Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 01.07.2010, Qupperneq 10

Monitor - 01.07.2010, Qupperneq 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 ég er ekki eitthvað sem menn mega prófa. Ég er með manni sem má prófa mig. Ég hef verið notuð af strákum og það er oft búið að fara illa með mig. Þetta er öðruvísi hjá mér og Baldvin. Við urðum fyrst mjög góðir vinir og urðum svo ástfangin. Hvernig var að vera með strákum áður en þú fórst í aðgerðina, þegar þú varst stelpa en með strákatól? Það hljóta að hafa átt sér stað vandræðalegar uppákomur. Ég get alveg viðurkennt að þegar ég var krakki og á unglingsárunum þá fékk ég standpínu. Það voru móment sem ég var þvílíkt hrædd við. Ég var kannski í geðveikt flottum kjól á balli og sá einhvern geðveikt fallegan gaur og þá gerðist það og ég bara: „Nei!“ Heyrðu, veistu hvað mín gerði? Ég fór inn á klósett og tók símann minn og byrjaði að lemja á þetta á fullu. Ég var skíthrædd inni á klósetti og var bara: „Stelpur hjálpiði mér, hvað á ég að gera?“ Svo vorum við allar að slá í þetta. Hvernig eru kynfærin á þér núna samanborin við „náttúrulega“ píku? Ég blotna, en ekki mikið. Það er ekki slímhúð í leggöngunum því það eru ekki eggjastokkar. Munurinn á handgerðum leggöngum og leggöngum sem stelpur fæðast með er að í handgerðu leggöngunum er hægt að fara alla leið upp. Þess vegna þarf ég að vera dugleg að æfa mig. Getur þú fengið fullnægingu eftir aðgerðina? Ég er ekki alveg komin með hana. Snípurinn er svo bólginn að ég er varla byrjuð að þora að snerta. En ég mun geta það, snípurinn verður alveg eins og venjulegur. Svo fer ég kannski í aðra aðgerð til að laga snípinn og gera fallegri barma. Ef mér finnst pjallan mín vera ljót get ég látið endurgera eða laga hana. Hvenær máttu byrja að stunda kynlíf? Bara þegar ég sjálf er tilbúin. Læknirinn sagði að sumar væru byrjaðar að sofa hjá eftir fjórar vikur. Verður það ekki skemmtilegra núna þegar þú ert búin í aðgerðinni? Bara nýtt líf. Ég þarf náttúrulega að prófa mig áfram, ég kann ekkert á þetta. Vinkonur mínar voru að segja: „Nú komum við í heimsókn og mætum allar með leikföng og kennum þér.“ Ég á svo góðar vinkonur. En ég var bara: „Nei, ég vil læra þetta sjálf!“ Hvernig kynntust þið Baldvin? Það var á Gay Pride-ballinu á NASA fyrir tveimur árum. Ég ætlaði ekki einu sinni að fara þarna inn og ekki hann heldur. Ég sá hann þegar ég var uppi á sviði að dansa með Páli Óskari. Við vorum búin að gefa hvort öðru auga um kvöldið og svo labbaði ég bara upp að honum og sagði: „Hey þú, kysstu mig.“ Mig langaði bara eitthvað í hann. Þvílíkt sjálfstraust. Þetta er kvöld sem ég mun aldrei gleyma. Eruð þið í sjöunda himni saman? Það er svona upp og niður. Hormónameðferðin tók náttúrulega á. Ég elska Baldvin ótrúlega mikið, en það er ekki fyrr en eftir svona tvö eða þrjú ár sem sambandið byrjar fyrir alvöru. Allt hitt er bara kynning. Það var fjallað um það í fjölmiðlum að það hefði verið kveikt í bílnum ykkar í mars. Það hlýtur að hafa tekið svolítið á líka. Já, þarna var ég akkúrat að hætta á hormónunum og byrja að slappa af. Við vorum vakin klukkan fjögur um nóttina og lögreglan stóð fyrir utan og spurði hvort við ættum Chrysler-bíl. Þá hafði einhver brotið gluggann og sett gaskút inn í bílinn og kveikt í honum. Sem betur fer náðu þeir að slökkva eldinn áður en gaskúturinn sprakk. Ég veit ekki hvort þetta var hatursglæpur eða bara einhver fáviti sem sá flottan bíl og ákvað að brenna hann. Hver sem gerði þetta, ég vona að hann skammist sín ógeðslega mikið. Hann skuldar mér að minnsta kosti fyrir