kennara- og einsöngvarapróf frá Guildhall School of Music and Drama árið 1959. Eftir glæstan söngferil í Bretlandi fluttist hún til Íslands ár- ið 1966 og hóf þátttöku í tónlistar- lífinu hér. Hún hélt fyrstu tónleika sína á Íslandi á vegum Tónlistarfélagsins árið 1963, og tók þátt í frumflutn- Það var talsverður viðburður í fjölskyldu minni árið 1966 þegar þau Rut Magnússon og Jósef bróðir minn fluttust til Íslands frá Englandi, en þau höfðu kynnst á námsárum sínum þar ytra. Nú hefur mágkona mín kvatt þetta jarðlíf eftir langt og farsælt starf hér á landi. Vil ég minnast hennar fáeinum orðum. Rut var glæsileg kona og það sópaði að henni. Hún var frábær söngkona og hafði getið sér gott orð á þeim vettvangi í Englandi áður en hún kom hingað. Hún lét fljótlega að sér kveða í tónlistarlíf- inu hér á landi. Á rúmlega 40 ára starfsferli kom hún víða við og reyndist geysilega afkastamikil. Meðal annars tók hún þátt í flutn- ingi á stórverkum tónlistarinnar, söng í óperum, stjórnaði kórum og hafði á hendi söngkennslu. Störf- um sínum sinnti hún af metnaði og dæmafárri vandvirkni. Með henni brann hugsjónaeldur fyrir hönd tónlistarlífs á Íslandi. Ég veit að aðrir munu gera starfsferli Rutar nánari skil, en ég vík hér að kynn- um mínum af henni. Rut var vel gerð manneskja á allan hátt. Hún var fjölhæf og ákaflega atorkusöm, henni féll naumast verk úr hendi. Allt vildi hún leysa frábærlega vel af hendi. Mátti þá einu gilda hvort um var að ræða jólaboð fyrir fjölskylduna (sem var fastur liður um árabil), handavinnu til að prýða heimilið eða föndur að enskum sið við fal- legan jólapakka sem hún hugðist senda vinum. Hún hafði mikið yndi af blómum og garðrækt, hvort heldur var við heimili hennar eða við sumarbú- stað þeirra hjóna í Kjósinni. Með barnslegri gleði gat hún sýnt mér örsmáan sprota eða nýútsprunginn blómhnapp. Allt þetta þekkti hún til hlítar og var sem uppflettirit í þessum greinum. Rut hafði yndi af ljóðum. Hún átti það til að lesa fyrir mig ljóð eftir ensku skáldin gömlu og gat þá orðið dreymin. Er þetta ekki fallegt, sagði hún þá. Hún þýddi íslensk ljóð á ensku og ensk ljóð á íslensku sem hún og nemendur hennar sungu. Hún var traustur vinur. Til hennar var ávallt gott að leita. Brosið var hýrt og alltaf stutt í húmorinn fyrir tilverunni eða sjálfri sér. Hún var höfðingi heim að sækja, veitul húsfreyja, óspör að gefa af sjálfri sér og lagði iðu- lega góðum málstað lið án þess að krefjast umbunar. Rut átti við þungbær veikindi að stríða síðustu árin, en þau umbar hún með æðruleysi þó að þau heftu vissulega athafnaþrána. Það var sárt til þess að hugsa að hún gat ekki notið útiveru þessi síðustu ár. Nú er Rut horfin á braut, en eftir situr ljúf minning um einstaka manneskju sem auðgaði líf okkar með nærveru sinni. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég kæra mágkonu í hinsta sinn og bið henni guðs blessunar. Guðríður Helga Magnúsdóttir. Það uxu rósir í garðinum hjá Rut, bæði í Skipasundinu og í Kjósinni. Henni fannst gaman að sjá blóm vaxa og dafna. Ekki var verra ef þau voru framandi og fín- leg. Hún passaði að þau festu ræt- ur og nytu sín. Stundum fannst mér eins og hún væri að spegla sjálfa sig, útlent blóm að skjóta rótum á hinu harðbýla Íslandi og hennar rætur uxu og urðu stórar og sterkar. Í minningunni er allt svo fram- andi við Rut. Hún kom frá Bret- landi og þegar ég var lítil fannst mér hún hljóta að tilheyra bresku konungsfjölskyldunni. Allt var svo fínt og fágað og þrátt fyrir hennar sterku