Monitor - 01.07.2010, Page 15

Monitor - 01.07.2010, Page 15
fílófaxið 15FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Monitor DREKKTU BETUR Gallerý Bar 46, Hverfisgötu 46 17:00 Þetta langlífasta Pub Quizlandsins hefur verið haldið á hverjum föstudegi í á áttunda ár. FUNK Í REYKJAVÍK, 2. KVÖLD Nasa 20:00 Það eru Dj Honky and LynneK. sem hefja leikinn klukkan 20 á öðru kvöldi tónlistarhátíðarinnar Funk í Reykjavík. Klukkan 21 er það svo Tómas R. Einarsson sem stígur á svið og í kjölfar hans, klukkan 22, er það Ojba-rasta. Funk- meistararnir í Jagúar taka svo við klukkan 23:15 og klukkan eitt koma svo Hjálmar, sem loka kvöldinu að þessu sinni. BESTA ÚTIHÁTÍÐIN Galtalækur 20:00 Tónlistarhátíðin Bestaútihátíðin hefst í Galtalæk á föstudag og munu mörg af stærstu nöfnunum í íslenskri tónlist koma fram. Dj Danni Deluxx byrjar kvöldið klukkan 20 þar til xxx Rottweiler stíga á stokk. Í kjölfarið fylgja Haffi Haff, Dalton, Dikta, Í svörtum fötum og Skímó lokar svo kvöldinu. Miðaverð í forsölu, sem lýkur á miðnætti 1. júlí, er 5.500 krónur og fer fram á N1 Ártúnshöfða, Hringbraut, Lækjargötu og Selfossi. 2. júlí hækkar verðið í 6.500 krónur og við hliðið kostar miðinn 7.500 krónur. HERA Oddakirkja, Rangárvöllum 21:00 Söngkonan HeraHjartardóttir heldur tónleika undir yfirskriftinni Frá Aotearoa til Íslands, í hinni fallegu Oddakirkju á Rangárvöllum. Miðaverð er 1.500 krónur og húsið opnar klukkan 20:30. Miðasala fer fram við inngang. ROCKY HORROR – KABARETT Barbara 21:00 Viggó og Víóletta standafyrir kabarettsýningu þar sem tekin verða fyrir atriði úr Rocky Horror Picture Show. Kabarettinn hefst klukkan 23 en á undan honum, eða klukkan 21, verður kvikmyndin sjálf sýnd í fullri lengd. Miðaverð er 1.000 krónur. LJÓTU HÁLFVITARNIR Græni hatturinn, Akureyri 22:00 Viðbótartónleikar Ljótuhálvitanna vegna mikillar eftirspurnar. Bæði gömul og ný lög leikin. SUMARFÖGNUÐUR HJALTALÍN Krúsin, Ísafirði 23:00 Nú fagnar Hjaltalín sumrinumeð Ísfirðingum. Lára Rúnarsdóttir hitar upp. Miðaverð er 2.000 krónur. föstudagur fimmtudagur 1 júlí ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR Hallgrímskirkja 12:00 Friðrik Vignir Stefánssonorganisti Seltjarnarneskirkju og Eygló Rúnarsdóttir mezzosópran flytja orgelverk og kirkjuleg sönglög frá ýmsum tímum. Miðaverð er 1.000 krónur. FUNK Í REYKJAVÍK, 1. KVÖLD Nasa 20:00 Tónlistarhátíðin Funk íReykjavík er haldin í fyrsta sinn þessa helgi og þar kennir ýmissa grasa. Á þessu fyrsta kvöldi hátíðarinnar byrjar gamanið með dj-lucky klukkan 20 en klukkan 21 tekur Samúel Jóns Samúelsson Big Band við. Jimi Tenor stígur svo á svið klukkan 22:30 og lokar kvöldinu. ELÍZA NEWMAN Café Rosenberg 20:00 Elíza Newman, sembúsett er í London, heldur tónleika á Rosenberg en auk hennar mun tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Gísli Kristjánsson spila efni af væntanlegri plötu sinni. Þá mun hljómsveitin Of Monsters and Men einnig stíga á stokk. Miðaverð er einungis 500 krónur og tónleikarnir standa til 23:30. TÓNLEIKAR Á BABALÚ Babalú, Skólavörðustíg 20:00 Tónlistarmennirnir JóhannKristinsson og Jón Þór Ólafsson (Lada Sport, Isidor, Dynamo Fog) spila á hinu vinalega kaffihúsi Babalú. Jóhann mun leika lög af nýrri plötu sinni, Tropical Sunday, í bland við nokkur eldri og Jón Þór mun flytja nýtt, íslenskt efni sem líklega verður að finna á væntanlegri sólóplötu hans. SUMARFÖGNUÐUR HJALTALÍN Hótel Flatey, Flatey 20:00 Hljómsveitin Hjaltalínfagnar komu sumars með tónleikum víðsvegar um land. Að þessu sinni eru þau í Flatey og spila á Hótel Flatey og Snorri