Ísfirðingur - 12.12.1990, Page 12
12
ÍSFIRÐINGUR
Bíldudalur um það leyti sem Leikfélagið Baldur var stofnað. Leifar gamla Baldurshaga til
vinstri á myndinni.
Á gömlum merg.
Það er nefnilega ekki svo að
með stofnun Baldurs hafi leik-
starf fyrst hafist á staðnum.
Leiklistin stendur þar á
gömlum merg. Fyrir síðustu
aldamót var skemmtanalíf,
sem og atvinnulíf með miklum
blóma á Bíldudal. Fyrsti sjón-
leikurinn sem sögur fara af þar
var leikinn veturinn 1894-95 í
svonefndu Bryggjuhúsi, en
síðar, líklega 1897 var byggt
þar samkomuhús sem hlaut
nafnið „Baldurshagi".
Stúkan Iðunn stóð fyrir þess-
ari byggingu og þótti þetta hið
veglegasta leikhús. Það var
með leiksviði og yfir því var
eins konar turnbygging, þannig
að fortjaldið lyftist upp í stað
þess að það væri dregið til
beggja hliða eins og síðar varð.
Var þetta í stíl við það sem
þekktist þá í stærri leikhúsum
og óperuhöllum erlendis og
því síst með neinum kotungs-
brag. Þarna var svo Skugga-
Sveinn (eða Útilegumennirnir)
settur á svið 1899 og fjölmörg
verk önnur meðan Baldurs-
haga naut við sem samkomu-
húss. Eftir það var leikið í
pakkhúsum á staðnum við mis-
jafnar aðstæður, stundum milli
þurrfiskstæðanna.
Meðal þeirra sem héldu uppi
leikstarfi framan af öldinni má
nefna Ágúst Sigurðsson
kaupmann, Guðmund Sigurðs-
son bakara og Magnús
Jónsson, „Manga í Smiðjunni“
og Guðmundu dóttur hans.
Fjölmargir fleiri komu þar við
sögu, þó þeirra verði ekki getið.
hér.
„Á reiðlaginu má sjá...“
Þá var og stundum leikið í
„Gamla Ishúsinu“ og segir
Valdimar B. Ottósson frá einni
slíkri sýningu í 20 ára afmælis-
riti Baldurs á þennan veg: „Mig
minnir að leikritið hafi heitið
„Ráðskona Bakkabræðra" og
var ráðskonan leikin af Karó-
línu Gestsdóttur og var hún hin
röskasta í ráðskonuhlutverk-
inu. Þarna kom einnig við sögu
hreppstjóri, röskur maður og
valdsmannslegur og var jafnvel
gyrtur sverði. Valdsmann
þennan lék Jón J. Maron,
bróðir Guðmundar Kamban og
Gísla Jónssonar, alþingis-
manns og þótti hann fara vel
með sitt hlutverk. Á frumsýn-
ingu kom það óhapp fyrir,
þegar hreppstjórinn geystist
inn í stofu til ráðskonunnar,
klæddur úníformi og gyrtur
sverði sínu, að honum varð
fótaskortur. Reyndi hann samt
vel og lengi að halda jafnvæg-
inu með því að baða út hand-
leggjunum, en féll svo að lok-
um á grúfu niður í armstól er
var á miðju gólfi og ráðskonan
stóð við. Sverð hreppstjórans
lenti á armbrík stólsins og
spenntist síðan upp á milli fóta
ráðskonunnar það hátt, að
daman sat föst. Stóð sverðs-
oddurinn langt aftur fyrir skut,
en sú gamla lét sér hvergi
bregða, hún ýtti með báðum
höndum niður á sverðið og
klofaði yfir og sagði um leið
með hárri raust: „Á reiðlaginu
má sjá hvar fyrirmenn fara!“
Fagnaðarlálum áhorfenda
ætlaði aldrei að linna og þótti
þessi hluti verksins með af-
brigðum vel leikinn.“
„Kemur inn meö bolla...“
Og áfram var haldið að leika
á Bíldudal. Þar reis félags-
heimili, líklega á fimmta ára-
tugnum og á vegum ung-
mennafélagsins og stúkunnar
Geisla var leikið þar ár eftir ár.
Mjög var misjafnt á þessum
árum hversu mikið var Iagt upp
úr æfingum og leikstjórn, oft
leikið næstum því af fingrum
fram og smærri hlutverk ekki
æfð úr hófi fram ef tími var
naumur og texti leikarans lítill
eða enginn.
Til er skemmtileg saga frá
þessum tíma, sem lifað hefur
síðan með leikstarfi á Bíldudal.
