Monitor - 29.04.2010, Side 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
fílófaxið
fimmtudagur
29
apríl
FYRIRLESTUR UM
KYNFERÐISOFBELDI
Oddi, stofa 101
12:15 Anna Pála Sverrisdóttir,lögfræðingur, heldur
fyrirlestur um kynferðisofbeldi
friðargæsluliða gagnvart konum og
börnum sem þeim er ætlað að vernda.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Drekkt af
sundlaugarverðinum – kynferðisofbeldi af
hálfu friðargæsluliða“. Fyrirlesturinn er opinn
öllum.
OPNUNARHÁTÍÐ LISTAR
ÁN LANDAMÆRA
Ráðhúsið í Reykjavík
17:00 Opnunarhátíð Listar ánlandamæra og samsýning
í Ráðhúsi Reykjavíkur. Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra setur hátíðina og flytur
opnunarávarp og fjölmargir listamenn koma
fram. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir,
eins og á alla viðburði Listar án landamæra.
RAUÐ TÓNLEIKARÖÐ
– MEISTARI MARTIN
Háskólabíó
19:30 Í rauðu röðinni eru stórhljómsveitarverk frá 19. og
20. öld í forgrunni. Á þessu starfsári eru tvær
megináherslur: Píanókonsertar Chopins og
rússnesk tónlist af ýmsum toga. Auk þess
eru í rauðu röðinni sinfónísk meistaraverk
eftir Beethoven, Bruckner og Brahms túlkuð
af hljómsveitarstjórum í fremstu röð.
Aðgangseyrir 3.300 og 3.700 krónur.
GRÆNJAXLAR
Leikfélag Akureyrar, Rýmið
20:00 Árlega setur LeikfélagMenntaskólans á Akureyri
upp metnaðarfulla sýningu og að þessu sinni
urðu Grænjaxlar fyrir valinu. Grænjaxlar er
íslenskur söngleikur eftir Pétur Gunnarsson
frá árinu 1977, en verkið hefur verið
lítillega staðfært af leikstjóranum Bryndísi
Ásmundsdóttur og leikhóp. Miðaverð 2.000
krónur.
STRÆTI
Nemendaleikhús LHÍ, Smiðjan
20:00 LokaverkefniNemendaleikhússins í ár er
leikritið Stræti eftir Jim Cartwright í þýðingu
Árna Ibsen. Úskriftarárgangurinn hefur vakið
mikla athygli fyrir fyrri sýningar sínar í vetur,
Eftirlitsmanninn og Bráðum hata ég þig.
Stræti var fyrst sýnt fyrir rúmum tveimur
áratugum og hefur síðan verið sýnt við
góðar undirtektir í leikhúsum víða um heim.
Miðaverð 1.500 krónur.
KORUS –
DANSSMÍÐAKEPPNI
Loftkastalinn
20:00 Félag íslenskra listdansarafagnar degi dansins í ár með
nýjum og spennandi dansviðburði. Um er
að ræða hópdanskeppni með frjálsri aðferð
þar sem meðlimir hópsins spreyta sig með
frumsömdum dansi. Þetta er nýr
vettvangur fyrir upprennandi dansara
en keppt er í tveimur aldursflokkum,
13-15 ára og 16 ára og eldri. Aðgangseyrir
2.000 krónur.
HÆNUUNGARNIR
Þjóðleikhúsið, Kassinn
20:00 Hænuungarnir er annaðleikrit Braga Ólafssonar
fyrir leiksvið. Leikritið fjallar um
djassáhugamanninn Sigurhans sem er
leikinn af Eggerti Þorleifssyni. Sigurhans
lendir í því að nokkrum kjúklingum á
tilboðsverði er stolið úr frystikistunni hans og
ætlar hann sér að komast til botns í málinu.
Miðaverð 3.400 krónur.
GAURAGANGUR
Borgarleikhúsið, Stóra sviðið B
20:00 Ormur Óðinsson ogfélagar eru mættir aftur á
fjalirnar í þessu ástsæla verki Ólafs Hauks
Símonarsonar. Aðalhlutverkið er í höndum
Guðjóns Davíðs Karlssonar en tónlistin í
verkinu var sérsamin af hljómsveitinni Ný
dönsk. Miðaverð 3.950 krónur.
DÚFURNAR
Borgarleikhúsið, Nýja sviðið B
20:00 Forstjórinn Róbert hverfureftir jólaboð fyrirtækisins.
