Monitor - 30.09.2010, Side 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2010
Monitor ræddi við Úlf Hansson, bassaleikara
í þungarokkssveitinni Swords of Chaos
Vala rígheldur
í meydóminn
Glamúrpían Vala Grand heldur
leit sinni að hinum eina rétta
áfram og skrifar hún á Facebook-
síðu sína að hún hafi ekki stundað
kynlíf síðan hún varð löggilt kona.
„Mamma spurði mig hver væri
tilgangurinn með því að kaupa öll
þessi nýju undirföt ef ég ætlaði
ekki að deila þeim með neinum,“
skrifar Vala. „Þá sagði ég við hana
að sá eini sem fengi að sjá mig í
nýju undirfötunum væri einhver
heppinn þarna úti,“ skrifar hún enn
fremur og heldur áfram: „Ég ætla
að halda meydómnum sko. Ekkert
stress mamma, ég mun finna nýjan
tengdason sem getur borðað góða
matinn þinn.“
Mynd/Kristinn
Sverð óreiðunnar? Nafnið kom til rétt fyrir
fyrstu tónleikana okkar. Við vorum ekki komnir
með nafn og strákurinn sem var að setja upp
plakatið fyrir tónleikana hringdi og spurði okkur
að nafni. Við fórum þá á Wikipedia og smelltum
þar á „random article“. Upp kom grein um tölvu-
leikinn Swords Of Chaos sem við höfðum einmitt
allir spilað svo þar var nafnið komið.
Þið tjáið ykkur alfarið á ensku á Myspace-síðu
ykkar. Hvað þýðir eiginlega „subliminal aural
contradictions leave the masses perplexed“?
Þetta er setning sem ég setti saman því mér
fannst standa of mikið á síðunni. Þýðingin er
eitthvað á borð við: Mótsagnir undirmeðvitund-
arinnar skilja við mannfjöldann ráðalausan. Segir
allt sem segja þarf.
Er þungarokkið að deyja út? Nei, það lifir enn.
Eruð þið svona harðir í alvörunni? Alls ekki.
Við eru allir ljúfir sem lömb inn við beinið þó við
spilum þungarokk. Ég myndi líka segja að okkar
tónlist sé meira að segja fyrir þá sem hlusta ekki
á þungarokk vanalega.
Er rokkið bara partí og grúppíur? Langt því frá.
Það er blóð, sviti og tár.
Er gítarleikarinn ykkar, Albert Finnboga,
eitthvað skyldur Alfreð Finnboga knattspyrnu-
manni? Já, það hlýtur eiginlega að vera. Ég er
samt ekki viss.
Þið hafið verið þekktir fyrir óútreiknanlega
sviðsframkomu. Söngvarinn okkar, nafni minn
hann Úlfur, breytist í lítið óargadýr þegar við
byrjum að spila, sem er mjög skemmtilegt. Aldrei
að vita hverju hann tekur upp á næst.
Nýja platan er virkilega flott. Takk fyrir það. Við
erum búnir að vera að vinna að henni alveg síðan
sveitin var stofnuð. Það var mjög skemmtilegt að
taka upp plötuna en við tókum hana upp á fimm
dögum í hljóðveri sem var rétt fokhelt. Fínt að
klára þessi lög til að geta byrjað á nýju efni.
Hvað tekur við? Við erum allir með mörg járn
í eldinum svo stundum er erfitt að finna tíma til
að æfa og svoleiðis. Núna erum við að einbeita
okkur að æfingum fyrir útgáfutónleikana okkar
en við verðum með alls konar skemmtilegar
uppákomur þar. Verðum með 20 manna
brassband og eldgleypi svo eitthvað sé nefnt. Svo
erum við að spila á Airwaves núna í október en
eftir það erum við allir að fara að vinna í öðrum
verkefnum. Næsta mál á dagskrá er svo bara að
byrja á nýrri plötu.
Ætla Swords of Chaos að reyna að meika það?
