Ísfirðingur - 12.12.1990, Page 14
14
ISFIRÐINGUR
Pétur Ðjarnason:
Ein af fegurstu perlum Vestfjarða
Vindmyllan í Vigur. Baldur Bjarnason ásamt svissneskum fuglaskoðara.
Tvær stærstu eyjarnar í ísafjarðardjúpi, Æðey og Vigur eru hrein paradís fyrir
þá sem unna ósnortinni náttúru og hafa yndi af fuglaskoðun. Báðar eiga
eyjarnar langa og merka sögu, enda hafa eyjabændur jafnan búið af rausn og
náttúrleg landgæði eyjanna tryggt búi þeirra góðan kost.
Ferðamenn hafa í vaxandi mæli sótt eyjarnar heim og á liðnu sumri voru
ferðir skipulagðar þangað með báti Djúpferða, Eyjalín.
Hér að neðan verður stiklað á nokkrum atriðum um Vigur ásamt fáeinum
myndum, en Æðey verður vonandi gerð nokkur skil síðar hér í blaðinu.
Lundi. Ljósm. Wilhelm Woodtli.
í bókinni „Landið þitt“, eftir
Þorstein Jósepsson, segir svo
um Vigur: „Næststærsta eyjan
á ísafjarðardjúpi, fyrir mynni
Skötufjarðar og Hestfjarðar
um tveir km á lengd og tæpir
400 m á breidd. í Vigur er eitt
býli og lifir bóndinn jafnt á sjó-
fangi, fugla- og eggjatekju og
landbúnaði. Sauðfé er aðeins
haft í eyjunni á vetrum. Er það
flutt á bátum til meginlandsins
á vorin og út í eyjuna aftur á
haustin. I Vigur er vindmyllu
haldið við ásamt myllusteinum
og öðru tilheyrandi, þótt löngu
sé hætt að nota hana. Er það
eina vindmyllan sem enn er við
lýði á íslandi.
Hlunnindi hafa verið um
aldir af fugli í Vigur. Æðar-
varpið er þar meira en en víðast
hvar á landinu og kríuvarp
mikið. Sérlega mikið er af
lunda og hefur hann verið
veiddur þar öldum saman.“
Hér er knappt orðað, en geta
má sér þess til af lýsingunni að
það kynni að vera ómaksins
vert að koma í Vigur og svipast
um og á það ekki síst við nátt-
úruunnendur og fuglaskoðara.
Vigur er hæst norðantil, þar
sem heitir Borg og er þar útsýni
gott yfir Djúpið, en henni hall-
ar síðan að suðurhlutanum, þar
sem standa bæjarhúsin, enda
heitir þar Bæjarvík.
Fyrr á árum var útræði jafn-
an stundað úr eyjunum og gott
til fiskifangs í Djúpi á þeim
tíma. Nú eru sjóróðrar aflagðir
úr Vigur, en æðarvarp er þar
mikið og fuglatekja á vorin,
einkum lundaveiðar, en lund-
inn er veiddur í háf.
í Árbók Ferðafélagsins 1949
er að finna ágæta lýsingu á
lundanum í kafla þeim sem
fjallar um Vigur:
„Enn er þó sá íuglinn ótal-
inn, sem mest er af, en það er
lundinn eða „prófasturinn“.
Vigur er sennilega ein mesta
lundaey landsins. Lundinn
hefur þann háttinn á, þar sem
hann ekki verpir í urðum, að
hann grefur sig langt inn í jörð-
ina í hólum og bökkum og eru
þessar holur hans stundum
ótrúlega langar og krókóttar og
ekki greiðar inngöngu öðrum
en „heimamönnum“. Eins og
flestum mun kunnugt, er lund-
inn farfugl að því leyti, að hann
hverfur burt frá landinu á
haustin - eins og aðrir svartfugl-
ar, þó að eigi sé með vissu vitað
hversu langt hann fer. Snemma
á vorin leggur hann svo „land
undir fót“ og vitjar síns „Beru-
rjóðurs“. Er þá stundum köld
aðkoman, frost í jörðu og hí-
býli hans full með klaka. En
þessi fremur smái og harðgeri
fugl lætur það ekki á sig fá.