Monitor - 11.11.2010, Blaðsíða 6

Monitor - 11.11.2010, Blaðsíða 6
SVEPPI 1. Robbie Williams. 2. Heitir hún ekki bara Kalli Bjarni? 3. Seattle. 4. Keith Richards. 5. Duran Duran. 6. Ég giska bara á Hjálma. 7. Pollapönk. 8. Gordjöss. 9. Ringo. 10. Hólm, Goggi Hólm! 11. 1983. 12. Ellý. 13. Dögun París. 14. Nirvana. 15. Grafík. 16. Amerískan fótbolta? 17. Kiss. 1. Hvaða söngvari er nýlega byrjaður aftur í Take That? 2. Hvað heitir fyrsta sólóplata Kalla Bjarna? 3. Frá hvaða borg kom hljómsveitin Nirvana? 4. Hver lék pabba Jacks Sparrows? 5. Hvaða hljómsveit gerði plöturnar Mesmerize og Hypnotize? 6. Hvaða hljómsveit var að gefa út plötuna Upp og niður stigann? 7. Hvað heitir krakkapönkbandið sem Heiðar og Halli í Botnleðju eru í? 8. Hvað geta ekki allir verið samkvæmt nýju lagi með Páli Óskari? 9. Hver Bítlanna söng Yellow Submarine? 10. Hvert er eftirnafn Georgs í Sigur Rós? 11. Hvaða ár er Lady Gaga fædd? 12. Hvaða fræga söngkona var systir Villa Vill? 13. Hvað heitir yngsta dóttir Bubba Morthens? 14. Með hvaða bandi trommaði Dave Grohl? 15. Með hvaða hljómsveit gaf Andrea Gylfa fyrst út? 16. Um hvaða íþrótt er frægasta lag Carl Douglas? 17. Hvaða þungarokksband hætti að mála sig 1983? 6 Monitor FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 POPPPUNKTUR fræga og fallega fólksins Friðrik Dór og Sveppi mætast í undanúrslitum. Aldurinn að segja til sín Djöfull er ég góður! Andrea Gylfa bjargaði þessu. Ég held að reynslan hafi skilað mér sigrinum. Maður er hokinn af reynslu í lífinu. Til dæmis spurningin um Gra- fík, þar er aldurinn að segja til sín. „Þetta er mjög skemmti- legt,“ sagði Eiríkur Guð- mundsson er Monitor náði tali af honum en Eiríkur, ásamt Valdimari Erni Flygen- ring leikara, sér um fyrirtækið Studio list. „Námskeiðin hafa heppnast vel og sumir hafa sótt um að koma oftar en einu sinni,“ segir Eiríkur en Studio list sér um námskeið í leiklist, kvikmyndagerð og framleiðslu á kynningarefni og stuttmyndum fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára á vegum Vinnumálastofnunar. „Við erum með frábæra aðstöðu hérna,“ segir Eiríkur en námskeiðin halda áfram í vetur og verður skemmtilegt að sjá útkomuna. NÝJA POPPPUNKTSSPILIÐ ER VÆNTANLEGT Í VERSLANIR Í NÓVEMBER. Námskeiðin í Studio list slá aldeilis í gegn. Spennandi námskeið fyrir ungt og skapandi fólk HÓPURINN Í STUDIO LIST Á GÓÐRI STUNDU Svör:1.RobbieWilliams,2.KalliBjarni,3.Seattle,4.KeithRichards,5.Systemofadown,6.SálinhansJónsmíns,7.Pollapönk, 8.Gordjöss,9.Ringo,10.Hólm,11.1986,12.EllýVilhjálms,13.DögunParís,14.Nirvana,15.Grafík,16.KungFu,17.Kiss. Mynd/Ernir SVEPPI FJÖLMIÐLA- MAÐUR MEÐ MEIRU FRIÐRIK DÓR 1. Robbie Williams. 2. Hún heitir Þetta er lífið. 3. Seattle. 4. Keith Richards. 5. Prodigy eða eitthvað? 6. Sálin. 7. Pollapönk. 8. Gordjöss. 9. Ringo Starr. 10. Hólm. 11. 1987. 12. Ellý Vilhjálms. 13. Dögun París. 14. Nirvana. 15. Todmobile. 16. Amerískan fótbolta? 17. Kiss. 13 RÉTT Fljótfærnin varð mér að falli Ég hefði átt að taka System Of A Down. Fljótfærnin varð mér að falli svo ég hef við engan að sak- ast nema sjálfan mig. Ég verð bara að bíta í það súra epli að hafa brugðist sjálfum mér. Eftir að hafa rétt marið Völu Grand átti ég nú satt að segja ekki von á miklu frá Sveppa, en hann hefur greinilega tekið sig gífurlega á og lagst yfir fræðin. Ég var næstum því alveg viss um að Friðrik Dór myndi vinna, en enn einu sinni kemur bara í ljós að ekki er allt sem sýnist í Popppunkti – allt getur gerst. Ég óska Sveppa til hamingju með að vera kominn í úrslit og kveð Friðrik með söknuði. Ég fæ hann kannski bara í Popppunkt í sjónvarpinu næsta sumar í sameinað lið hjartaknúsara. 12 RÉTT FRIÐRIK DÓR TÓNLISTARMAÐUR Sýndar- Jóhanna Á vefsíðunni Stardoll.com býðst notendum að skapa sér sínar eigin dúkkulísur og klæða þær upp eftir eigin höfði í sýndarútgáfur af klæðnaði ýmissa stjarna og tísku- mógúla. Ungir aðdáendur Eurov- ision glöddust á spjallborði nokkru á dögunum þegar þeir uppgötvuðu að rjómatertukjóllinn frægi, sem Jóhanna Guðrún klæddist á sviðinu í Moskvu, hefur verið endurskapaður á síðunni. Kjóllinn góði er þó ekki ókeypis frekar en annað en hann kostar heila tíu stjörnudollara, sem er eini gjaldgengi gjaldmiðillinn á síðunni. Jóhanna er ekki fyrsti Íslendingur- inn til að fá sýndarútgáfu af kjól sínum á Stardoll því þar má einnig nálgast svanakjól Bjarkar. Árni berst við Norður-Íra MMA-kappinn Árni „úr járni“ Ísaks- son berst við norður-írskan náunga að nafni Ronan McKay í Belfast á Norður-Írlandi á laugardaginn. Árni hefur verið við stífar æfingar í Dublin á Írlandi undanfarinn mánuð hjá kappa að nafni John Kavanagh og kveðst hann vel undirbúinn og ætlar sér ekkert annað en sigur. Skammt er síðan Árni gerði góða ferð til Úkraínu þar sem hann lagði Rússann Magomed Saadulaev að velli og varð ProFC-meistari. Á mbl. is má sjá myndband frá því þegar Monitor hitti Árna í Combat Gym í Ármúla og fékk hann til að sýna hvernig hann pakkaði Rússanum saman. Benni Hemm Hemm með nýja breiðskífu Fjórða breiðskífa tónlistarmannsins, Benna Hemm Hemm er væntanleg í búðir á næstu vikum. Gripurinn ber nafnið Skot og inniheldur lög sem Benni samdi í Skotlandi þar sem hann er búsettur. Hljómsveitin Retro Stefson spilar með Benna á plötunni sem var tekin upp í Sundlauginni í sumar. Lagið FF ekki CC þar sem Benni sannfærir sjálfan sig um að kjötát sé slæm hugmynd hefur nú þegar fengið góðar viðtökur síðan það fór í spilun í sumar. Annað lagið til að fara í spilun er Við við til til og er þar á ferðinni frábær smellur.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.