Monitor - 29.04.2010, Page 6

Monitor - 29.04.2010, Page 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 Raunir aðdáenda Eurovision-nördar verða ekki til á einni nóttu. Eins og með önnur blæti byrja þessar kenndir að þróast innra með mönnum eitthvað í kringum kynþroskaaldurinn. Jafnvel fyrr. Allir Eurovision- nördar eiga sér þann draum að upplifa keppnina í eigin persónu og heittrúaðasti armurinn leggur í pílagrímsferð allavega einu sinni á lífsleiðinni. Þessi hópur hefur stækkað með keppninni og nú er svo komið að eftirspurn eftir miðum á keppnina er margfalt meiri en framboðið. Miðasalan fyrir Eurovision í Osló hófst þann 8. febrúar en þá þegar höfðu óðir aðdáendur löngu bókað upp öll hótel borgarinnar. Margir þeirra urðu þó fyrir vonbrigðum þar sem miðar á lokakvöldið, hátt í tuttugu þúsund stykki, seldust upp á einungis 20 mínútum. Verður það að teljast nokkuð gott, ekki síst þar sem miðarnir eru síður en svo gefins. Verðið var á bilinu 17 til 34 þúsund krónur. Miðarnir eru líka vinsæll varningur til endursölu á Netinu en þar má finna miða frá 43 þúsund krónum og allt upp í 232 þúsund krónur fyrir allra bestu sætin - sem gæti hentað vel fyrir sturlaða eða þá sem vita að þeir munu deyja í júní og eiga enga erfingja. Útlit er fyrir að metfjöldi Íslendinga verði á keppninni í ár og hafa margir einmitt valið að fara þessa ódýrari leið til að vega upp á móti þeim mikla kostnaði sem fylgir því að vera í Noregi. Þá er það ekki síst hluti af upplifuninni að vera í borginni á meðan á herlegheitunum stendur enda nóg að gerast. Þeir sem búa svo vel að vera með blaðamannapassa eða sérstakan aðdáendapassa býðst svo að fara á Euroclub sem er opinber skemmtistaður keppninnar og flyst með henni á milli ára og þangað mæta keppendur og skemmta sér með heitustu aðdáendunum. Að djamma þar er því eins og að komast í eftirpartý með Andrési Önd og Mikka Mús í Disneylandi. Það er ljóst að langt leiddir, eins og undirritaður, munu því ekki eyða tíma í að þvælast á söfn eða í útsýnisferðir. Ekki frekar en múslimar sem fara til Mekka eyða tíma í að hanga á sundlaugabörum, eins og einn sannur aðdáandi orðaði það. haukurjohnson@monitor.is 5 vikur í EurovisionÞverröndótt og þægilegt Myndir/Ernir Dóri DNA var yfir pari á árshátíð á dögunum Hljóp út í móðursýkiskasti „Ég var ekki í stuði. Ég var að fara að fljúga út daginn eftir og bara náði honum ekki upp, sama hvað ég reyndi,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Hann kom fram á árshátíð í síðustu viku við dræmar undirtektir. Svo dræmar að Fréttablaðið sá ástæðu til að skrifa um uppákomuna: „Þegar kom að Dóra var eins og slökkt hefði verið á hláturtaugum gesta.“ Dóri segist vera sár yfir ummælunum. „Þetta var gigg sem við komum frítt fram á, bara upp á vinskap. Það voru 90 manns þarna og allir að éta steik. Ég tók einhverja handrukkarabrandara sem slógu í gegn í Keflavík, en það heyrðist ekki múkk í salnum. Þannig að ég sagði bara: „Haldið þið að þið séuð betri en fólkið í Keflavík? Þið getið huggað ykkur við að ég fékk ekkert borgað fyrir þetta!“ Svo hljóp ég út í móðursýkiskasti og teygaði þrjú vodkaglös í gamalli Benz-bifreið fyrir utan Hótel Loftleiðir,“ segir Dóri. Dóri getur þó glaðst yfir velgengni sinni um síðustu helgi, þegar Mið-Íslendingar gerðu góða ferð til Danmerkur. „Það var feitt úti í Danmörku. Það mættu þvílíkt margir og þetta var geðveikt kvöld. Friðrik Weishappel bauð okkur í brunch og Gísli Marteinn mætti að horfa á,“ segir Dóri og bætir við að sá síðarnefndi hafi verið tekinn fyrir. „En hann var mjög ánægður með þetta. Hann er með svo breitt bak hann Gísli,“ segir Dóri. EURO-HAUKUR ER DÓSENT Í EUROVISION Dóra Júlía Agnarsdóttir kíkti með Monitor í Deres og setti saman flott hversdagslegt dress. DÓRI DNA ÁRIÐ 2007 ÁÐUR EN ÖRLÖGIN TÓKU Í TAUMANA PLUS-SKÓR „Fullkomnir sumar- sneakers. Líka til sætir í hvítu.“ 3.990 kr. Deres DIESEL- LEGGINGS „Mynstraðar leggings eru heitar.“ 6.990 kr. Deres RÖNDÓTTUR SPARKZ- HLÝRABOLUR „Allar á Austurvöll í þessum hlýrabol.“ 4.990 kr. Deres SPARKZ GALLASKYRTA „Gallaskyrtur eru komnar til að vera.“ 11.990 kr. Deres BIG & CURVY AUGNHÁRALITUR „Trefjabursti aðskilur augnhárin, lengir þau og sveigir.“ 2.190 kr. Body Shop SPARKZ HLÝRALAUS TOPPUR „Sætur einn og sér eða sem undirtoppur.“ 2.990 kr. Deres CARBON BLACK- AUGNBLÝANTUR „Mjúkur blýantur og svamppensill á hinum endanum..“ 1.590 kr. Body Shop BLENDER- AUGNSKUGGA- BURSTI „Mjúk nælonhár sem duga mjög lengi.“ 1.390 kr. Body Shop DIESEL-KLÚTUR „Þetta aukalega til að fullkomna lúkkið.“ 7.990 kr. Deres DÓRA JÚLÍA AGNARSDÓTTIR Fyrstu sex: 08.09.92 Nemi á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hvað fílar þú helst við þetta lúkk? Ég hef alltaf verið mjög hrifin af þverröndóttu í öllum litum. Þetta er þægilegur hversdagskjóll og sætir sumarskór. Hvað er móðins um þessar mundir? Herralegir stelpuskór, þröngir og stuttir síðermakjólar, samfestingar og þröngar stuttbuxur. Nauðsynlegur fylgihlutur? Stórir eyrnalokkar! Hvaða flík keyptir þú síðast? Ljósbleikan leðurjakka á Spáni. Uppáhaldsmerki? Ég hef mest gaman af því að versla í litlum búðum erlendis, Topshop og Urban Outfitters. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Denim á denim og push-up brjóstahaldara. Hljómsveit? Ég er búin að hlusta mikið á Hjálma í allan vetur. Uppáhaldsbarnaefni? Dóra landkönnuður, af augljósum ástæðum. Snyrtivara? Litríkir varalitir. Uppáhaldsflík? Upphátt pils sem var saumað á mig í Amsterdam og ljósbleik kasmírpeysa frá ömmu. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ferðast mikið innanlands, skemmta mér með vinum og njóta lífsins. AUGNSKUGGI „Klassískur fyrir „smokey“ förðun.“ 1.380 kr. Body Shop

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.