Í kjölfarið sest vænisjúka taugahrúgan
Holgeir í forstjórastólinn, þótt honum sé það
þvert um geð. Meinfyndið leikrit eftir David
Gieselmann sem ætti að höfða til þeirra sem
hafa gaman af sjónvarpsþáttum á borð við
Klovn og The Office. Miðaverð 3.450 krónur.
TVEIR FÁTÆKIR
PÓLSKUMÆLANDI
RÚMENAR
Norðurpóllinn
21:00 Tveir fátækir pólskumælandiRúmenar ferðast á puttanum
um pólska sveit og skilja eftir sig sviðna jörð
hvert sem þeir fara. Verkið er eftir Dorota
Maslowska, einn fremsta unga rithöfund
Póllands í dag, en leikstjóri er Heiðar
Sumarliðason. Sýningin er ekki við hæfi
barna. Miðaverð 2.100 krónur.
KVARTETTINN ÞEL
Jazzkjallarinn á Café Cultura
21:00 Kvartettinn Þel rekurminni gamals tíma er þeir
leika nýjar útsetningar af íslenskum vísum
úr Vísnabókinni og önnur þjóðlög sem
sungin hafa verið fyrir börn á Íslandi fyrir
svefninn. Hljómsveitarstjórn er í höndum
trommuleikarans Kára Árnasonar, en auk
hans leika Andrés Þór Gunnlaugsson, Agnar
Már Magnússon og Þorgrímur Jónsson.
Aðgangseyrir 1.500 krónur.
TRÚBATRIXUR
Kaffi Rósenberg
21:00 Trúbatrixurnar HallaNorðfjörð, Elín Ey, Nanna
og Myrra Rós spila fyrir gesti. Þær eru að
hita sig upp fyrir tónleikaferð til Brighton
á Englandi sem þær halda í um miðjan
maí. Auk þeirra koma fram Sigga Eyþórs,
Johnny Stronghands, Toggi og Helgi Valur.
Aðgangseyrir 1.000 krónur.
HIPPHOPP-SULTA
Prikið
21:00 Diddi Fel og MC Gauti rífaþakið af húsinu með eldheitu
hipphoppi. Frítt inn.
WOODPIGEON-
TÓNLEIKAR
Sódóma Reykjavík
21:30 Kanadíska hljómsveitinWoodpigeon er af mörgum
talin ein af vonarstjörnum kanadísku
tónlistarbylgjunnar og hefur verið líkt við
Sufjan Stevens, Grizzly Bear og Fleet Foxes.
Sveitin er á leið á víðtækt tónleikaferðalag
um Evrópu og er Ísland fyrsti viðkomustaður.
Ásamt Woodpigeon koma fram íslensku
hljómsveitirnar Pascal Pinon, Útidúr og
Mukkaló. Aðgangseyrir 1.000 krónur.
DÚNDURFRÉTTIR
NASA
22:00 Hljómsveitin Dúndurfréttirfagnar 15 ára afmæli á þessu
ári og ætlar af því tilefni að halda þónokkra
tónleika víðs vegar um landið. Á NASA
ætlar sveitin að taka nokkur af betri lögum
gullaldarára rokksins og munu slagarar
með sveitum á borð við Led Zeppelin, Deep
Purple og Uriah Heep dynja á eyrum gesta.
Aðgangseyrir 2.500 krónur.
ÖÐRUVÍSI LIGHTS
ON THE HIGHWAY
Dillon
22:00 Lights on the Highwayætla að halda öðruvísi
órafmagnaða tónleika á Dillon. Sveitin er á
leiðinni til London í næstu viku og spilar þar
á nokkrum tónleikum, bæði rafmögnuðum
og órafmögnuðum. Eru þessir tónleikar liður
í upphitun fyrir reisuna. Aðgangseyrir er 500
krónur.
BÖDDI OG DAVÍÐ SPILA
Hressingarskálinn
22:00 Böddi og Davíð leikafyrir gesti í góðri
trúbadorastemningu. Frítt inn.
SJONNI BRINK OG VIGNIR
B5
22:00 Sjonni Brink og VignirSnær halda uppi
trúbadorastemningu fyrir gesti framyfir
miðnætti.
TRÚBADORASTEMNING
English Pub
22:00 Trúbadorarstemning meðSigga og Davíð. Boltinn í
beinni fyrr um kvöldið. Frítt inn.
DÚFURNAR
Borgarleikhúsið, Nýja Sviðið B
19:00 Forstjórinn Róbert hverfureftir jólaboð fyrirtækisins.
Í kjölfarið sest vænisjúka taugahrúgan
Holgeir í forstjórastólinn, þótt honum sé það
þvert um geð. Meinfyndið leikrit eftir David
Gieselmann sem ætti að höfða til þeirra sem
hafa gaman af sjónvarpsþáttum á borð við
Klovn og The Office. Miðaverð 3.450 krónur.