tengsl við Ísland var Bret- land alltaf stór hluti af henni. Hún var sterkur persónuleiki og vinnuforkur, henni féll aldrei verk úr hendi. Ef hún var í fríi frá kennslu þá fór hún að huga að garðinum, sulta ávexti eða ber í eldhúsinu eða sat við hannyrðir. Rut var gift Jósef, móðurbróður okkar, og við systkinin höfum þekkt hana alla okkar ævi. Hún var áhugasöm um okkur krakkana, hlustaði á okkur, spurði frétta og veitti aðstoð ef svo bar undir. Hún var stór hluti af okkar litlu fjöl- skyldu og hennar verður sárt saknað. Fyrir mína hönd og bræðra minna, Sigurðar og Ragnars, votta ég frændum mínum, Jósef, Magn- úsi og Ásgrími, og fjölskyldum þeirra, dýpstu samúð. Ingibjörg Þórisdóttir. Rut Magnússon söngkona lést 7. febrúar síðastliðinn eftir langvar- andi veikindi. Viljum við Vallý minnast hennar í fáeinum orðum. Ég man fyrst eftir Rut þegar hún kom með Jósef bróður að hitta mig þegar ég var í sveitinni í Kjós- inni. Þau voru í útreiðartúr, nýbú- in að kynnast. Næst man ég eftir Rut að flytja til Íslands nokkrum árum seinna. Þá hafði hún gifst bróður mínum og þau ákveðið að búa á Íslandi. Rut og Jósef bjuggu lengst af í Skipasundinu með drengjunum sínum tveim. Fljótlega gerði ég mér grein fyrir hve stórbrotin og stórkostleg manneskja Rut var. Í rúm 40 ár þekkti ég Rut og kynnt- ist henni í gegnum fjölskylduna sem við áttum sameiginlega. Foreldrar mínir, tengdaforeldr- ar Rutar, voru svo ánægð að fá hana í fjölskylduna, hún kom eins og ferskur vindur frá útlöndum, brosmild og kát, og svo áttu hún og pabbi eitt sameiginlegt, nefni- lega tónlistina. Það leið ekki á löngu þar til Rut var orðin mikill þátttakandi í tón- listarlífinu í Reykjavík og man ég hve fjölskydan okkar studdi hana af ráðum og dáð og Rut vakti svo sannarlega athygli fyrir sönginn og atorkuna. Rut kom oft á heimili okkar Val- lýjar en Vallý sá um að greiða og laga á henni hárið fyrir alla tón- leika og alltaf var hún jafnglæsileg þegar hún var tilbúin í sönginn, já sannkölluð díva. Vallý er einna minnisstæðast þegar hún greiddi henni fyrir Carmen, en þá hafði Rut heklað fyrir sjálfa sig sérstakt hárskraut af tilefninu. Gaman var að spjalla saman og Rut var alltaf full af eldmóði og krafti, sannkallaður kvenskörung- ur. Hún hafði tekið með sér frá Bretlandi eitthvað sem var svo framandi og öðruvísi fannst okkur. Það var líka skemmtilegt þegar hún bauð okkur heim til sín í fjöl- skylduboð, þá voru ýmiskonar gómsætar enskar bökur í boði sem enginn gat bakað nema hún. Við vorum líka oft saman fjöl- skyldan í sumarbústöðum okkar í Kjósinni, Rut að sýsla í garðinum innan um blómin sín, en þar naut hún sín vel. Síðast þegar við Vallý sáum Rut úti við var það einmitt þar. Þá eru sérstaklega minnisstæðir margir veiðitúrar sem farnir voru upp á Arnarvatnsheiði og Rut var með. Þegar ég lít til baka var al- veg ótrúlegt að sjá þessa flottu konu veiða silung af miklum móð og njóta þess að vera uppi á heið- um Íslands nokkra daga í senn. Grunar mig jafnvel að hún hafi notið þess betur en við. Hún sá líka allt þetta smáa svo vel; pínu- lítil blóm, mosa á steini, og hún settist á jörðina og dáðist að nátt- úru landsins. Þetta eru góðar minningar um Rut. Að leiðarlokum kveðjum við Rut Magnússon með þökk fyrir allt og biðjum henni guðs blessunar. Jakob og Valgerður. Fréttin um fráfall Rutar Magn- ússon kom mér mjög á óvart. Ég vissi að hún hafði átt við vanheilsu að stríða, en samt kom þessi frétt okkur í opna skjöldu. Á námsárum mínum í London heyrði ég fyrst um Rut