Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 2
Í HNOTSKURN
» Rotnandi gulldeplan skap-aði súrefnisskort í skips-
tankinum.
» Löndunarmaður hneigniður og síðan sá sem kom
honum til aðstoðar.
» Endurlífgaðir á skips-dekki af vinnufélögum.
» Gerðist allt mjög snöggt,segir maður á vettvangi.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
ANNAR mannanna sem missti
meðvitund vegna súrefnisleysis
þegar verið var að landa gulldeplu
úr Hoffelli á Fáskrúðsfirði í fyrri-
nótt er kominn úr öndunarvél. Í
gærkvöldi voru þeir báðir enn á
gjörgæslu á Landspítalanum í
Fossvogi.
Slysið varð um klukkan fjögur í
fyrrinótt. Tildrögin voru þau að
verið var að hreinsa tanka skipsins
þar sem lítið meira en dreggjarnar
voru eftir. Þegar magainnihald
fisks rotnar eyðist súrefni og er sú
þróun afar hröð hvað varðar
smærri fisk, eins og gulldeplu og
loðnu.
Upp úr eðjunni
Einn úr löndunargengi Loðnu-
vinnslunnar, Lithái, fór niður í tank
skipsins til að spúla út. Þar niðri
varð maðurinn skyndilega fyrir
súrefnisskorti eða eiturgufum og
fór því að reyna að koma sér upp.
Hann var kominn nánast alla leið
þegar hann hneig niður og féll nið-
ur stigann, fimm til sex metra.
Stýrimaður skipsins varð þess
áskynja að eitthvað óeðlileg hafði
gerst og fór niður í lestina með súr-
efnisgrímu til aðstoðar og náði að
koma löndunarmanninum upp úr
eðjunni í botni tanksins. Hins vegar
fór svo að stýrimaðurinn sjálfur
missti meðvitund.
„Þetta er rosalegt áfall,“ segir
Þorgeir Einar Sigurðsson, vaktfor-
maður í Loðnuvinnslunni. „Einn úr
löndunargenginu kom og sagði
hvað gerst hafði. Við fórum um
borð í skipið. Vorum að gera okkur
klára til að hífa strákana upp þegar
við sáum stýrimanninn falla í
ómegin og hníga niður. Við náðum
honum fljótlega upp úr tankinum
en hinn maðurinn hugsa ég að hafi
verið liggjandi þarna niðri um það
bil fimmtán mínútur. Og rétt í þann
mund sem við höfðum náð fyrri
manninum upp voru sjúkraflutn-
ingamenn komnir á vettvang og
þar var strax hafist handa um end-
urlífgun. Þetta gerðist allt mjög
snöggt.“
Meðvitaðir um hættu
Mennirnir, sem eru báðir á fer-
tugsaldri, voru fluttir með sjúkrabíl
til Egilsstaða og þaðan með sjúkra-
flugi til Reykjavíkur. Þorgeir tekur
fram að menn séu sér almennt vel
meðvitandi um þá hættu sem skap-
ast getur við löndun. Starfsmenn
Loðnuvinnslunnar og áhafnir skipa
hafi sótt öryggisnámskeið og lært
skyndihjálp og sú þekking hafi
komið sér vel í þessu tilviki.
Féll í ómegin
og hneig
síðan niður
Ljósmynd / Óðinn Magnason.
Fáskrúðsfjörður Hoffellið við
bryggju. Slysið varð við löndun þar
sem eiturgufur mynduðust í lest.
Tveir voru hætt komnir í skipstanki
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„ÉG ætla ekkert að staðfesta hverjir
skipa muni samninganefndina og
það er líka samkomulag um að
greina ekki frá fundarstað eða
-tíma,“ segir Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra.
Búið er að skipa nýja samninga-
nefnd Íslands í Icesave-viðræðum
við Hollendinga og Breta og fer
nefndin utan til viðræðna í dag.