HELLISBÚINN
Íslenska óperan
19:00 Síðasta formlega sýningHellisbúans er að baki en hér
er um að ræða óformlega viðbótarsýningu og
er kvöldið í kvöld allra síðasta tækifæri til að
bera Hellisbúann augum. Með aðalhlutverk
fer Jóhannes Haukur Jóhannesson en Rúnar
Freyr Gíslason leikstýrir. Öllum seldum
miðum fylgir ostborgaramáltíð á American
Style. Miðaverð 2.900 krónur.
ÍSLANDSKLUKKAN
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
19:00 Stórbrotið skáldverk umsjálfsmynd lítillar þjóðar og
sjálfstæði í glænýrri leikgerð. Íslandsklukkan
eftir Halldór Laxness er afmælissýning
Þjóðleikhússins, en 60 ár eru liðin frá opnun
þess þann 20. apríl árið 1950. Íslandsklukkan
var einmitt ein af þremur opnunarsýningum
leikhússins. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson.
Miðaverð 3.400 krónur.
ÍSLANDSMÓTIÐ Í
HANDBOLTA
Ásvellir
20:00 Fyrsti leikurinn íúrslitaeinvígi Hauka og Vals
um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik
fer fram á heimavelli Hauka að Ásvöllum. Tvö
frábær lið og má búast við svakalegri rimmu.
GRÆNJAXLAR
Leikfélag Akureyrar, Rýmið
20:00 Árlega setur LeikfélagMenntaskólans á Akureyri
upp metnaðarfulla sýningu og að þessu sinni
urðu Grænjaxlar fyrir valinu. Grænjaxlar eru
íslenskur söngleikur eftir Pétur Gunnarsson
frá árinu 1977, en verkið hefur verið
lítillega staðfært af leikstjóranum Bryndísi
Ásmundsdóttur og leikhóp. Miðaverð 2.000
krónur.
STRÆTI
Nemendaleikhús LHÍ, Smiðjan
20:00 LokaverkefniNemendaleikhússins í ár er
leikritið Stræti eftir Jim Cartwright í þýðingu
Árna Ibsen. Úskriftarárgangurinn hefur vakið
mikla athygli fyrir fyrri sýningar sínar í vetur,
Eftirlitsmanninn og Bráðum hata ég þig.
Stræti var fyrst sýnt fyrir rúmum tveimur
áratugum og hefur síðan verið sýnt við
góðar undirtektir í leikhúsum víða um heim.
Miðaverð 1.500 krónur.
HÆNUUNGARNIR
Þjóðleikhúsið, Kassinn
20:00 Hænuungarnir eruannað leikrit Braga
Ólafssonar fyrir leiksvið. Leikritið fjallar um
djassáhugamanninn Sigurhans sem leikinn
af Eggerti Þorleifssyni. Sigurhans lendir í því
að nokkrum kjúklingum á tilboðsverði er
stolið úr frystikistunni hans og ætlar hann
sér að komast til botns í málinu. Miðaverð
3.400 krónur.
GAURAGANGUR
Borgarleikhúsið, Stóra Sviðið B
20:00 Ormur Óðinsson ogfélagar eru mættir aftur á
fjalirnar í þessu ástsæla verki Ólafs Hauks
Símonarsonar. Aðalhlutverkið er í höndum
Guðjóns Davíðs Karlssonar en tónlistin í
verkinu var sérsamin af hljómsveitinni Ný
dönsk. Miðaverð 3.950 krónur.
EILÍF ÓHAMINGJA
Norðurpóllinn
20:00 Eilíf óhamingja er íslensktsamtímaverk eftir Andra
Snæ Magnason og Þorleif Arnarsson. Það er
skylda leikhússins að kryfja og rannsaka og
það er það sem Andri og Þorleifur hafa gert
síðasta árið. Þeir ræddu við fleiri en þúsund
Íslendinga og eftir standa fimm persónur sem
lifna við á sviðinu. Miðaverð 3.450 krónur.
GLERLAUFIN
Norðurpóllinn
20:00 Glerlaufin er bresktnútímaleikrit eftir Philip
Ridley. Verkið fjallar um tvo ólíka bræður,
Steven og Barry. Steven fetar beinu brautina
og á hið fullkomna heimili, en Barry er
drykkfelldur og svarti sauður fjölskyldunnar.
Leikstjóri er Bjartmar Þórðarson og tónlist er
í höndum Védísar Hervarar. Miðaverð 2.500
krónur.
