Ísfirðingur


Ísfirðingur - 12.12.1990, Page 13

Ísfirðingur - 12.12.1990, Page 13
ÍSFIRÐINGUR 13 rnason: bollaá bakka...“ Frá Bíldudal. Gamla samkomuhúsið sést til hægri. gekk svo vel, að ákveðið hafði verið að endursýna þetta um jólin. Það var svo gert í barn- askólanum og einnig sett upp á Tálknafirði. Áramótafagnaður og Þorra- blót var svo haldið í vinnslusal Matvælaiðjunnar og bar ekki á öðru en allir skemmtu sér. En Félagsheimilið varð að endurbyggja. Félagar í Baldri með dyggilegri hjálp annarra Bílddælinga og undir öruggri stjórn Fleimis Ingimarssonar, fyrsta formanns Baldurs, hófu svo endurbyggingu Félags- heimilisins, að mestu í sjálf- boðavinnu og var unnið að heita mátti dag og nótt og allar helgar. Samhliða þessari vinnu var svo æft leikritið „Maður og kona,“ og var það jafnt, að Félagsheimilið var opnað á ný og leikurinn frumsýndur í apríl 1968. Þessi vetur verður mér sem þetta rita lengi minnisstæð- ur, því aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég séð jafn glöggt birtast samtakamátt og sam- heldni eins samfélags eins og gerðist í þessari vinnu. Nóttina fyrir frumsýningu var til dæmis verið að teppaleggja anddyri og stiga og því lokið undir hádegi. „Desið.“ Þess má geta, að árshátíð Baldurs, sem fyrr er getið hefur allt frá þessum tíma verið ár- 3. Ottósson og Jens Valdimarsson. legur viðburður í félagslífi Bílddælinga oft nefnd „Desið“ og er þá jafnan haft í fyrirrúmi heimasamið efni, revíur og kabarettar. Þar hefur verið drýgstur höfunda Hafliði Magnússon, sem einnig hefur samið fjölmarga söngleiki í fullri lengd, sem fluttir hafa verið af Baldri. Meðal verka Hafliða má nefna söngleikinn „Gestrisni“, sem hann samdi ásamt Pétri Bjarnasyni og Ástvaldi Jónssyni, „Paradísar- bæ,“ „Sæluvík,“ „Hrynjandi,“ „Sólarlandaferðin,“ „Áslákur Gunnarsson, söngvamynd," og fleiri og fleiri, auk smærri þátta á „Desinu,“ og aragrúa af gamanvísum, flutt af ýmsum, en þó oftast og best af Erni Gíslasyni. Meðal verka sem sýnd hafa verið á tuttugu og fimm ára ferli Baldurs má nefna auk framan- talinna: „Þjófar lík og falar konur,“ „Mýs og menn,“ „Skjaldhamrar," „Tobacco Road,“ „Skuggasveinn," „Sjóleiðin til Bagdad,“ og fjöl- mörg önnur verk. Ógerlegt er að telja upp alla þá sem leikið hafa í sýningun- um en hér verða þó nefnd nokkur nöfn. Heimir Ingimars- son var fyrsti formaður félags- ins og lék mörg hlutverk, eftir- minnilegast er líklega hlutverk hans sem séra Sigvalda í „Manni og konu,“ en fyrir stofnun félagsins hafði hann farið á kostum í hlutverki Börs Börssonar í samnefndu leikriti. Hannes Friðriksson, sem lengst allra hefur verið formaður fé- lagsins á langan og glæstan feril að baki, hefur leikið eitthvert af aðalhlutverkum flest árin, m.a. ógleymanlegur sem nakti maðurinn í „Þjófunum," og ekki síður sem Egill í „Manni og konu“ eða Georg í „Mýs og menn.“ Bræðurnir Ágúst og Örn Gíslasynir, Svandís Ásmunda- dóttir, Þuríður Sigurmunds- dóttir og eiginmaður hennar Ástvaldur Jónsson, sem hefur verið hjálparhella á músiksvið- inu, Ottó og Jens Valdimars- synir, Kristjana Benediktsdótt- ir... Hér væri hægt að halda lengi áfram. En fleiri koma við sögu en leikarar. Ingimar Júlíusson vann gott starf við leikskrárútgáfu á fyrstu árun- um og hefur með því m.a. séð fyrir efni í þessa grein að Frá 20 ára afmæli Baldurs. Hluti leikara. nokkru leyti. Hann teiknaði og merki félagsins. Leiktjalda- smiðir, málarar, saumakonur, ljósamenn, þarna var mikið starf unnið. í Félagsheimilinu, sem hlotið hefur nafnið Baldurshagi eftir hinu fyrra, er mikið safn minja frá sögu Baldurs, plaköt, myndir og sitthvað fleira sem er sögu þess ómetanlegt. Heið- urinn af því að hafa haldið þessu til haga og veitt hæfilegan umbúnað á Jón Kr. Ólafsson, söngvari, sem auk þessa verks hefur unnið margt með Baldri, bæði sungið á hátíðum og leikið stöku sinnum. Leikfélög auðga mannlíf. Hér verður nú farið að slá botn í þessa sundurlausu punkta úr sögu leiklistar á Bíldudal og sögu Leikfélagsins Baldurs, en þetta tvennt verður því samofnara sem lengra líður. Fátt er jafn dýrmætt til að treysta byggðir landsins eins og samstaða fólks um verkefni á borð við starf Baldursfélaga. Starf sem auk þess að stytta mönnum stundir auðga menn- ingu og auka félagsþroska á margvíslegan hátt. Eg óska Leikfélaginu Baldri til hamingju mcð afmælið og Bílddælingum til hamingju með það að eiga Baldur að. Megi honum hlotnast mörg stórafmæli í framtíðinni. Úr þremur skálkum. Örn Gíslason (Ýstru-Morten) og Þuríður Sigurmundsdóttir (dóttir malarans).

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.