og vissi að hún var gift íslenska flautuleik- aranum Jósef Magnússyni. Einnig var mér kunnugt um, að hún var frábær söngkona, sem var farin að syngja í þekktum tónleikahúsum og oft með sinfóníuhljómsveitum borgarinnar undir stjórn frægustu hljómsveitarstjóra. Hún átti glæsi- legan feril framundan. Það sem mér hefur alltaf þótt svo merkilegt og aðdáunarvert við Rut er, að á þessum krossgötum í lífi hennar ákvað hún að flytjast til Íslands og gefa því krafta sína í að byggja upp íslenskt tónlistarlíf. Ekki kynntist ég henni persónu- lega fyrr en hún og Jósef voru flutt til Íslands um eða eftir 1965. Eftir að ég kom heim frá námi og þar sem ég kvæntist enskri konu urðu fyrst kynni með okkur. Á næstu árum kynntist ég Rut í ýmsum störfum, lék t.d. nokkrum sinnum með henni í verkum sam- tíðartónskálda. Er hún gegndi starfi framkvæmdastjóra Tónlist- arfélagsins í Reykjavík urðu kynni okkar meiri og verð ég ávallt þakklátur Rut fyrir skilning henn- ar og tillitsemi í minn garð, er hún bauð mér út með þekktum píanó- leikurum sem héldu tónleika á vegum félagsins, því að hún vissi að ég mundi meta mikils að kynn- ast þessum píanóleikurum per- sónulega. Mest urðu þó kynni okkar er hún var aðstoðarskólastjóri Tón- listarskólans í Reykjavík á síðustu fjórum árum mínum þar sem skólastjóri. Mér var kunnugt um skipulags- og stjórnunarhæfileika Rutar og fagnaði því mjög komu hennar í þetta starf. Samstarf okk- ar var mjög farsælt og er ég henni ávallt þakklátur, ekki aðeins fyrir hennar mikla starf fyrir skólann heldur og ýmislegt sem ég læri af henni vegna hennar miklu reynslu. Hún hafði áður einnig gegnt starfi framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík og var það því ekki lítill fengur fyrir skólann að Rut skyldi leggja skólanum lið á þessum vett- vangi. Hún var mjög ósérhlífin í störfum sínum fyrir skólann. Seint verður metinn að verðleikum sá skerfur sem Rut Magnússon lagði Tónlistarskólanum í Reykjavík, en hún mun áreiðanlega uppskera vel þótt síðar verði og á öðrum vett- vangi. Við Susan sendum Jósef og son- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Halldór Haraldsson. Nokkur fátækleg orð til minn- ingar um stóra konu. Stóra lista- konu og stóra manneskju. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn- ast persónunni Rut og við urðum vinir frá árinu 1983 til æviloka. Hún kom sem einn af 12 stofn- endum Samtaka um byggingu tón- listarhúss yndislegan júnídag á heimili mitt 1984 og við ákváðum að stofna samtök til þess að byggja yfir tónlistarflutning á Ís- landi. Eftir það og þangað til að ég lét öðrum eftir baráttuna níu árum seinna var hún sú sem allt hvíldi á. Kannski er það henni fyrst og fremst að þakka að þetta blessaða tónlistarhús okkar, sem tók á sig ofgnóttarmyndina á veltuárunum, er þrátt fyrir allt að rísa. Hennar minningu á að heiðra í því húsi þegar það verður vígt. Rut rak á þessum árum einnig Tónlistar- félagið með ógleymanlegum tón- leikum og frábærum partíum í Garðastrætinu á eftir þar sem byggingarkarl eins og ég kynntist menningarelítunni. Eitt sinn fór- um við saman nokkur úr innsta kjarna samtakanna, auðvitað á okkar kostnað, á hátíðartónleika í Royal Festival Hall í London, á hátíðartónleika sem Vladimir Ashkenazy og hljómsveitin Phil- harmonia stóðu fyrir til styrktar byggingu hússins. Verndarar tón- leikanna voru frú Vigdís Finn- bogadóttir og prins Charles. Þetta var mikill viðburður, ekki síst fyrir Rut, að hitta persónulega ríkisarfa Breta, því þótt hún hafi verið