Monitor - 12.08.2010, Síða 4

Monitor - 12.08.2010, Síða 4
4 „Hver skírir barnið sitt þetta?“ er spurning sem við höfum flest varpað fram þegar við heyrum af frumstæðum nöfnum í kringum okkur. Þetta samansafn af furðunöfnum gerir það væntanlega að verkum að ekkert kemur framar á óvart í nafngiftum. Fáránlegustu nöfn heims John Anthony Portsmouth Football Club Westwood 37 ára stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins Portsmouth sem Hermann Hreiðarsson hefur leikið með undanfarin ár. Westwood lét bæta „Portsmouth Football Club“ við nafnið sitt árið 1989, en hann er einn þekktasti knattspyrnuáhugamaður Bretlands og þó víðar væri leitað. Westwood er með 60 húðflúr tengd liðinu og búinn að láta grafa upphafsstafina PFC í tennur sínar. Hann mætir á alla leiki liðsins með stærðarinnar Portsmouth-hatt og bjöllu sem hann hringir látlaust meðan á leikjum stendur. Metallica Árið 2007 háðu sænsku hjónin Michael og Karolina Tomaro hatramma baráttu við mannanafnanefnd í Svíþjóð um að fá að skýra dóttur sína Metallica í höfuðið á samnefndri rokksveit. Nefndin úrskurðaði að nafnið væri óviðeigandi, en dómsúrskurður heimilaði nafnið og Metallica litla fékk að halda nafninu. Miroslav Satan 36 ára íshokkíleikmaður sem hefur spilað í Bandaríkjunum um árabil. Satan er fæddur í gömlu Tékkóslóvakíu, en þar í landi kippa menn sér lítið upp við þetta helvíti magnaða eftirnafn. Satan þykir djöfullega góður á svellinu þannig að bandarískir íshokkíáhugamenn eru að mestu hættir að gera grín að nafninu, enda eru fáir sem þora að gera grín að sjálfum Satan. Adolf Lu Hitler Marak Það verður seint auðvelt að skilja hvers vegna indversk hjón ákváðu að skíra son sinn Adolf Hitler þremur árum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Líklega er ennþá erfiðara að átta sig á því hvernig drengurinn náði miklum pólitískum frama með þetta stórundarlega nafn, en sú varð raunin með Adolf Lu Hitler Marak. Hann fæddist árið 1948, hinn 20. apríl sem er einmitt sami afmælisdagur og Adolf Hitler átti. Indverski Hitler var stjórnmálamaður í Meghalaya-fylki og gegndi meðal annars embætti skógar- og umhverfisráðherra, áður en hann missti þingsæti sitt í kosningunum 2003. Dick Assman Kanadíski bensínstöðvareigandinn Dick Assman er 76 ára í dag, en hann segist aldrei hafa kippt sér sérstaklega upp við hið einstaka nafn sem hann ber. Assman varð heimsfrægur á einni nóttu í júlímánuði árið 1995 þegar David Letterman uppgötvaði hann og fékk hann í sjónvarpsþátt sinn. Í kjölfarið fékk hann gríðarmikla umfjöllun og var beðinn um að mæta í ótal viðtöl. Um haustið sama ár var gerð könnun þar sem fram kom að helmingur Kanadamanna vissi hver hann var, en í upphafi sumarsins var hann ekki þekktur af öðrum en vinum og fjölskyldu. Assman-nafnið er víst upprunið frá Þýskalandi og kemur af eftirnafninu Erasmus. FLESTIR HEFÐU HALDIÐ AÐ MAÐUR MEÐ SVONA NAFN FÆRI Í KLÁMIÐNAÐINN DJÖFULL ER ÞETTA GOTT NAFN Ten Million Bandarískur hafnaboltaleikmaður sem gerði það gott á fyrrihluta 20. ald- arinnar. Var þó alltaf þekktastur fyrir að bera þetta óheyrilega skrýtna nafn og voru hafnaboltamyndir af honum sérstaklega vinsælar meðal safn- ara. Það mun hafa verið amma hans sem sannfærði foreldrana um að skýra hann Ten. Þegar Ten sjálfur eignaðist dóttur sannfærði hún konu hans um að skýra hana Decillian. Sagan segir að hún hafi borgað henni 50 dollara fyrir að gera það. HVAÐ Á BARNIÐ AÐ HEITA? NÚ AUÐVITAÐ ADOLF HITLER! TEN MILLION VAR HVERRAR KRÓNU VIRÐI MÁ JOHN WESTWOOD BÚA HJÁ ÞÉR Í MÁNUÐ? Monitor FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.