Monitor - 12.08.2010, Qupperneq 5
Matrix
Hjón í Eistlandi voru svo hrifin
af kvikmyndinni Matrix að
þau ákváðu að skíra son
sinn í höfuðið á henni.
Eftir að drengurinn
Matrix kom í heiminn
ákváðu eistnesk yfirvöld
að herða nafnalöggjöf
sína til muna og hafa
Matrix 2 og 3 ekki enn
litið dagsins ljós þar í
landi.
5FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Monitor
KentuckyFriedCruelty.com
Christopher Garnett, meðlimur dýraverndunarsamtakanna PETA,
fékk nafninu sínu breytt í KentuckyFriedCruelty.com árið 2006 til þess
að mótmæla meintri illri meðferð skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried
Chicken á kjúklingum. Nafnabreytingin vakti mikla athygli og
sjálf Pamela Anderson lýsti opinberlega yfir ánægju sinni með
kappann. Eftir að herferð PETA gegn Kentucky var yfirstaðin tók
KentuckyFriedCruelty.com aftur upp skírnarnafnið sitt, en
heimasíðan er ennþá uppi.
Batman Bin
Suparman
Það eru fáir sem skarta meira
hetjunafni en hinn tvítugi
Batman Bin Suparman frá
Singapúr. Það er ekki furða
að hann á sér aðdáenda-
klúbb á Facebook sem telur
yfir sex þúsund meðlimi.
BÖRN FRÆGA FÓLKSINS
Penn Jillette úr teyminu Penn & Teller skírði
barnið sitt Moxie Crimefighter.
Börn leikstjórans Robert
Rodriguez heita Racer,
Rebel, Rogue, Rhiannon
og Rocket.
Synir Michael Jackson
heita Prince Michael og
Prince Michael II, kallaður
Blanket.
Sylvester Stallone á
son sem heitir Sage
Moonblood.
Chris Martin og Gwyneth
Paltrow skírðu dóttur sína
Apple.
Bob Geldof og Paula Yates
skírðu dóttur sína Fifi
Trixibelle.
Paula Yates var aftur í
essinu sínu þegar hún
eignaðist dóttur með
söngvaranum Michael
Hutchence úr INXS, en
hún fékk nafnið Heavenly
Hiraani Tiger Lily.
Leikaraparið David
Duchovny og Tea Leoni
eiga soninn Kyd.
Jason Lee á son sem
heitir Pilot Inspektor.
Dóttir Bono, söngvara U2,
heitir Memphis Eve.
Félagi Bono úr U2, gítarleikarinn Edge, skírði
dóttur sína Blue Angel.
Börn Frank Zappa heita Moon Unit, Diva
Thin Muffin, Dweezil og Ahmet.
Dóttir leikarans Rob Morrow úr sjónvarps-
þáttunum Numb3rs heitir Tu Morrow.
Nicolas Cage á son sem heitir Kal-El í
höfuðið á Superman.
Leikkonan Shannyn Sossamon skírði dóttur
Harry S. Truman
Hvað er svona undarlegt
við nafn þessa 33. forseta
Bandaríkjanna? Jú, stafurinn
S í millinafninu stendur
ekki fyrir neitt annað en S.
Þannig var að foreldrar hans
deildu um hvort millinafn
hans ætti að vera Solomon
í höfuðið á móðurafanum
eða Shipp í höfuðið á
föðurafanum. Lendingin
varð að skýra hann bara S og
þannig urðu allir sáttir.
Mahershalalhashbaz Ali
Bandarískur leikari sem er þekktastur
fyrir leik í sjónvarpsþáttunum 4400 og
aukahlutverk í myndinni The Curious
Case of Benjamin Button. Hann var
reyndar skírður Mahershalalhashbaz
Gilmore, en af einhverri óskiljanlegri
ástæðu ákvað hann frekar að breyta
eftirnafninu en skírnarnafninu.
Mahershalalhashbaz er komið úr
Biblíunni, en „Maher-shalal-hash-baz“
er hebreskt máltæki sem ekki verður
reynt að þýða hér.
Hapoel Tel Aviv
Ísraelskir foreldrar ákváðu
að skýra barn sitt, sem
fæddist árið 2006, þessu
sérstaka nafni. Fyrir þá
sem eru ekki djúpt sokknir
knattspyrnuáhugamenn
er Hapoel Tel Aviv nafnið á
knattspyrnuliði sem kemur
frá ísraelsku borginni Tel Aviv.
Það þarf varla að taka fram að
faðir barnsins er eitilharður
stuðningsmaður liðsins, en
félagið er þekkt fyrir að eiga
ákaflega trygga og marga frekar
Yahoo Serious
Kvikmyndagerðarmaðurinn
og leikarinn Yahoo Serious
fæddist sem Greg Pead árið
1953, en 27 ára tók hann upp
þetta sérstaka nafn. Árið 2000
lögsótti hann leitarvélina
Yahoo! og sagði fyrirtækið
hafa stolið vörumerki sínu, en
málið var fellt niður. Yahoo
Serious á að baki nokkrar
fremur óþekktar myndir, en á
þó sæmilega fjölmennan költ-
aðdáendahóp.
