Monitor - 11.11.2010, Blaðsíða 10

Monitor - 11.11.2010, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 hljómsveit til að spila verkin sín. Þetta er svo stór hljóðheimur. Það var líka ótrúlegt fyrir mig að syngja bara og vera ekki að spila. Þegar ég byrjaði í tónlist ætlaði ég helst ekki að vera á sviðinu, svo var ég allt í einu kominn á svið með engan gítar, bara að syngja og það með sinfóníu. Ég hugsaði með mér: Hvað er ég búinn að koma mér út í núna? Ég hafði miklar áhyggjur af að buxnaklaufin mín væri opin því yfirleitt hylur gítarinn það svæði. Ég gáði svona sex eða sjö sinnum áður en ég gekk á svið hvort klaufin væri ekki örugglega lokuð. Þegar við spiluðum svo í París náði ég að njóta augnabliksins betur þó það hafi verið líka gaman hérna heima. Heimildarmyndin Who Is Barði? sýnir mjög sterka mynd af þér sem karakter. Þetta var í rauninni kynningarmynd fyrir útgáfuna á Something Wrong í Frakklandi. Yfirleitt eru gerðar svona myndir þar sem hljómsveitin er að tala um hvað hún er góð og sýnt úr stúdíóinu. Þetta eru svona sjálfshólsmyndir þar sem ákveðin ímynd er sköpuð og ég vildi ekki gera enn eina svona mynd þar sem ég sit við mixer- inn og sýni öllum hvað ég er flinkur. Ég vildi frekar gera eitthvað sem er skemmtilegt að horfa á og vann þessa mynd með Ragnari Braga fyrir nokkuð löngu síðan. Þú ert afspyrnu rólegur og virðist stundum áhugalaus í sjón- varpsviðtölum. Áður en sjónvarpsvélar fara í gang talar maður við spyrilinn eðlilega. Svo um leið og kveikt er á myndavélinni breytir spyrillinn oft um rödd, breytir um týpu, fer allur að vera á iði og hagar sér skyndilega eins og hann hafi andað að sér hlátursgasi. Mér er alveg sama þó aðrir vilji vera í skrípaleik og leika einhverjar týpur og fara svo að væla inni í skáp. Labbandi inn í sjónvarpssal kreistandi út hlátur, látast rosa hressir og miklir með sig, í staðinn fyrir að geta bara sagt: Í dag er ég ekkert svo hress. Nú, eða bara vera eðlilegur. Finnst þér fíflaskapur vera merki um veikleika? Það er ætlast til þess að maður hlægi að öllum bröndurum þó þeir séu ekki fyndnir og svo eru menn oftast búnir að maka sig út í einhverri appelsínu- gulri sápu. Fólk segir eitthvað óöryggisbull og svo kóa þau hvort annað með óöryggishlátri. Um leið og útsending er búin fara þeir úr karakternum, halda heim og eru jafnvel með leiðindi. Síðan sitja þeir uppi með þessa hressu gervitýpu. Ef þetta væru leiknir þættir væri þetta í lagi en í raun er fólk að þykjast vera það sjálft, án þess að vera það sjálft. Mér finnst allt í góðu ef menn vilja spila þennan fíflaleik, ég vil bara ekki taka þátt í honum. Eins er ég lítið fyrir tilfinningarúnk og því þegar spyrlar vita ekkert um viðmælandann. Spyrillinn er sá sem fær borgað fyrir að taka viðtöl og því lágmark að hann sé búinn að vinna heimavinnuna sína. Annars er ég ekki að alhæfa og það eru til margir eðlilegir spyrlar á Íslandi. Var þátttaka þín í Laugardagslögunum árið 2008 ekki óvænt skref á ferlinum? Ég var beðinn um að vera með og ég er alltaf til í áskorun. Hingað til hefur Júróvisjón ekki verið ofarlega á blaði hjá mér þannig að ég ákvað að slá til. Ég varð að prófa þetta og sjá hvort ég væri skápa-Júróvisionisti. Svo var ekki, en ég alla vega prófaði og allir sem tóku þátt í atriðunum mínum voru frábærir og þetta var mjög góð skemmtun... , það var gaman en bara einu sinni. Það eru margir sem eru að gera þyngri tónlist sem segjast geta samið vinsælt popplag á klukkutíma, en þeir gera það aldrei og sanna það ekki. Ég vildi sanna þetta fyrir sjálfum mér að geta gert vinsælt popplag á þremur tímum. Margir tala bara um hlutina og geta svo ekkert. Geturðu gefið mér dæmi? Ég hitti einu sinni franskan gaur í partíi og hann sagðist vera svo mikill listamaður að hann vildi ekki láta gefa út tónlistina sína. Í staðinn var hann með rosalegt konsept sem hann sagði að væri mjög vinsælt og virkaði þannig að hann hélt alltaf bara eins manns tónleika í herberginu sínu. Síðan fór ég að spyrjast fyrir um manninn og þá voru allir mjög pirraðir á honum því hann var alltaf að hringja í fólk og biðja það um að koma heim til sín. Hann var að pína fólk til að mæta á tónleika sem það gat ekki labbað út af. Þetta var ábyggilega eina leiðin fyrir hann að fá einhvern til að sitja undir draslinu sínu. Finnst þér konseptið ekki skipta máli? Það er oft búið til svakalegt konsept sem er mjög flókið en verkið sjálft er kannski einfaldlega lélegt. Niðurstaðan endar sem drasl þó að konseptið væri rosalega flókið. Mér er alveg sama um konsept, niðurstaðan skiptir máli. Annaðhvort er þetta flott eða ljótt, vekur upp tilfinningu eða ekki. Það er alltaf hægt að búa til einhver konsept um ekki neitt. Þú ferð kannski á listasýningu og listamaðurinn kemur og segir: „Áður en þú sérð sýninguna verðurðu að heyra konseptið.“ Af hverju? Svo liggur bara penni á borðinu. Ég gæti fantaserað upp konsept á bakvið allan fjandann. Ég gæti lagt bjórdós á borðið og útskýrt konseptið klukku- tímum saman. Eftir stendur: bjórdós á borði. Slík list var uppreisn fyrir mörgum árum, í dag flokka ég það bara undir leti og skort á hugmyndaflugi. Hvað finnst þér skemmtilegast að vinna í tónlist? Allt hefur sína kosti og galla. Þegar ég er að gera plötu tekur það rosalega langan tíma sem er skemmtilegt því þá get ég gefið mér tíma til að fara í öll smáatriði. Að búa til tónlist við auglýsingu tekur hins vegar kannski innan við viku svo kosturinn við slíka vinnu er að sjá eitthvað klárast á stuttum tíma. Maður er kannski endalaust að dútla eitthvað í plötu og meira að segja eftir að hún er komin út vil ég laga eitthvað, sem getur verið mjög pirrandi. Svo þarf maður að spila efnið sitt í mörg ár svo ég vil ekki gefa út eitthvað drasl og sitja uppi með það. Hvernig myndirðu flokka tónlistina þína? Það er búið að flokka tónlistina mína í allskonar stefnur en ég myndi segja að hún væri góð. Það er bara til góð og léleg tónlist og mín flokkast undir góða, annars væri ég ekki að senda hana frá mér. Að sjálfsögðu er svo hver og einn einstaklingur með mismunandi smekk þannig að það eru örugglega margir sem eru ekki sammála mér. Ég varð að prófa þetta og sjá hvort ég væri skápa- Júróvisionisti. Svo var ekki.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.