Ísfirðingur


Ísfirðingur - 12.12.1990, Page 15

Ísfirðingur - 12.12.1990, Page 15
ÍSFIRÐINGUR 15 Það er staðarlegt heim að líta í Vigur og snyrtimennskan í fyrirrúmi. Jafnskjótt og hann er heim kominn, byrjar hann könn- unarferðir sínar upp á eyna. Ef hagstætt er veður, helst hæglát rigning og þokusúld, „flýgur hann upp“, sem kallað er. Verða þá skjót umskipti. Þar sem áður var tómlegt og hljótt, iðar nú allt af lífi og fjöri. kliður og fjaðraþytur er í lofti. Allar brekkur eru þéttsetnar fugli, brjóst við brjóst, og í loft- inu sveimar ótölulegur grúi. Er sem syrti af dimmu skýi, er stærstu torfurnar fljúga yfir. í holunum er uppi fótur og fit. Niðri í jörðinni kveður við af tóni „prófasts“, áflogum og stympingum og stundum er vegist á. Annars er lundinn í eðli sínu friðsamur fugl og háttprúður. Þá spígspora þeir til og frá með bugti og beyg- ingum, kjá hver framan í annan og virðast sérlega ánægðir með sjálfa sig og tilveruna. Lundinn er veiddur allmikið. Þannig er farið að því, að veiði- maðurinn hefur stöng í hendi, en á öðrum enda stangarinnar eru álmur tvær og net á milli. Kallast vopn þetta háfur. Veiðimaðurinn kemur sér fyrir á góðum stað bak við stein eða grasbarð og bíður þess að fugl- inn komi í færi. Venjulega flýgur lundinn skipulega með- fram brekkunum á móti vindi. Sveiflar þá veiðimaðurinn háfnum fyrir hann, svo að hann festist í netinu. Er þá um að gera að hafa snör handtök, draga að sér háfinn, snúa fuglinn úr hálsliðnum, greiða hann úr netinu og byrja á nýjan leik. Góður veiðimaður getur á þennan hátt veitt allt að 130 lunda á einni klukkustund, ef gott „uppflog" er, sem svo er kallað, þ.e. ef lundinn flýgur ört.“ Eyjan er öll þurrlend, hvergi væta í jörðu eða mýrar. Þó er þar nóg af góðu vatni og ber örnefnið „Brunnvík“ þess vitni en þar er vatnsból gott. Víðsýnt er úr Vigur og fögur fjallasýn. Út með Djúpinu að sunnanverðu gnæfir Traðar- hyrna yfir Bolungarvík, þá Arnarnes, Kofri, Kambsnes og síðan Hestfjall, tignarlegt og svipmikið fjall sem stendur eitt sér milli Hestfjarðar og Seyðis- fjarðar. Að norðanverðu er Riturinn og Grænahlíð, Vébjarnarnúp- ur, Snæfjallaströndin, sem ber nafn með rentu, og innar sér til Æðeyjar, Kaldalóns og Drangajökuls. Öll er þessi sýn tignarleg og tilkomumikil, auk þess sem hvert og eitt þessara örnefna geymir urmul sagna og munnmæla frá liðnum tímum, enda ísafjarðardjúp mann- margt á fyrri tímum og sann- kölluð gullkista. Núverandi bændur í Vigur eru þeir bræður Björn og Salvar Baldurssynir ásamt konu Salvars, Hugrúnu Magn- úsdóttur frá Kvígindisfelli í Tálknafirði. Jörðin er orðin ættaróðal, því yfir hundrað ár eru síðan ætt þeirra bræðra tók þar við stjórn. Séra Sigurður Stefánsson, prestur í Ögu- rþingum og síðar þingmaður ís- firðinga tók við búi í Vigur árið 1884, en hann var langafi þeirra bræðra Björns og Salvars. Kona hans var Þórunn Bjarn- adóttir frá Kjaransstöðum á Akranesi. Sr. Sigurður undi hag sínum vel í Vigur, svo vel, að hann kaus fremur að búa þar en verða Dómkirkjuprestur í Reykjavík árið 1889. Hann var kjörinn til þess embættis en af- salaði sér því. Við búinu tók síðan sonur hans Bjarni ásamt konu sinni Björgu Björnsdótt- ur frá