Ísfirðingur - 11.12.1991, Síða 6
6
ÍSFIRÐINGUR
Jóhanna B. Magnúsdóttir:
„Græn ferðamennska“
Aðalfundur Ferðamálasamtaka
Vestfjarða var haldinn á Hólmavík
hinn 19. októbers.l. Meðal margs
sem þar kom fram var fróðlegt og
athyglisvert erindi Jóhönnu B.
Magnúsdóttur. Hún gerði þar
grein fyrir störfum sínum fyrir
Ferðamálaráð, en hún er umhverf-
isfulltrúi þess, auk þess sem hún
gat um helstu framkvæmdir í
sumar. Megininntak í máli hennar
og það sem hér verður um fjallað
var þó hugtakið „græn ferða-
mennska", hvað í því felst og
hvernig beita má því umhverfinu
til verndar.
Jóhanna hefur góðfúslega leyft
okkur að birta kafla úr erindi
hennar og hefjum við það við fyrir-
sögnina:
HUGMYNDAFRÆÐI
GRÆNNAR FERÐAMENNSKU
A ferðamálaráðstefnunni sem
haldin var í Hveragerði 10.-11.
október var samþykkt að skora á
stjórnvöld að móta skýra stefnu í
umhverfismálum, er taki mið af
samspili ferðaþjónustu og um-
hverfisverndar. Þá ályktaði ráð-
stefnan að hugmyndafræði svo-
kallaðrar „grænnar ferða-
mennsku" sé nátengd þróun ferða-
mála á íslandi sökum þess að nátt-
úra landsins sé sú auðlind sem
ferðaþjónustan byggir á.
Hver er hugmyndafræði grænn-
ar ferðamennsku?
í henni er yfirleitt vísað til lands-
svæða utan þéttbýlis og ferðam-
ennskunnar þar.
Til þess að hægt sé að flokka
ferðamennsku græna þarf hún að:
- vera smá í sniðum og þróast
hægt og með fullri virðingu fyrir
náttúru og íbúum svæðisins.
- leggja áherslu á og draga fram
sérkenni svæðisins, (náttúrufyrir-
brigði, hefðir í mat ogdrykk o.fl.)
- vinna með viðkomandi hér-
aðsstjórn og stuðla að efnahags-
og atvinnuuppbyggingu svæðis-
ins.
- byggja upp og styrkja samfé-
lagið á svæðinu (t.d. félagslega)
- stuðla að notkun bygginga
sem til staðar eru og landssvæða
sem hefur verið umbylt,(nota
gamlar byggingar fremur en
byggja nýjar)
- stuðla að notkun almenning-
ssamgangna, (ferðamaðurinn hitt-
ir þá heimamenn og heimamenn
fá betri samgöngur)
Markmið grænnar ferða-
mennsku er að vernda og viðhalda
náttúrlegu umhverfi áfangastaða,
að íbúar beri virðingu fyrir gestum
svæðisins og gestir endurgjaldi
virðinguna. Mikilvægt er að tcngsl
ferðamanns og umhverfis verði
skipulögð þannig að umhverfið
beri ekki skaða af samskiptunum.
Og einnig cr mikilvægt að ferða-
maðurinn geti notið ferðar sinnar
án þess að lenda í mannþröng.
Hafa verður í huga að ferða-
mennska hefur alltaf áhrif á svæð-
unum sem heimsótt eru. Þessi áhrif
eru bæði jákvæð og neikvæð.
Jákvæðu áhrifin geta t.d. verið
fólgin í því að ferðaþjónustan að-
stoði við að vernda og varðveita
menningar- og náttúruverðmæti
og að virðing gestsins fyrir náttúr-
unni eykst. Þá geta gamlar eöa
ónotaðar byggingar fengið nýtt
hlutverk.
Neikvæðu áhrifin eru helst:
traðk og í versta falli eyðing
gróðurs, truflun eða jafnvel útrým-
ing dýralífs (t.d. kríuvarps), aukið
sorp og breytt ásýnd svæðisins
vegna þrýstings á að byggja ýmsa
þjónustu fyrir ferðamenn, svo
eitthvað sé nefnt.
Samkvæmt hugmyndafræöi
grænnar ferðamennsku bcra
skipuleggjendur ferða mesta
ábyrgð á að óæskileg áhrif á um-
hverfið verði sem allra minnst og
þeim ber að gera ferðamanninum
grein fyrir ábyrgð sinni.
