Monitor - 05.08.2010, Síða 4

Monitor - 05.08.2010, Síða 4
Monitor FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 20104 GAY-OVER SNYRTING Berglind snyrtifræðingur hjá Comfort snyrtistofunni spreyjaði brúnkumyndandi vökva á Bent sem mun haldast á í rúma viku. • Ekki fara í ljós! Skaðsömu UV-geislana viljum við unga fólkið ekki sjá og brúnkumeðferðir eru nú orðnar þrusuvinsælar, bæði meðal kvenna og karla. • Mikil aukning hefur verið á karlmönnum í kúnnahóp Comfort snyrtistofunnar. Þeir eru nú farnir að láta dekra við sig með andlitsböðum, nuddi og fótsnyrtingum. • Einnig vilja menn gjarnan losna við hár milli augabrúna, ýmist með vaxi eða plokkun. Einn heitasti hommi Íslands, Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff gekk til liðs við bátsmenn Monitor við að hreinsa götur Reykjavíkurborgar fyrir Gay Pride. Á vegi okkar varð leikstjórinn og rapparinn Bent og tókum við hann í útlitsbreytingu, svokallað gay-over, í tilefni hátíðarinnar. MEÐ HAFFA HAFF HÁR Ásgeir hárgreiðslumeistari á nýjustu stofunni í bænum, Circus Circus, greiddi Ágústi Bent í anda James Dean. Ásgeir rakaði einnig vel vaxið skegg hans en skildi bartana eftir. • Það er mikilvægt að læra að greiða og móta á sér hárið með góðum efnum. Það getur verið ígildi nýrrar klippingar. • Ekki þvo hárið daglega, þá hætta olíur hársins að myndast og náttúrulegi gljáinn hverfur. • Ef þú vilt lyftingu í hárið skaltu blása það í gagnstæða átt frá vexti hárs- ins. Myndir/Ernir „Má ég fyrst fá mér pulsu?“ „Mamma á afmæli í dag svo ég ætla að reyna að halda greiðslunni.“ „Mmm... þetta er þægilegt,“ “I have an impeccable style.“ “Setti hún nokkuð á mig dekksta litinn???“ “Told you so.“

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.