Veðramóti í Skagafirði. Synir þeirra, Björn og Baldur ásamt konu Baldurs, Sigríði Salvarsdóttur frá Reykjafirði urðu næstu ábúendur en hafa nú afsalað sér búskapnum í hendur unga fólkinu fyrir nok- krum árum, þó þau búi áfram í Vigur og stundi störf þar. Þeim býlum fækkar óðum á íslandi þar sem þrjár eða jafn- vel fleiri kynslóðir búa á sama heimilinu svo sem enn tíðkast í Vigur. Nú eru átta heimilis- menn í þar yfir vetrartímann en á sumrin fjölgar verulega, þar sem bæði eru þar börn og unglingar til sumardvalar auk þess sem ættartengsl hinnar stóru fjölskylduna eru mjög sterk og koma ættingjar tíðum til lengri og skemmri dvalar í Vigur. Jafnan hefur þar að auki verið mikil gestanauð óskyldra í eyjunni, því töfrar hennar hafa löngum laðað til sín ferða- menn víðs vegar að af landinu og jafnvel utan úr heimi, einkum í seinni tíð. Hér að ofan var getið um hina fallegu vindmyllu í Vigur, sem jafnan hefur verið vinsælt myndefni þeirra sem í eyjuna koma. Ekki er hægt að skilja svo við frásögn þessa að geta ekki um bátinn Vigur-Breið, sem þjónað hefur bændum þar lengi og dyggilega. Sem að lík- um lætur eru bátar mikil nauð- syn fyrir eyjafólkið, ekki síst þar sem fé er flutt í land á vorin og aftur út í eyju að haustinu. Vigur-Breiður er áttæringur, líklega smíðaður um aldamótin 1800 og hefur með vissu verið í Vigur frá 1820. Sr. Sigurður keypti hann ásamt fleiru af frá- farandi bónda þar og lét gera við hann. Hann hefur alla tíð síðan verið notaður við fjár- flutningana og er enn þótt aldinn sé, en síðast fór fram á honum stórviðgerð árið 1986 og er hann nú í besta standi, vafalaust langelstur allra fleyja á íslandi, þeirra er á sjó fljóta. Fyrst á síðasta sumri voru teknar upp reglulegar ferðir með ferðafólk inn í Vigur og Æðey í samráði við Ferðaskrif- stofu Vestfjarða og Eyjaferðir h.f. og er fyrirhugað að fram- hald verði á því næstu sumur. Þetta er liður í því átaki sem Baldur og Sigríður ásamt börnum sínum. F.v. Bjarni, Björn, Salvar, Björg og Ragnheiður. Harmonikufélag Vestfjarða sendir félögum sínum og öllum Vestfirðingum bestu jóla og nýárskveðjur með þökk fyrir ánœgjuleg samskipti á liðnum árum. Við sumarbústað Vigursystkina. Hugrún húsfreyja, Greta, kona greinarhöfundar og Þorbjörg Bjarnadóttir fyrrum skóla- stjóri Húsmæðraskólans Óskar á ísafirði. nú er hafið í skipulagi ferða- mála á Vestfjörðum og ekki sá sísti, það sýndu undirtektir þeirra ferðamanna sem sóttu eyjarnar heim. í greinarkorni þessu er ekki ætlunin að gera frekari grein fyrir sögu eyjarinnar né lýsa staðháttum nánar. Þeim sem vildu fræðast meir er bent á heimildir þær sem hér voru hafðar til hliðsjónar, en þær eru einkum þessar: „Landið þitt“ eftir Þorstein Jósepsson, Ár- bók Ferðafélags íslands 1949, Norður-ísafjarðarsýsla eftir Jóhann Hjaltason og grein um Bjarna Sigurðsson frá Vigur eftir sonardóttur hans, Björgu Baldursdóttur í bókinni „Bóndi er bústólpi“. Síðan er auðvitað sá kostur- inn góður að taka sér far á næsta sumri inn í Vigur, því eins og alkunnugt er, þá er sjón sögunni ríkari. Á bryggjunni í Vigur. ferðamannahópur býst til brottferðar eftir sólardag í eyjunni.

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.