Helgason hitar upp. CELLOPHANE Iðnó 20:00 Einleikurinn vinsæli eftirBjörk Jakobsdóttur hefur nú verið þýddur yfir á ensku og er það leikkonan Þórunn Lárusdóttir sem fer með hlutverk hinnar langt leiddu húsmóður sem lendir í ógöngum þegar hún reynir að standast kröfur nútímasamfélags til kvenna. ÓKEYPIS SALSA- KENNSLA Thorvaldsen 20:30 Það verður salsa-stemningá Thorvaldsen allt kvöldið en til að koma fólki í gírinn er boðið upp á ókeypis kennslu í salsa frá klukkan hálf níu til hálf tíu. HERA Draugasetrið, Stokkseyri 21:00 Söngkonan HeraHjartardóttir er í stuttu stoppi á Íslandi þar sem hún heldur nokkra tónleika undir yfirskriftinni Frá Aotearoa til Íslands. Á fimmtudagskvöld verður hún í Draugasetrinu á Stokkseyri. Miðaverð er 1.500 krónur og húsið opnar klukkan 20:30. LJÓTU HÁLFVITARNIR Græni hatturinn, Akureyri 21:00 Ljótu hálfvitarnir haldauppi stemningu í höfuðstað Norðurlands. INGÓ VEÐURGUÐ Café Oliver 22:00 Veðurguðinn Ingó helduruppi stuðinu á Café Oliver. DÚNDURFRÉTTIR Höllin, Vestmannaeyjum 22:00 Hljómsveitin Dúndurfréttirheldur tónleika þar sem efnisskráin verður að mestu helguð Led Zeppelin í tilefni þess að nú um mundir eru liðin 40 ár frá því sú fornfræga hljómsveit steig á svið í Laugardalshöll. Miðaverð er 2.500 krónur. PÖBBASTEMNING Á HUMARHÁTÍÐ Víkin, Höfn í Hornafirði 23:00 Hitað verður upp fyrirHumarhátíðina sem fer fram á Höfn í Hornafirði þessa helgina. Það eru stuðboltarnir Frikkli Jóns og Sjáni Hauks sem halda uppi stemningunni. Aðgangur er ókeypis. 2 júlí laugardagur 3 júlí sunnudagur 4 júlí ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR Hallgrímskirkja 12:00 Danski orgelleikarinnChristian Præstholm leikur verk eftir Alain, J.S. Bach, Messiaen og hinn danska J.P.E. Hartmann. JAZZ UNDIR FJÖLLUM Byggðasafnið í Skógum 13:00 Hátíðin Jazz undir fjöllumer nú haldin í Skógum undir Eyjafjöllum í sjöunda sinn. Dagskráin byrjar klukkan 13 þegar Tríó Sigurðar Flosasonar kemur fram. Klukkan 14 er komið að Kvartett Andrésar Þórs og klukkan 15 er það Dúó Sigurðar og Kjartans sem stígur á stokk. Síðastur á svið er svo Kvartett Kjartans Valdemarssonar sem spilar klukkan 16. Aðgangur er 1.500 en aðrir tónleikar verða svo í félagsheimilinu Fossbúð klukkan 21. GUITAR ISLANDICO Jómfrúin, Lækjargötu 15:00 Sumardjassinn helduráfram á Jómfrúnni og að þessu sinni er það hljómsveitin Guitar Islandico sem leikur fyrir gesti. Hana skipa Björn Thorodssen, Hjörtur Steinsson og Jón Rafnsson. Aðgangur er ókeypis. FUNK Í REYKJAVÍK, 3. KVÖLD Nasa 20:00 Það kennir ýmissa grasa áFunk í Reykjavík á þessu þriðja og síðasta kvöldi hátíðarinnar. Fyrstur er það Dj Magic sem spilar frá 20 til 21 en þá tekur Boba við. Söngkonan Kristín stígur á stokk klukkan 22 og því næst Africa Lole klukkan 23. Á miðnætti er það hljómsveitin Moses Hightower sem tekur við keflinu og að lokum, klukkan eitt, verður Fela Kuti tribute. BESTA ÚTIHÁTÍÐIN Galtalækur 20:00 Á seinna kvöldi Bestuútihátíðarinnar er það Dj Stinsson sem hefur leikinn en í kjölfarið fylgja Didd fel ásamt Dj Intro, xxx Rottweiler, Sykur, Kristmundur Axel, Í svörtum fötum, Steindi Jr., Love guru Allstars og síðast en ekki síst, Scooter sjálfur. Miðaverð í forsölu, sem lýkur á miðnætti 1. júlí, er 5.500 krónur og fer fram á N1 Ártúnshöfða, Hringbraut, Lækjargötu og Selfossi. 