Ferðaskipuleggjandinn vinnur í
anda grænnar ferðamennsku
ef hann hefur eftirfarandi þætti í
huga við skipulagningu ferða
sinna:
- að styrkja og stuðla að nátt-
úruvernd,
- að hvetja ferðamanninn til að
ferðast á umhverfisvænan hátt,
- að nota umhverfisvæna fram-
leiðslu, spara orku og endurnýta
úrgang,
- að nota vörur sem framleidd-
ar eru á svæðinu og þjónustu sem
heimamenn bjóða upp á.
Ferðaskrifstofur skulu hafa
samráð við heimamenn um skipu-
lagningu ferða og nota þjónustu og
vinnuafl þeirra eins og kostur er.
STEFNUMÓTUN
Um framangreint snýst svo-
kölluð græn ferðamennska. Sumt
af þessu er þegar innbyggt í ferða-
þjónustu á íslandi, en heildar-
stefnu vantar algjörlega. Við
stefnumótum í ferðamálum á
íslandi er eðlilegt að hugsa sér allt
landið sem eitt stórt svæði og móta
síðan stefnu i sama anda fyrir
landshlutana. Síðan mætti hugsa
sér að t.d. Hólmvíkingar mörkuðu
sér slíka stefnu fyrir sitt leyti. Mín
skoðun er sú að það sé algjör nauð-
syn fyrir atvinnugreinina að móta
stefnu sem miðar að því að vernda
og viðhalda náttúrlegu umhverfi
áfangastaða og að íbúar beri virð-
ingu fyrir gestum svæðisins og gest-
ir endurgjaldi virðinguna. Ferða-
þjónustunni er nauðsynlegt að við-
halda auðlegðinni sem hún byggir
á og einnig að bera virðingu fyrir
viðskiptavinum sínum hvort sem
það eru heimamenn eða ferða-
menn. Það er henni nauðsynlegt
að ferðamennskan hafi jákvætt
yfirbragð.
Þið hér á Vestfjörðum eruð svo
heppin að hafa tækifæri til að þróa
ferðamennskuna ykkar samfara
auknum ferðamannastraumi. Þið
getið mótað ykkur stefnu og búið
svæðin undir aukninguna. Víða á
landinu er aukning ferðamanna
komin langt fram úr viðbúnaðin-
um til að taka á móti þeim. En
hvernig á viðbúnaðurinn að vcra?
Og hvenær er hæfilegt að grípa inn
í þróunina?
HVENÆR Á AÐ
HEFJA STÍGAGERÐ?
Hugsum okkur ósnortið svæði,
náttúruperlu, sem erfitt hefur
verið að komast til. Einn góðan
veöurdag er lagður vegur nálægt
svæðinu og einn og einn ferðamað-
ur fer að skoða sig um. Fyrst í stað
ganga ferðamennirnir vítt og breitt
um svæðið og lítið sem ekkert sést
á því. Síðan fara fleiri að koma og
ákveðnir slóðar taka að myndast.
Slóðarnir liggja hingað og þangað
um svæðið og fleiri en einn að sama
staðnum. En þeir eru ósköp vina-
legir og það er gott að ganga á
þeim. Nú skipuleggur ferðaskrif-
stofa hópferð með viðkomu á
svæðinu. Umferð eykst, nýir slóð-
ar myndast enn og gróðurþekjan
rofnar. Svæðið er ekki orðið svipur
hjá sjón og nú byrjar vatns- og
vindrof. Hverinn, árgljúfrið, foss-
inn eða hvað það nú var sem hafði
aðdráttarafl er þarna enn, en nú
fær gesturinn neikvæða tilfinningu
við heimsóknina. V.ið gætum líka
hugsað okkur að á viðkomandi
svæði hafi verið hraunmyndanir
sem slóðarnir hafi myndast um, en
þá væri staðurinn ónýtur og það er
of sorglegt, svo við skulum bara
sleppa því.
En spyrjum okkur; á hvaða stigi
átti að taka í taumana? Átti að
sleppa því að leggja veg um
svæðið? Átti að loka svæðinu fyrir
umferð? Eða stýra umferðinni frá
fyrstu byrjun og eiga þá á hættu að
slóðar mynduðust fyrr, en bara á
ákveðnum stöðum? Átti að bíða
eftir að sjá hvar slóðar mynduðust
og leggja malborna stíga þar?
Þetta er alls ekki augljóst mál og
svör verða ekki veitt hér.
Við skulum hafa í huga að þegar
er búið að leggja malborna
göngustíga um svæði þá virkar það
ekki eins ósnortið, hversu vel sem
að verki er staðið, en hins vegar er
svæði mjög óhrjálegt þegar mynd-
ast hefur á því óskipulegt slóðanet.
Einhvern veginn verður að koma í
veg fyrir að slíkt slóðanet myndist.