SÖNGDEILD FÍH
FLYTUR LIFUN
Hátíðarsalur FÍH, Rauðagerði 27
20:00 Söngdeild TónlistarskólaFÍH flytur verkið Lifun eftir
Trúbrot. Hópurinn samanstendur af sjö
söngvurum og sjö manna rokkhljómsveit
sem hefur æft undir stjórn Ásgeirs
Ásgeirssonar og Kristjönu Stefánsdóttur.
PRIKPARTÍ
Prikið
21:00 Vínflaskan á 7.500 krónurog bland með á borðið.
Franz og Jenni spila klukkan 22 og er þemað
hljómsveitin Deftones. Þegar líður á kvöldið
stígur Addi Intro á svið og þeytir skífum fram
eftir nóttu. Frítt inn.
DÚFURNAR
Borgarleikhúsið, Nýja Sviðið B
22:00 Forstjórinn Róbert hverfureftir jólaboð fyrirtækisins.
Í kjölfarið sest vænisjúka taugahrúgan
Holgeir í forstjórastólinn, þótt honum sé það
þvert um geð. Meinfyndið leikrit eftir David
Gieselmann sem ætti að höfða til þeirra sem
hafa gaman af sjónvarpsþáttum á borð við
Klovn og The Office. Miðaverð 3.450 krónur.
HELLISBÚINN
Íslenska óperan
22:00 Síðasta formlega sýningHellisbúans er að baki en hér
er um að ræða óformlega viðbótarsýningu og
er kvöldið í kvöld allra síðasta tækifæri til að
bera Hellisbúann augum. Með aðalhlutverk
fer Jóhannes Haukur Jóhannesson en Rúnar
Freyr Gíslason leikstýrir. Öllum seldum
miðum fylgir ostborgaramáltíð á American
Style. Miðaverð 2.900 krónur.
BALKAN-TÓNLEIKAR
Kaffi Rósenberg
22:00 Varsjárbandalagið leikurBalkantónlist. Sveitin er ekki
bara fjörug heldur stórfurðuleg og ætti að
koma öllum gestum í gott skap. Aðgangseyrir
1.000 krónur.
SKÓSÓLARNIR OG DJ
FANNAR
Hressingarskálinn
22:00 Hljómsveitin Skósólarnirleikur fyrir gesti til klukkan
1. Þá tekur við plötusnúðurinn DJ Fannar og
tryllir lýðinn fram á rauða nótt. Frítt inn.
TRÚBADORASTEMNING
English Pub
23:30 Trúbadorarstemning meðRagga og Þór Óskari. Boltinn í
beinni fyrr um daginn. Frítt inn.
APRÍLLOKAPÖNK
Sódóma Reykjavík
0:00 Pönksveitirnar Fræbbblarnir ogQ4U leika fyrir dansi á Sódómu.
Q4U hefur ekki komið opinberlega fram síðan
árið 1997 og aðdáendur sveitarinnar munu
væntanlega ekki láta þetta tækifæri framhjá
sér fara. Aðgangseyrir 1.000 krónur.
föstudagur
„Þetta er svona útilegustemning,“ segir Ingólfur Þórarinsson,
betur þekktur sem Ingó úr hljómsveitinni Veðurguðirnir. Hann
hefur spilað sem trúbador á skemmtistaðnum Oliver næstum
hvert einasta fimmtudagskvöld í bráðum ár og er þekktur fyrir að
ná upp frábærri stemningu.
„Ég tek aðallega íslensk partílög. Þjóðhátíðarlögin, Sálina, Skímó
og þess háttar. Gestalistinn er líka alltaf á sínum stað. Svo er fólk
bara duglegt að koma með óskalög,“ segir Ingó og bætir við: „Ég
er ekkert að reyna að finna upp hjólið í hvert skipti. Fólk veit hvað
það fær að heyra,“ segir Ingó.
Hann er ekki bara á fullu í tónlistinni heldur spilar hann
knattspyrnu með Pepsi-deildarliði Selfoss. Boltinn gerir það að
verkum að Veðurguðirnir munu spila ögn minna en áður á meðan
tímabilið stendur yfir. „Þau eru svolítið erfið þessi næturgigg út af
boltanum, en Veðurguðirnir rúlla áfram. Við verðum á Þjóðhátíð
í Eyjum og fleiri hátíðum í sumar. Svo er ætlunin að gefa út fleiri
lög í sumar.“
Íslensku partílögin
INGÓ Á OLIVER
Oliver
22:00
30
apríl
slá í gegn