meiri Íslendingur en flestir þá var hún einnig ensk. Ekki tókst betur til en svo að þegar kom að því að heimta töskurnar hafði taska Rut- ar verið tekin í misgripum og önn- ur eins í útliti skilin eftir. Þá tösku Rut Magnússon Eftir hartnær 97 ára ævi kvaddi hann Kitti frændi, bóndi og póstur þennan heim. Hann hefur verið partur af minni tilveru allt frá því ég man eftir mér. Hlutir tengdir búskapnum, póst- inum, harmónikunni og jú líka tóf- unni eru eftirminnilegar. Af smalamennskum, þar sem þrjóskan við að elta rollur upp á hæstu tinda, dugði oftar en ekki til að þær urðu að láta í minni pokann, þó sauðþráar væru, þrátt fyrir að allir aðrir smalar væru löngu búnir að gefast upp. Af póstferðunum, fyrst á hestum og síðar á traktor og Willys. Af harmónikuspilirínu á kvöldin sem síðar varð til þess að dóttir okkar fetaði í hans spor að læra á þetta hljóðfæri. Að vetri til í nýföllnum snjó og heiðríkju að fara að rekja tófuspor, sem oftar en ekki urðu til þess að einni lágfótu eða Kristinn Ólafsson ✝ Kristinn Ólafssonfæddist á Sel- látranesi í Rauða- sandshreppi hinn 15. febrúar 1913. Hann lést 19. janúar 2010. Útför Kristins fór fram frá Sauðlauks- dalskirkju 29. janúar 2010. fleirum varð færra á þessum slóðum. Þegar árin liðu og lagðir höfðu verið til hliðar fararskjótar í póstferðunum eins hestar og traktorinn, tók Willysjeppinn við. Það varð hlutskipti mitt fljótlega eftir að ég fékk bílpróf að keyra fyrir hann, einkum í vetrarfærð, þrátt fyrir að aksturs- reynslan væri ekki mikil. Sérlega minnisstæð ferð um Hafnarfjall og Látraháls þar sem skaflar voru á mörkunum að vera færir, en á jeppanum með keðjur á öllum hafðist þetta oftast á ferðinni og smá mokstri. Er niður að gilinu á Látrum var komið blasti við skafl í rösklega stuðarahæð, ekillinn ákvað að nota sama bragð og dugað hafði vel á fjallinu, en misreiknaði sig illilega, því í byggð hafði hlánað daginn áður og síðan fryst. Skaflinn virkaði því sem risavaxin hraða- hindrun og fór jeppinn í hrikalegum loftköstum yfir hann. Ekillinn fékk að heyra það á mjög kjarnyrtri ís- lensku eins og Kitta var einum lag- ið að þetta aksturslag líkaði honum ekki. Tveim árum eftir að við Ólafía hófum sambúð, ákváðum við að gifta okkur á 70 ára afmælisdeg- inum hans, og halda uppá það með eftirminnilegum fögnuði í Hænuvík. 15. febrúar varð því okkar sameig- inlegi afmælisdagur. Er við fluttum 1986 á Ísafjörð og síðar Hnífsdal, urðu samverustund- irnar færri, en til að bæta það upp, hringdi hann árum saman í okkur á hverju kvöldi um klukkan hálfátta, eða allt þar til hann fór inn á Heil- brigðisstofnunina á Patreksfirði. En búferlaflutningar okkar öfl- uðu honum líka nýrra vina, því þeg- ar hann kom í heimsókn til okkar hófust kynni hans af harmóniku- félögunum á norðursvæðinu sem tóku þessum fullorðna bónda aðdá- unar vel. Í kjölfarið hófust ferðir hans á Landsmót harmónikuunn- enda sem við fórum með honum á og var honum mikill yndisauki. Þakka ber harmónikufélögum hans fyrir þá vinsemd og virðingu sem þeir sýndu honum alla tíð, en þó sérstaklega Pétri Bjarnasyni sem sýndi honum mikla ræktarsemi m.a. með því að koma oft við og spila fyrir hann, allt fram undir það síðasta. Við vonum að Kitti sé nú kominn til fundar við þá sem hann unni, löngu farinna systkina, foreldra, Óla bróður, já og svo harmóniku- félagana sem fóru á undan honum, Jónatan, Vagni og Hauk. Blessuð sé minning hans Kitta, bónda og landpósts. Rögnvaldur og Ólafía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.