Monitor - 12.08.2010, Síða 3
The Suburbs
með Arcade Fire er mögnuð plata
sem allir ættu að næla sér í eintak
af. Þetta er
þriðja plata
sveitarinnar
og sumir
vilja meina
sú besta.
Þá er mikið
sagt, því
Funeral og
Neon Bible voru
frábærar. Hæpið í kringum Arcade
Fire á rétt á sér, þetta er ein allra
besta hljómsveit heims í dag.
Noodle Station á
Skólavörðustígnum er aðeins með
tvo rétti á matseðlinum, núðlusúpu
með kjúklingi og
núðlusúpu með
nautakjöti.
Það er líka
alger óþarfi
að flækja
málið frekar
því báðir
réttirnir eru
einstaklega
ljúffengir og
viðskiptavinum fjölgar
með hverjum deginum. Ekki
skemmir fyrir að þjónustan er hröð
og verðið er aðein 850 krónur á
skammt.
Á Kílómarkaði
Spúútnik geturðu keypt fatnað
eftir vigt á góðu verði. Hvert kíló
kostar 4.900 krónur og það getur
verið drjúgt af
gersemum.
Einnig er
hægt að
kaupa
hálft kíló
á 2.900
krónur.
Hvort
skilur meira
eftir sig, 500
gramma nautasteik eða 500 grömm
af nýjum fötum?
Monitor
mælir með
Í SPILARANUM
Í MAGANN
Systkinin Monitor og Valitor verða í miklumfótboltafíling um helgina, en þá fara
fram úrslit VISA-bikarsins í knattspyrnu. Hjá
körlunum mætast FH og KR og fer sá leikur
fram á laugardaginn og hefst klukkan 18. Hjá
konunum mætast Stjarnan og Valur og fer sá
leikur fram á sunnudaginn og hefst klukkan 16.
Monitor hvetur alla til að kíkja á þessahörkuleiki og ætlar í samstarfi við Valitor
að gefa nokkrum dyggum lesendum miða
á leikina.
Fylgist með á
Facebook-síðu
okkar og mbl.is í
dag og á morgun
og þið getið
tryggt ykkur
miða á völlinn.
3
fyrst&fremst
Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Sími: 569-1136
Blaðamenn: Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is), Vigdís Sverrisdóttir (vigdis@monitor.is) Forsíða: Ernir Eyjólfsson
Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Auglýsingar: auglysingar@monitor.is Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent
Davíð
BerndsenÆtla
vinna eurovision
næsta ár!
11. ágúst kl. 14:36
Bubbi
Morthens
Standa á
bakknum
umvafin grænni
birtu með heiðina á móti sér
heiðinn þakin blómum og
berjalyngi áin niðar. Grænblár
Þungur straumurinn ber með
sér orð frá liðnum tíma og allt
er gott.
9. ágúst kl. 19:36
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Monitor
Vikan á...
Feitast í blaðinu
Fáránlegustu nöfn
heims. Nöfn eins
og Mist Eik blikna
í samanburði
við þessi. 4
Stíllinn Fimm
mínútna förðunar-
kúrs og götutískan
í 101 Rvk
skoðuð.
Sveppi talar um
fyrstu norrænu 3D
myndina og fleira
í viðtali við
Monitor.
12
Lokaprófið Friðrik
Dór er fyrsti
maðurinn til að ná
Monitor-
prófinu. 15
Bíófrumsýningar
helgarinnar og
ferill leikkonunnar
Angelinu
Jolie. 14
Í FATASKÁPINN
Jón Ragnar
Jónsson Ég
Rússa lem í
Jerúsalem
9. ágúst kl. 09:17
Efst í huga Monitor
Bjóðum á bikarúrslitin
8
Vala Grand
stop playing u
gameing..coz
i am good .all
my pride is all
i have u been mean thats to
bad the path u chosse to run
and your all alone.here u had
a home.nothing u can say
to me that can change my
mind..i gota let u go .now i am
bounsing and i gota let u go
11. ágúst kl. 01:53
facebook.com/monitorbladidBIKARINN
„Ég hef komist að því að það er ekki hægt
að plana mikið meira en nokkrar vikur fram í
tímann í þessu starfi,“ segir Einar Aðalsteinsson,
nýútskrifaður leikari úr leiklistarskólanum
London Academy of Music and Dramatic
Art. Einar leikur á móti Heru Hilmarsdóttur
í leikritinu Vakt sem verður frumsýnt í
Norðurpólnum í kvöld. Hera er einnig við
nám í skólanum og útskrifast að ári liðnu.