Innst inni í hjörtum okkar erum við nú þegar
búnir að meika það.
„Þetta er ferlega skemmtilegt og spennandi. Hluturinn
verður kynntur á föstudaginn og þá hefst keppnin,“
segir Stefán Þór Helgason, verkefnisstjóri keppninnar
Snilldarlausnir Marels sem er haldin í annað sinn í ár.
Hugmyndasamkeppnin snýst um að taka venjulegan
hlut og gera sem mest virði úr honum. Keppendur
taka hugdettuna upp á myndband og sýna fram á
nýtt notagildi hlutarins. „Framhaldsskólanemar á öllu
landinu mega taka þátt og við viljum fá sem flesta til
að senda inn myndbönd,“ segir Stefán en veitt eru
peningaverðlaun í keppninni
Hugsa út fyrir kassann
Þeir sem vilja taka þátt ættu því strax að leggja
höfuðið í bleyti því keppnin hefst föstudaginn 1.
október. Þá verður hinn hversdagslegi hlutur kynntur
og uppfinningamenn geta hafist handa við að
finna ferskustu hugmyndina. „Það er svo einfalt og
skemmtilegt að taka þátt. Eina sem þarf að gera er að
hugsa út fyrir kassann og horfa á hversdagslegan hlut
frá öðru sjónarhorni en venjulega,“ segir Stefán.
Möguleikarnir endalausir
Í fyrra var hluturinn sem vinna átti með herðatré og
komu fjölmargar lausnir til greina sem sigurvegari en
besta hugmyndin þótti svokallað gítartré. „Flestir sjá
fyrir sér að einungis sé hægt að nota herðatré til að
hengja upp föt en við komumst að því í fyrra að hægt
er að gera ýmislegt annað við þau eins og til dæmis að
hengja upp gítara og safna saman dósum,“ segir Stefán.
Hægt er að sjá myndböndin frá keppni síðasta árs á
YouTube og á vefsíðu Snilldarlausna, snilldarlausnir.is.
„Úrslitin ráðast í nóvember í Alþjóðlegri athafnaviku
og verðlaunaafhendingin fyrir Snilldarlausnir 2010
verður í vikunni,“ segir Stefán spenntur en Jón Gnarr
verður einn af talsmönnum vikunnar þetta árið.
Ljúfir sem lömb
Græn og
gítarvæn
herðatré
Hversdagslegir hlutir fá nýtt
notagildi í Snilldarlausnum
Marel, hugmyndasamkeppni
framhaldsskólanna.
STEFÁN ÞÓR ER
MEÐ LAUSNINA
EKKI MISSA AF ÚTGÁFUTÓNLEIKUM SWORDS OF
CHAOS Á FAKTORÝ FÖSTUDAGINN 1. OKTÓBER
SWORDS OF CHAOS
Stofnuð: Árið 2007
Uppruni: Borgarbörn
Meðlimir: Albert Finnbogason (rafmagnsgítar),
Ragnar Jón Hrólfsson (trommur), Úlfur A. Einarsson
(söngur) og Úlfur Hansson (bassagítar).
Plötur: The End Is As Near As Your Teeth (2010).
Mynd/Ernir
Borgaði Frikka
fyrir lagið
Ungi Hafnfirðingurinn Bjarki Lár
setti í vikunni inn lagið Bara þú á
YouTube og hefur fengið yfir 6 þús-
und heimsóknir á tveimur dögum
sem verður að teljast nokkuð gott.
Glöggir hlustendur hafa tekið eftir
því að laginu svipar ískyggilega til
smella tónlistarmannsins Friðriks
Dórs sem hafa notið mikilla
vinsælda á undanförnu ári. Ekki
er þar um neina tilviljun að ræða
því Bjarki borgaði Friðriki Dór fyrir
að semja lagið en söngvarinn ungi
fékk einnig sömu upptökumenn og
hafa unnið fyrir Friðrik Dór til að
útsetja lagið sem virðist ætla að slá
rækilega í gegn.