Monitor - 11.11.2010, Blaðsíða 5

Monitor - 11.11.2010, Blaðsíða 5
Austfirsku drengirn- ir í hljómsveitinni Miri gáfu nýverið út fyrstu breiðskífu sína sem ber nafnið Okkar. Um er að ræða stórgóða og kröftuga plötu sem allir verða að kaupa sér hið snarasta. Nær ekkert er sungið í lögum Miri en ekki láta blekkjast, þau eru samt flott. Nú eru strákarnir í Tjakk rassi mættir aftur og það í þrívídd. Jackass 3D gefur fyrri uppátækj- um Johnny Knoxville og félaga ekkert eftir og í þessari mynd ganga þeir jafnvel lengra í fíflaskapnum en áður. Monitor er að gefa miða á myndina á Facebook. Nýjasta æðið í eldhúsinu eru vafalaust hinar dísætu cupcakes. Allskonar skraut og föndur fylgir gerð þessa krúttlega sætabrauðs og nú er meira að segja hægt að fara á námskeið í cupcake skreytingum. Brátt hefst lærdómsátak fyrirjólaprófin hjá skólafólki og jólin nálgast óðum. Það er mikilvægt að missa sig ekki í nammiáti á þessum tíma og halda heilbrigðinu vel við. Smá prófaljóta og jólaspik eru eðlileg en það er hægt að koma í veg fyrir hvort tveggja með einföldum aðgerðum. Í prófunum er til dæmis mjög gott að hreyfa sig milli þess sem maður hellir sér í lærdóminn og getur það verið virkilega hressandi. Einnig væri sniðugt að sleppa öllu prófanamminu og borða til dæmis vínber í staðinn. Hvað varðar aðventuna er alveg fráleitt að ætla sér að sleppa öllu sætabrauði og nammi á þeim tíma en öllu þarf að stilla í hóf. Upplagt væri að reyna að gæða sér á hollu hátíðafæði eins og mandarínum, sem eru virkilega jólalegt góðgæti sem allir elska. Ekki missa ykkur á næstu mánuðum. Þið gætuð séð eftir því. Monitor mælir með Í SPILARANN Í BÍÓ 5 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is) Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Ernir Eyjólfsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Monitor Feitast í blaðinu Friðrik Dór og Sveppi mætast í undanúrslitum popppunkts fræga fólksins. 6 Í kvikmynda- húsum landsins verður heilmikið um að vera um helgina. Barði Bang Gang nennir ekki að flippa, en er í stór- skemmtilegu viðtali. 11 Arnar Grant er ekki bara líkamlegt musteri. Hann þreytir Lokaprófið. 14 Stíllinn í stjörnu- stríði og ræðir við stelpur sem standa fyrir skransölu. 12 8 Högni Egilsson Eigum við að hætta að tala um tilfinningar og spila smá músík? 9. nóvember kl. 22:37 Vikan á... Óli Geir Svanur hjá Tattú og Skart búin að setja síðustu myndina inní sleevið mitt sem hann er að gera, ekkert smá sáttur! Ég á bara eitt session eftir og það er í byrjun des, þá er hendin reddý :) Á bara eftir að skyggja á gera bakrunnnnn! 9. nóvember kl 19:13 Tobba og Kalli ætla að láta gott af sér leiða og gefa eintök af Dömusiðum og Næstu jól undir jólatréð í Smáralind. Blaz Roca er ógeðslega sáttur með rosalegustu útgáfutónleika í mannkynssögunni. takk fyrir allt þetta rosalega pepp, luuuuuuuuuuuuuuuuuv! 