Bandaríski sérfræðingurinn Lee
Buchheit mun leiða starf nefndar-
innar en aðrir í nefndinni verða, að
sögn Stöðvar 2 í gærkvöldi, Guð-
mundur Árnason, ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu, og hæstarétt-
arlögmennirnir Jóhannes Karl
Sveinsson og Lárus Blöndal. „Það
vantar eitt nafn inn í þetta ennþá,“
sagði Steingrímur sem bjóst við að
skipan nefndarinnar yrði kynnt síðar
í dag.
Stjórnarandstaðan fundaði með
fjármálaráðherra vegna þessa máls
á laugardagskvöld. Þar var farið yfir
fyrirkomulag þeirra viðræðna sem
framundan eru.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
formaður Framsóknarflokksins býst
við að þau vinnubrögð sem viðhöfð
verði skili betri árangri en önnur
hingað til.
„Það sem vekur hjá mér vænting-
ar er að Bretar og Hollendingar gera
kröfu um að stjórnarandstaðan komi
einnig að viðræðunum. Slíkt kemur í
veg fyrir að samninganefnd fari utan
og komi svo heim með samninga sem
ekki er hægt að sætta sig við. Nú
gera viðsemjendur kröfu um að hér
heima gangi allir í takt,“ segir Sig-
mundur Davíð.
Ný vinnubrögð í viðræð-
um skili betri árangri
Fundarstaður og -tími Icesave-nefndar ekki gefinn upp
» Fjórir eru nefndir
» Einn vantar enn
» Vekur væntingar
» Allir gangi í takt
Um helgina var haldið námskeið í Hlíðarfjalli á Ak-
ureyri, á vegum Íþróttasambands fatlaðra, í meðferð
og notkun á skíðabúnaði fyrir hreyfihamlaða ein-
staklinga. Þátttakendur voru meðal annars ungt fólk
sem hefur verið í endurhæfingu á Grensásdeild eftir að
hafa lent í alvarlegum slysum. Eins og sjá má á mynd-
inni leyndi áhuginn sér ekki á andliti þessa unga og
upprennandi skíðagarps.
VETRARÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
MIKIÐ hríðarveður gekk yfir
norðan- og norðvestanvert landið í
gær og var spáð í nótt og orsakaði
mikla hálku. Að sögn Lögreglunnar
á Blönduósi var fljúgandi hálka í
Langadal í gær og gekk á með
blindhríð. Nokkuð bar á því að fólk
æki ekki eftir aðstæðum og væri
illa búið. Þrír bílar fóru út af veg-
inum þar og ein aftanákeyrsla varð
en engin slys urðu. Á Ólafsfjarð-
arvegi lentu þrír ökumenn utan
vegar og komu björgunarsveitirnar
á Dalvík og Ólafsfirði þeim til að-
stoðar. Engan sakaði. Lögreglan á
Dalvík sagði í
gærkvöldi að
mikil hálka væri
og blindbylur og
engin umferð.
Að sögn Teits
Arasonar, veð-
urfræðings á
Veðurstofu Ís-
lands, var óveðr-
ið bundið við norðvestanvert landið
í gær en gæti náð til Austfjarða
upp úr hádegi í dag með meiri
snjókomu. Veðrið á landinu ætti
svo að ganga niður í kvöld.
Margir utan vegar í
flughálku og stórhríð
VIRÐING, gleði og sköpun eru þau
gildi sem mikilvægust eru í skóla-
starfi barna. Þetta er meginnið-
urstaða þjóðfundar um menntamál
sem áhugafólk hélt í húsi mennta-
vísindasviðs Háskóla Íslands um
helgina. Á fundinn mættu á þriðja
hundrað manns til að ræða um
menntun barna á aldrinum 2 til 16
ára. Á fundinum komu fram tæp-
lega fimmtíu beinar tillögur að að-
gerðum í menntamálum en hug-
myndir voru flokkaðar;
kennaramenntun, skapandi skóla-
starf og skólaþróun. sbs@mbl.is
Gleðin talin
skipta miklu
í skólastarfi