viku hjá sálfræðingi. Ég var í viku hjá sálfræðingi, ég var svo hrædd. Ég hugsaði hvort maður þyrfti að fá sér lífvörð eða flytja úr landi. Þið Baldvin hafið bæði talað um það í fjölmiðlum að fjölskyldan hans hafi ekki tekið sambandinu ykkar vel í byrjun. Hvernig er staðan á þessu í dag? Mamma hans og pabbi halda að ég sé alltaf að hringja í fjölmiðla og láta þá vita af því hvað ég er að gera. Ég móðgaðist og er svolítið reið núna. Þegar Baldvin var svona mikið í fjölmiðlum á meðan ég var uppi á sjúkrahúsi, héldu þau að ég væri að biðja fjölmiðla um athygli. Það eina sem ég gerði var að skrifa Facebook-status. Þannig að sambandið er ennþá stirt? Já, það er svolítið erfitt. Mér líður eins og ég sé ekki ennþá velkomin. Ég held að þetta fólk sé bara þannig að þau vilja ekki vera þekkt fyrir að eiga tengdadóttur eins og mig. En þau bjóða mér alveg í matarboð og svona, en mér finnst það bara vera eitthvað gervi. Fjölskyldan hans er bara svolítið gamaldags og ég skil þau kannski alveg. En spurningin er, nú er ég orðin kona, hvað ætla þau að gera? Ætla þau að halda áfram að ýta mér í burtu? Ætlarðu að giftast Baldvin? Vó! Við erum búin að tala um það. En ég er ekki tilbúin að verða mamma. Það er eitthvað sem hann vill samt. Vill hann fara að eignast börn? Já. Ég skil að þetta sé svolítið erfitt fyrir hann. Allir vinir hans eru að verða pabbar og hann er að verða þrítugur. Hvað gerir Baldvin? Hann er blikksmiður og er nýbúinn að klára meistarann. Hann má þakka hormónunum mínum fyrir það, því ég var alltaf að skipa honum að vinna og læra. Hann var einn af þessum strákum sem var geðveikt latur en núna er hann orðinn geðveikt duglegur. Svo ég hef gert margt fyrir karlinn minn. Hvernig tekur hann allri athyglinni sem hann hefur fengið fyrir að vera með þér? Hann var ótrúlega lokaður og bældur strákur. Athyglin sem hann hefur fengið fyrir að vera með mér og fyrir að vera opinn með þetta allt hefur gert honum mjög gott. Þetta er allt annar maður en ég kynntist, þetta er alveg búið að bjarga egóinu hans. Hvernig finnst þér sjálfri að vera orðin landsþekkt manneskja? Mér finnst ég bara vera venjuleg. Landsþekkt eða ekki, mér finnst ég bara vera elskuð. Ég á fullt af vinum og það er fínt. Ég fer á hausinn við að gefa fólki afmælisgjafir. Þú virðist hafa góðan húmor fyrir sjálfri þér og komst fram í eftirminnilegum skets hjá Steinda Jr. Já, það var geðveikt. Ég var algjörlega að gera grín að sjálfri mér. Hann talaði fyrst um að hann ætlaði að passa að hafa þetta ekki of gróft, en ég sagði honum að fyrst við værum á annað borð að gera þetta þá ættum við bara að fara alla leið með þetta. Kossinn fyrir framan alla þessa krakka tók margar tilraunir. Svo sagði ég bara: „Ég ætla að ímynda mér að ég sé að kyssa Baldvin og þú ímyndar þér að þú sért að kyssa kerlinguna þína.“ Svo þurftu þeir náttúrulega að setja þetta í „slow motion“. Þetta var mjög skemmtilegt. Ég held að við ætlum að gera annan skets saman. Hvað langar þig að gera í framtíðinni? Ég veit það ekki. Egóið mitt er alveg að drepa mig núna, mig langar bara að fá júllurnar mínar og fara að pósa fyrir Playboy. Mig langar að vinna í fjölmiðlum, ég væri til í það. Kannski ætti ég bara að skrifa bók um lífið mitt. Ég veit ekki hvort Tyra Banks er ennþá með sjónvarpsþáttinn sinn, en ég var að senda henni e-mail um daginn. Ég er ekki ennþá búin að fá svar. Það væri fínt að mæta í Tyra Banks Show og segja sögu sína. Ég get alveg viður- kennt að þegar ég var krakki og á unglingsárunum þá fékk ég standpínu.

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.