2. júlí hækkar verðið í 6.500 krónur og við hliðið kostar miðinn 7.500 krónur. HERA Café Rosenberg 21:00 Hera Hjartardóttir leikurfyrir Reykvíkinga á Café Rosenberg. Miðaverð er 1.500 krónur og fer miðasala fram á staðnum. JAZZ UNDIR FJÖLLUM – KVÖLDTÓNLEIKAR Félagsheimilið Fossbúð 21:00 Tónleikar á vegum Jazzundir fjöllum þar sem Egill Ólafsson, Ragnheiður Gröndal og Tríó Sigurðar Flosasonar kemur fram. Miðaverð er 1.500 krónur. LJÓTU HÁLFVITARNIR Græni hatturinn, Akureyri 22:00 Viðbótartónleikar Ljótuhálvitanna vegna mikillar eftirspurnar. Leikin verða lög af nýrri plötu þeirra í bland við gamla slagara. BUFF Félagsheimilið í Bolungarvík 23:00 Markaðsdagar standa yfirþessa helgina í Bolungarvík og er búist við mikilli gleði. Hljómsveitin Buff heldur tónleika af því tilefni og hefjast þeir klukkan 23. Miðaverð er 2.500 krónur. BALL Á HUMARHÁTÍÐ Víkin, Höfn í Hornafirði 23:30 Humarhátíð á Höfn íHornafirði fer fram þessa helgina. Á laugardagskvöld verður ball með áhöfninni á Halastjörnunni, þeim Hemma Gunn, Ara og Finnboga. HJALTALÍN Á DÝRAFJARÐARDÖGUM Félagsheimilið á Þingeyri 00:00 Hljómsveitin Hjaltalínferðast um landið til að fagna sumrinu með Íslendingum. Nú kemur sveitin fram á Dýrafjarðardögum. STOFUTÓNLEIKAR Gljúfrasteinn 16:00 Stofutónleikar verða íGljúfrasteini alla sunnudaga í sumar og að þessu sinni eru þeir í höndum Kristins H. Árnasonar, gítarleikara. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangseyrir er 1.000 krónur. ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR Hallgrímskirkja 17:00 Tónleikar í tónleikaröðinniAlþjóðlegt orgelsumar 2010 þar sem danski orgelleikarinn Christian Præstholm flytur sálmforleiki eftir sjálfan sig ásamt verkum eftir Dupré og J.S. Bach. Miðaverð er 1.500 krónur og tónleikarnir standa í um eina klukkustund. CELLOPHANE Iðnó 20:00 Einleikurinn vinsæli eftirBjörk Jakobsdóttur hefur nú verið þýddur yfir á ensku og er það leikkonan Þórunn Lárusdóttir sem fer með hlutverk hinnar langt leiddu húsmóður sem lendir í ógöngum þegar hún reynir að standast kröfur nútímasamfélags til kvenna. Miðaverð er 3.400 krónur en stúdentar fá miðann á 2.500 krónur. SUMARFAGNAÐUR HJALTALÍN Sjóræningjahúsið, Patreksfirði 20:00 Hjaltalín fagna sumrinumeð Patreksfirðingum og opnar húsið klukkan 20:00. Miðaverð er 1.500 krónur. ICELAND INSPIRES Hljómskálagarðurinn 20:00 Færðir í Hljóm- skálagarðinn „Ég hef engar áhyggjur af veðrinu. Ég held það sé bara betra að hafa íslenskt rok og eitthvað gúmmelaði,“ sagði Katrína Mogensen, söngkona hljómsveitarinnar Mammút, þegar Monitor náði tali af henni. Sveitin er ein fjölmargra sem koma fram á Iceland Inspires-tónleikunum sem áttu að fara fram að Hamragörðum við Seljalandsfoss á fimmtudagskvöld. Andartaki eftir að Katrína hafði sleppt orðinu voru þeir færðir til, einmitt vegna spádóma um lægð við suðurströndina. Þess í stað verða þeir í Hljómskálagarðinum. Hvað sem veðrinu líður hlakkar Katrínu mikið til að spila á þessum sérstöku tónleikum og er ánægð með að látið sé á það reyna að leiðrétta þann misskilning margra að hér sé allt í volli vegna eldgoss og ösku. Hún segist þó ekki hafa orðið vör við þann misskilning á eigin skinni. „En við förum til Noregs á föstudaginn og spilum þar um helgina. Þá kannski heyrum við hvort fólk er skíthrætt við að koma hingað,“ segir hún en Mammút mun eflaust bera Íslandi vel söguna í ferðinni, sem og í þriggja vikna túr sínum um Þýskaland, Austurríki, Sviss og Slóvakíu, sem hefst í lok júlí. Auk Mammút koma fram á tónleikunum þekktir listamenn á borð við Damien Rice, Amiinu, Dikta, LayLow og Seabear. Aðgangur er ókeypis, en á InspiredbyIceland.com verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá tónleikunum. Mynd/Eggert ALEXANDRA, KATRÍNA OG ÁSA SKIPA KVENARM MAMMÚT

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.