Kannske finnst ykkur að slíkar
áhyggjur séu ekki tímabærar hér á
Vestfjörðum, en ég vil hvetja ykk-
ur til að hugleiða þetta og notfæra
ykkur að þið hafið möguleika á að
grípa í taumana áður en vandamál-
in skapast.
Eins og áður sagði verða ekki
gefin nein ákveðin svör við þessu
hér, heldur vildi ég benda ykkur á
að hugleiða þetta, en mér finnst
þið vera á réttri leið með því að
leggja áherslu á að stika leiðir á
ykkar svæði.
HORNSTRANDIR
En talandi um stikun. Ég tók
þátt í stikuferðinni á Hornstrandir
sem Ferðamálasamtök Vestfjarða
stóðu fyrir í samvinnu við Sjálf-
boðaliðasamtök um náttúrvernd
og Náttúruverndarráð. Þetta var
mjög ánægjuleg ferð og gagnlegt
verk.
Hornstrandir eru stórkostlegt
landssvæði, ég þarf víst ekki að
segja ykkur það. Þegar ég kom
þangað hafði ég verið að ferðast
um landið í einn og hálfan mánuð
og var satt að segja að verða þung-
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
lynd yfir því hvernig við um-
gengjumst landið okkar. Líkast
því sem það væri aðeins ætlað okk-
ar kynslóð, væri einnota. En þessi
ferð á Hornstrandir var mikil hvíld
að þessu leyti. Það er stórkostlegt
að enn skuli vera til svona stórt
landssvæði sem ekki er sundur-
skorið af bílvegum og slóðum. Sig-
urborg Hannesdóttir tók þannig til
orða á ferðamálaráðstefnunni
þegar hún vildi leggja áherslu á að
náttúruvernd væri ferðaþjónust-
unni nauðsynleg, að við mættum
ekki éta útsæðið okkar, en hún
sagði líka að ekki væri nauðsynlegt
að hafa kartöflugarða alls staðar.
Mér finnst að þetta eigi við um
Hornstrandir - þar ættum við ekki
að hafa kartöflugarð. Við ættum
að greiða götu þeirra sem vilja fara
þangað og njóta svæðisins í kyrrð
og ró en alls ekki auglýsa það upp.
Þar ætti hugmyndafræði grænnar
ferðamennsku sannarlega að vera
höfð að leiðarljósi.
Ég varð mjög hrifin af gömlu
stígunum sem liggja á milli
byggða. Sérstaklega með tilliti til
þess að mannvirki skuli vera sem
minnst áberandi í náttúrunni. Við
getum sannarlega lært margt á því
sviði ef við lítum til fortíðarinnar.
Það er líka heillandi verkefni að
halda þessum stígum við, tína
grjót úr þeim og hlaða kantana þar
sem þeir hafa hrunið. Einnig að
endurhlaða vörður á þessum
gömlu leiðum.
Við þurfum öll að sameinast um
að vernda þetta ómetanlega svæði.
Sem betur fer er landið okkar það
stórt og hefur upp á svo margt að
bjóða að nóg er eftir til annars
konar ferðamennsku en þar á við.
Með öðrum orðum, við eigum nóg
önnur landssvæði undir kartöflu-
garða.
Ferðamálaráð stóð að framkvæmdum á sjö stöðum á landinu í sumar: Göngustígar lagfærðir við
Hraunfossa, stígalögn við Gullfoss, aðkoma að Dettifossi var lagfærð, afmarkað bílastæði við Jöku-
Isárlón, breytt stígum við Dverghamra, viðhald stíga við Kerið og við Ófærufoss í Eldgjá voru lögð
þrep í brekku. Að auki var unnið að upplýsingasöfnun um allt land og margt fleira.
^^ ^Breidafjarðarferjan BALDUR HF.
óskar öllum Vestfirðingum
og gestum þeirra gleðilegra jóla
árs og friðar
1
Vetraráætlun okkar yfir
Breiðafjörð 1991-1992
Frá Stykkishólmi Frá Brjánslæk
Mánud., miðvikud., föstud.Mánud., miðvikud., föstud.
kl. 10.00 kl. 14.00
Þriðjud., sunnud. Þriðjud., sunnud.
kl. 13.00 kl. 17.00
Aukaferðir fyrir jól og áramót
Fimmtud. 19. og 26. des. Fimmtud. 19. og 26. des.
kl. 13.00 kl. 17.00
Laugard. 21. des, og fimmtud. 2. jan.
kl. 10.00 kl. 14.00
Engar ferðir verða eftirtalda daga:
Aðfangadag jóla 24. des.,
jóladag 25. des., gamlársdag 31. des.,
og nýársdag 1. jan.