8. nóvember kl. 04:20 Efst í huga Monitor Prófaljóta og jólaspik óþörf PRÓFIN OG JÓLIN FARA ILLA MEÐ MARGA Á VIGTINNI „Fólk getur hlustað á diskinn hans á meðan það les um stefnumót eða eldar upp úr bókinni minni,“ segir fjölmiðlaprinsessan Tobba Marín- ósdóttir. Hún hefur sent frá sér sína aðra bók, Dömusiðir, á sama tíma og kærastinn hennar, Karl Sigurðsson, kenndur við Baggalút, hefur sent frá sér jólaplötuna Næstu jól. „Ég er búinn að lesa bókina hennar og þetta er alveg fullkomið lesefni á meðan maður er að hlusta á diskinn,“ segir Kalli. „Við ætlum að vinna þetta eins mikið saman og við getum og vera dugleg að tala hvort annað upp,“ segir hann og er greinilegt að þau hafa myndað með sér mikið skjallbandalag. Prumpað fyrir framan kærastann Dömusiðir er önnur bók Tobbu en sú fyrsta, Makalaus, kom út í vor og seldist feikivel. „Þetta er dömuhandbók sem kennir konum hvað ber að varast á Facebook, hvernig á að skipta um dekk, hvernig á að forðast klamydíu og hvernig hægt er að prumpa fyrir framan kærastann án þess að hann hætti með þér. Og allt þar á milli,“ segir Tobba. Nafn bókarinnar minnir óneitanlega á bók Gillzeneggers, Mannasiðir, sem kom út um síðustu jól. „Það var Egill sjálfur sem stakk upp á því að ég myndi skrifa þessa bók,“ útskýrir Tobba. „Við erum fínir félagar og höfum þekkst síðan hann var að deita frænku mína þegar við vorum unglingar í Kópavogi. Þá var hann með fjólublátt hár og vann á pítsastaðnum Papinos í Kópavogi.“ Óttalegir jólakarlar Jólaplata Baggalúts, Næstu jól, er sjötta platan sem flokkurinn gefur út. „Við erum óttalegir jólakarlar,“ segir Kalli. „Við höfum gefið út að minnsta kosti eitt jólalag á ári frá árinu 2001. Við gáfum út jólaplötu 2006, en á þessari plötu er að finna þau sjö lög sem við höfum gefið út síðan þá auk fjögurra nýrra,“ segir hann. Baggalútur heldur fjóra jólatónleika og seldist upp á þá alla á mettíma án þess að þeir væru auglýstir nokkuð. „Við höfum fengið ákúrur frá fólki sem náði ekki að kaupa miða en við höfum ekki tækifæri til þess að bæta við tónleikum, bæði út af salarkynnum og eins vegna tímaleysis hjá okkur. En við erum hvergi nærri hættir að halda jólatónleika,“ segir Kalli. Vefur Baggalúts hefur verið starfandi frá árinu 2001 en hefur aldrei verið vinsælli en nú og er á meðal aðsóknarmestu vefja landsins. Það er freistandi að spyrja hvort Baggalútsmenn hafi ekki rætt um að reyna að hagnast á sölu auglýsinga á vefnum. „Það hefur ekki komið til umræðu hjá okkur. Okkur langar ekkert til þess að menga hann með einhverjum utanaðkomandi öflum. Ekki fyrr en við erum orðnir staurblankir,“ segir Kalli og hlær. Tobba Marínós gefur út bók á meðan kærastinn hennar Kalli og félagar hans í Baggalúti gefa út jólaplötu. Mynd/Golli Engin barátta á milli okkar PLÖTUR BAGGALÚTSPabbi þarf að vinna (2005) Aparnir í Eden (2006) Jól og blíða (2006) Nýjasta nýtt (2008) Sólskinið í Dakóta (2009) Næstu jól (2010) Auðunn Blön- dal hahahaha og ég sem var farinn að halda að enginn sem ég þekkti á facebook héldi með Liverpool...sjá þessa lúða spretta út eins og beljurn- ar á vorin eftir 1 nettann og þakklátann heimasigur :) 7. nóvember kl. 18:24 Ingólfur Þórarinsson ég er alveg eins à djamminu og knattspyrnu- vellinum. Legg meira upp fyrir fèlagana en èg skora sjàlfur. 6. nóvember kl. 15:59 FYRIR SÆLKERA

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.