Þarf að taka öllu sem býðst
„Eins og staðan er núna er draumurinn
einfaldlega að geta fengið borgað fyrir að
vera leikari. Fyrstu árin þarf maður
eiginlega að taka öllu sem
býðst,“ segir Einar sem er á
leið aftur til London í lok
ágúst eftir að sýningum
á Vakt lýkur. „Ég er
að fara í nokkrar
prufur. Kosturinn
við það að hafa
lært úti er að það
er markaður fyrir
mig þar líka. Það væri
frábært að geta hoppað á
milli og leikið bæði úti og heima,“ segir Einar.
Hann er þó mátulega bjartsýnn á að það gangi
eftir. „Þetta klikkar alveg pottþétt og ég fer að
vinna í bakaríi. Þetta nám hlýtur að geta nýst
eitthvað í það,“ segir Einar og hlær, en hann segir
erfitt fyrir unga leikara að komast að í Bretlandi.
„Hér heima er þetta aðeins öðruvísi og
snýst meira um eigin framtakssemi, að
gera hlutina sjálfur. Það er bara mjög
spennandi að vera ungur leikari á
Íslandi,“ segir Einar.
Veðramót gáfu tóninn
Margir muna eftir Heru úr myndinni Veðramót-
um, en þar sýndi hún frábæra frammistöðu
í aðalhlutverkinu og hlaut tilnefningu til
Edduverðlauna að launum. „Það hefur ekkert
skemmt fyrir umsókninni, en það eru fyrst og
fremst prufurnar sem ráða því hvort maður
kemst inn,“ segir Hera, en þegar hún komst inn í
skólann voru um 4.500 aðrir umsækjendur.
Hún segir leiklistarbakteríuna lengi hafa blund-
að í sér og að þátttakan í Veðramótum hafi sett
punktinn yfir i-ið. „Ég veit ekki alveg hvað gerði
það að verkum að ég ákvað að fara út að læra,
en það að taka þátt í þessari mynd undirstrikaði
algjörlega löngunina til að gera þetta.“
Einar og Hera koma úr hinum virta leiklistar-
skóla LAMDA í London og leika í leikritinu Vakt.
ÞETTA ER EKKI ÁRÓÐURS-
VEGGSPJALD GEGN EINELTI
Spennandi að vera
ungur leikari á Íslandi
LEIKRITIÐ VAKT
Vakt er tvíleikur eftir Halldór Armand
Ásgeirsson, 23 ára laganema og
blaðamann. Leikritið fjallar um tvo lækna
sem standa frammi fyrir vandamáli
sem engin grein um siðferði getur
hjálpað þeim að leysa. Halldór segist
hafa byggt handritið að hluta til á
eigin reynslu, bæði úr laganáminu og
frá því hann starfaði nokkur sumur
á Landspítalanum. Vakt er frumsýnt
í Norðurpólnum kl. 21.30 í kvöld og
einnig nk. sunnudag og mánudag.
Mynd/Ernir
SKÓLINN LAMDA
LAMDA er elsti leiklistarskóli
Bretlands, en á næsta ári fagnar
skólinn 150 ára starfsafmæli sínu.
Skólinn er talinn meðal bestu
leiklistarskóla heims og á vefsíðu
hans kemur fram að undanfarin
ár hafi yfir 98% útskriftarnema
fundið vinnu á sínu sérsviði innan
nokkurra vikna frá útskrift. Á meðal
þekktra leikara sem sóttu nám við
skólann eru John Lithgow, Jim Broadbent, Donald
Sutherland, Natasha McElhone og Kim Cattrall.
HALLDÓR ARMAND ER
HÖFUNDUR LEIKRITSINS