Verið var að sýna leikrit, þar
sem meðal leikenda var stofu-
stúlka, sem ekki hafði neinn
texta að flytja á sviðinu, en
hlutverki hennar var greinilega
lýst innan sviga, svo sem venja
er. Eitthvað hafði þetta atriði
verið lítið æft, en með hlut-
verkið fór kona hreppsstjórans
Pétur Ðja
„Kemurinnmeð
Af leikstarfi á Ðíldudal
Leikfélagið Baldur á Bíldudal var stofnað
28. janúar árið 1965, varð því 25 ára snemma
á þessu ári og hefur starfað af ótrúlegum krafti
öll þessi ár. Það er því vel við hæfí að minnast
þessarar starfsemi með nokkrum orðum hér í
s
jólablaði Isfírðings, ásamt nokkrum glefsum
úr leikstarfí fyrr á árum.
á staðnum, sköruleg kona og
ákveðin í framgöngu. Þegar að
hennar þætti kom í sýningunni
birtist hún í svörtum kjól og
með hvíta svuntu, svo sem vera
bar; strunsar inn á svið með
glasabakka í höndunum, fer
fram á senubrún og segir hátt
og skýrt til áhorfenda: „Kemur
inn með bolla á bakka, hneigir
sig og fer!“ Hvað og hún síðan
gerði. Þetta þótti gott
atriði.
Aftur á móti var það seinna,
og þá kona oddvitans, sem fór
með hlutverk með nokkrum
texta. Hún þjáðist af
„sviðsskrekk" allan frumsýn-
ingardaginn og var illa haldin.
Á sýningunni gerðist það síðan
að meðleikarar hennar klúðr-
uðu texta sínum svo illa að nok-
krum blaðsíðum úr verkinu var
sleppt, þar á meðal hlutverk
frúarinnar eins og það lagði sig
svo hún fór ekki á sviðið í það
skiptið.
Baldur kemur til sögu.
En félagsheimilið fékk tæp-
ast nægilegt viðhald og var farið
að hrörna verulega upp úr
1960, bæði hvað snerti aðstöðu
til leikstarfs og dansleikja.
Gólfið var til dæmis orðið
þannig að farið var að tala um
„Bíldudalsbrekkuna" og annað
eftir því.
Fyrsta verkefni leikfélagsins
Baldurs var „Vængstýfðir
englar“ eftir Albert Husson,
leikstýrt af Kristjáni Jónssyni,
sem vann mikið með Baldurs-
félögum á fyrstu árum þess og
reyndist félaginu vel, jafnt í
leikstjórn sem leiktjaldasmíði
og hverju öðru því sem gera
þurfti.
í formálsorðum fyrstu leik-
skrárinnar stendur m.a.: „Til-
gangurinn með stofnun félags-
ins var tvíþættur. í fyrsta lagi
að efla leiklistaráhuga og
menningarlíf á staðnum og þar
með heilbrigða og góða
skemmtun. f öðru lagi að safna
peningum til endurbyggingar á
félagsheimili hreppsbúa, en
það er orðið mjög aðkallandi,
því að segja má að ekkert við-
unandi samkomuhús sé til.
Leikfélagið hlaut nafnið
„Baldur“, en ástæðan fyrir
þeirri nafngift er sú, að fyrir
meir en hálfri öld hófst leikstarf
hér á Bíldudal og var þá leikið
í gömlu húsi sem hét Baldurs-
hagi.“
Segja má að Baldri hafi tekist
með sóma að ná þessum til-
gangi sínum, því starfið hefur
verið stöðugt og það tókst að
endurbyggja félagsheimilið,
þrátt fyrir að það brynni að
miklu leyti tæpum þremur
árum seinna og verður nánar
greint frá því hér á eftir.
Annað verkefnið var „Þrír
skálkar“, viðamikið verk með
yfir tuttugu leikurum og söng
og dansi. Það gekk svo vel að
ráðist var í viðbyggingu við
félagsheimilið í samráði við
stjórn þess. „Skálkarnir“ voru
sýndir 16 sinnum víðs vegar um
Vestfirði og í Reykjavík. Á
Bíldudal voru sex sýningar fyrir
fullu húsi.
Félagsheimilið brennur.
í desember 1967 kviknaði
svo í félagsheimilinu í miðri
bíósýningu. Hægt var að verja
fokhelda nýbygginguna með
harðfylgi, en að mestu brann
innan úr gamla húsinu og þar
með sviðsbúnaður sem nýlega
hafði verið komið þar fyrir.
Nú voru góð ráð dýr. Leik-
félagið Baldur hafði þá sett
mikla hátíð upp 1. desember,
árshátíð félagsins og þar var
ákveðið að enginn mátti leika
sem hafði áður fengist við slíkt
en margir nýliðar settir til
þeirra hluta. Reyndir leikarar
máttu hins vegar syngja eða
dansa! Þetta mæltist vel fyrir og
Feðgar: Ottó Valdimarsson, Valdimar E