Argelico Fucks
36 ára brasilískur knattspyrnu-
maður sem lagði skóna á hilluna
árið 2007. Fucks
skapaði sér
svo sannarlega
stórt nafn í
knattspyrnu-
heiminum,
en því miður
fyrir hann var
það ekki til
komið vegna hæfileika hans á
vellinum. Árið 2001 gekk hann
til liðs við portúgalska liðið
Benfica og í tilefni af því sló
íþróttafréttastöðin Eurosport
upp einhverri eftirminnilegustu
fyrirsögn seinni ára: „Fucks off to
Benfica“.
Dick Pole
Bandarískur fyrrum hafnabolta-
leikmaður og -þjálfari. Fæddur Richard
Henry Pole, en eins og svo margir
sem heita Richard var hann kallaður
Dick alla sína ævi. Með eftirnafnið
Pole var ekki við öðru að búast en
að hann yrði skotspónn endalausra
brandara um ókomna tíð. Bandarískir
íþróttafréttamenn höfðu sérstaklega gaman af því að fjalla um hann
og kepptust við að koma með skondnar og tvíræðar fyrirsagnir, enda
ákaflega auðvelt að tengja nafnið við hvers kyns neðanbeltisstarfsemi.
Robert Trebor
Við fyrstu sýn
virðist nafn þessa
57 ára bandaríska
leikara ósköp eðlilegt,
en þegar betur er að
gáð má sjá að það
er palindróma. Það
hljómar semsagt
eins hvort sem það
er sagt afturábak eða
áfram. Upprunalegt
eftirnafn Trebors var
Schenkman, en hann
ákvað að breyta því
með það fyrir augum
að vekja á sér meiri
athygli.
Byron Low Tax Looper
Byron Anthony Looper er 36
ára fyrrum stjórnmálamaður frá
Tennessee-fylki sem lét breyta
millinafni sínu í Low Tax (lágir
skattar) til þess að reyna að ná
frama í stjórnmálunum. Í dag
afplánar hann lífstíðarfangelsisdóm
sem hann hlaut fyrir að myrða
mótframbjóðanda sinn árið 1998.
Brfxxccxxmnpcccclllmmnp
rxvclmnckssqlbb11116
Sænsk nafnalög þykja nokkuð
ströng. Árið 1996 var hjónunum
Elisabeth og Lasse gert að greiða
sekt þar sem þau höfðu ekki enn
skráð nafn á son sinn sem var
orðinn fimm ára. Í mótmælaskyni
við sektina ákváðu þau að nefna
drenginn þessari 43 stafa löngu
vitleysu og sögðu að nafnið væri borið fram
„Albin“. Sænsk mannanafnanefnd hafnaði
nafninu snarlega.
God Shammgod
Bandarískur körfuknatt-
leiksmaður sem er því
miður ekki eins stórkostlega
leikinn með knöttinn og
nafnið hans gefur til kynna.
Þvert á það sem flestir
ætla þegar þeir heyra nafnið er þetta raunverulegt
skírnarnafn mannsins. God spilaði reyndar bara eitt
tímabil í NBA en hefur síðan leikið víða um heim,
til dæmis í Kína, Póllandi og Sádí-Arabíu. Spurning
hvort hann hafi náð að breiða út orðið góða á ferðum
sínum um heiminn?
Anna Bertha Cecilia Diana Emily Fanny
Gertrude Hypatia Inez Jane Kate Louise Maud
Nora Ophelia Prudence Quince Rebecca Sarah
Teresa Ulysis Venus Winifred Xenophon
Yetty Zeno Pepper
Það er næsta víst að Pepper-
hjónin hafi verið með eitthvað
sterkara en pipar í pípunni
sinni þegar þau völdu nafn á
dóttur sína. Nafnið sem varð fyrir
valinu er hér að ofan, en glöggir
lesendur sjá að nafnarunan myndar
stafrófið frá A-Z. Sökum þess hversu
nafnið var langt var hún ævinlega
kölluð Alphabet (Stafrófið).
Coco Crisp
31 árs bandarískur
hafnaboltamaður
sem leikur með
Oakland Athletic.
Coco Crisp var
skírður Covelli Loyce
Crisp, en þegar hann
var lítill fékk hann
viðurnefnið Coco í höfuðið
á morgunkorninu Cocoa
Krispies. Gaman væri að
vita hvert er uppáhalds
morgunkorn kappans?
GoldenPalace.com
Bandarísk fimm barna
móðir ákvað árið 2005 að
bjóða nafn sitt til sölu á eBay
með það fyrir augum að safna
fé til að framfleyta börnum
sínum. Það var netspilavítið
GoldenPalace.com sem átti
hæsta boð, 15.199 dollara.
Konan, sem áður hét Terri Illigan, framvísar því
skilríkjum með nafninu GoldenPalace.com í dag.
Golden Palace hefur tekið upp á ýmsum sérstökum
markaðsbrellum og til að mynda borgað fólki fyrir að
húðflúra GoldenPalace.com á líkama sinn.
SANDERS OFURSTI HEFÐI
EKKI VERIÐ SÁTTUR
BATMAN
SUPERMANSSON
FORELDRAR MATRIX
TÓKUBÆÐI RAUÐU
OG BLÁU PILLUNA