Ísfirðingur - 12.12.1990, Blaðsíða 5
ÍSFIRÐINGUR
5
Ragnar Guðmundsson, Brjánslæk:
rrt • 7 1 • s •
Til Ijóssins
Láttu ekki dimmuna drepa þig niður
né dýrka Bakkus um of.
Því skammdegisrökkrinu er falinn í friður
og frelsarans dýrasta hof,
höndina réttir þér, reisir þig við,
því raunhæft þú syngur lof.
Þraukaðu veturinn, þiggðu og gefðu
og þeyrinn til hjartans nær.
Sem vorsólin hlýja gefur hann græðir
og geignum á brottu slær.
Það finnst ekkert fegra en frelsið og birtan
þú fagnar því vinur kær.
Farðu og leitaðu, finndu og njóttu
frelsisins sem þú hlaust.
Það gerir allt myrkrið að einni óttu
alsældar sem þú kaust.
Já, veturinn þarf ekki að vera svo vondur
né váleg hans dimma raust.
Hver dagur þá deginum fyrri er fegri
sem finnurðu innri mann,
vakna og spyrja, er vorið að koma,
ég veturinn aldrei fann.
Þá lífið hvers verður sem Ijúfur draumur
í litlum og stórum rann.
Lofsöngur
Þeir grípa sem fingur um Grænlandshaf,
þá gyllir oft breytilegt sólartraf,
ei fegurra er nokkuð sem guð okkur gaf
það geta vil um hér í Ijóði.
Þér segja vil Guð minn góði.
Og börnunum koma til bjargálna æ,
hvort búa í dal eða úti við sæ,
að bugast ei þekki, með birtunni ræ
þér bænirnar sendi í hljóði.
Þú hyggur að Guð minn góði
Hér Vestfjörðum lýsa svo víst ég get
og vel þeim í huganum efsta set,
ég stórbrotna náttúru meira met
en mangarans illa gróða.
Ég trúi á Guð minn góða.
Eg
Mig dreymdi \ æsku að ávallt mitt líf
sem óskrifað blað yrði samtíðar þjóð,
að valdlitlum ætíð sem verja og hlíf
og veraldar skiptu mig alls ekki Ijóð.
Mín andlega festa af stálinu stíf
og stiklað ég gæti á logandi glóð.
Æ síðan ég reynt hef að færast í fang
og framkvæma drauminn frá liðinni tíð,
en daufheyrst þó gjarnan við dýrkun og mang
og dálítið pirrað minn samtíma lýð.
Ég valdi mér sjálfur hinn viðsjála gang,
í völundarhúsinu rólegur bíð.