Monitor - 11.11.2010, Blaðsíða 12

Monitor - 11.11.2010, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Linda Benediktsdóttir 22 ára, módel og nemi í lífefnafræði Hvernig er að vera í lífefnafræði? Það er svakalega mikil vinna, en samt skemmtilegt. Þetta er náttúrulega mitt áhugasvið og þetta er gaman. Hvaða litum klæðist þú helst? Svörtum, ég á mjög mikið af dökkum fötum. Núna á ég reyndar líka mikið af kamellituðum bolum, það var eitthvað mikið í sumar. Hvar finnst þér skemmtilegast að versla? Ég verslaði mikið í New York og Boston í sumar en það eru bestu staðirnir til að versla. Ég reyni að nýta mér þegar ég fer erlendis og versla þar. Hvaða tónlist getur þú alltaf hlustað á? Hljómsveitin the XX, ég fæ ekki nóg af þessari hljómsveit. Spila það til dæmis mikið þegar ég er að læra. Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Mér finnst Chanel alltaf klassískt. Annars er ég mjög hrifin af MiuMiu og Chloé, þó að þeir séu alveg endalaust fleiri sem eru í uppáhaldi. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Ég keypti mér eina rosalega kósí peysu úti frá DKNY og það er hægt að breyta henni eins og maður vill svo hún er eins og ný og ný flík. Hún er í miklu uppáhaldi núna. Hvort kaupir þú þér frekar skó eða föt? Föt en ég er örugglega með þeim fáu sem finnst skemmtilegra að kaupa mér föt. Hlýtt fyrir veturinn Linda Benediktsdóttir í vetrarfatnaði frá Vír EF LINDA VÆRI BUFF VÆRI HÚN LINDUBUFF, ÞVÍ HÚN ER SVO SÆT Lindsay Lohan og Kim Kardashian klæddust sama kjólnum frá Brian Lichtenberg. Hettan hjá Lindsay gerir hann svolítið rokkaralegan en Kim er í flottari og grófari skóm sem passa mun betur við kjólinn. Þær deila því titlinum. Það er óhætt að segja strax að Rihanna rústar Jennu Elfman í þessari baráttu. Þær klæðast röndóttum kjól frá Alexander McQueen. Jenna er kvenlegri á meðan Rihanna rokkar hann upp með fylgihlutum og hettunni. Söngkonan LeAnn Rimes klæðist hér kjól frá Julia Clancey en það gerir einnig fegurðardísin Shanna Moakler. Stílnum finnst þær báðar púlla kjólinn einstaklega vel. Shanna fær þó vinninginn þar sem skórnir hennar eru fallegri. Anne Hathaway og fyrirsætan Chanel Iman féllu báðar fyrir Marc Jacobs kjólnum sem fer líkamsbyggingu þeirra beggja vel. Chanel ber þó sigur úr bítum því Stílnum þykir að þessu sinni fallegra að vera sokkabuxnalaus við kjólinn. Stjörnustríð Linda klæðist fötum frá vinnufataverslun- inni Vír og 66°Norður 66°N Logn hettu- peysu 16.500 kr. Laugavegur dúnjakki 28.500 kr. Dickies cargo buxur 12.500 Dickies skór 16.000 kr. stíllinn „Þetta er svolítið meira en bara venjulegur fatamarkaður,“ segir Björt Ólafsdóttir en hún, ásamt hópi föngulegra kvenna og karla, stendur fyrir vetrarmarkaðnum SKRANANAS sem haldinn verður laugardaginn 13. nóvember frá kl. 11-18 í Hugmyndahúsi Háskólanna. Hópurinn sem stendur fyrir skransölunni samanstendur af fólki úr ýmsum áttum að sögn Bjartar. „Þetta eru kennarar, húsmæður í barneignarleyfi, hönnuðir og bara allur skalinn af fólki,“ segir Björt og bætir við að til sölu verði fallegar flíkur. „Við erum allar mjög smart stelpur svo það verður margt fallegt á boðstólum,“ segir Björt en ásamt fötum verða þær ásamt mökum með ýmislegt fleira á boðstólum. „Það verða líka heimilistæki, skór, geisladiskar, barnaföt og auðvitað strákaföt,“ segir Björt, svo strákar mega alls ekki láta sig vanta á skransöluna. „Strákarnir eru aðallega að selja skó og geisladiska en auðvitað margt annað líka.“ Björt verður með hágæðafatnað til sölu og allt verður á mjög góðu verði að hennar sögn. „Ég verð aðallega með vönduð föt,“ segir Björt en í gegnum tíðina hefur hún hent lélegu eintökum fataskápsins. „Föt úr H&M og einhver úr lélegum efnum fóru bara beint í ruslið þegar ég hætti að nota þau svo það sem eftir stendur eru virkilega flottar flíkur úr vönduðum efnum,“ segir Björt um það sem verður á boðstólnum hjá henni. „Þetta eru föt sem ég hef aldrei tímt að henda en hef samt ekki notað í einhvern tíma,“ segir Björt ánægð með úrvalið. „Fötin eru úr KronKron og frá Opening Ceremony, Kishimoto og svo verð ég með vintage föt úr Spútnik og margar fallegar yfirhafnir.“ Skransalan SKRANANAS verður með allt mögulegt á boðstólnum eins og til dæmis hátískufatnað og heimilistæki. Vandaðar vörur á skransölu Mynd/Árni Sæberg BJÖRT, MARTA OG SUNNA DÖGG SELJA SKRAN UM HELGINA Sirkus Sóley Sigríður Guðnadóttir Sirkus Ísland NÆSTA VIKA: Nánar á www.tjarnarbio.isUnglist Hjaltalín 18.NÓV. 5.-13.NÓV. FORSÝNING 16.NÓV. 19.-20.NÓV. FRUMSÝNING 17.NÓV.Mojito Nýtt leikverk eftir Jón Atla TÓNLEIKAR ÚTGÁFUTÓNL. SUNNUDAGAR ERU FJÖL- SKYLDUDAGAR Miðasalan er opin virka daga frákl.13-15 Sími: 527 2100 www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík SUN 14.NÓV.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.