Ísfirðingur - 11.12.1991, Page 9
ISFIRÐINGUR
9
RANGLÆTI HEIMSINS
En það breyttist nú þegar við
fórum í ferðalag norður í land eina
helgina. Par var allt sem við
höfðum ímyndað okkur um
Afríku, hiti, skorkvikindi og dýr.
Reyndar vorum við orðin örmagna
eftir gistinguna á fyrsta tjaldstæð-
inu. Við komum þangað um þrjú-
leytið um daginn og fórum hin
ánægðustu að tjalda. Sjáum við þá
þessa risastóru maurahersingu um
allt tjaldstæði Pað var ekki hægt að
stíga niður fæti án þess að trampa
á a.m.k. 1000 maurum. Þar sem
við erum orðin vön litlum sak-
ferðast á regntímanum. Ég hef
aldrei á ævi minni lent í öðru eins.
Tjaldið hristist til og frá vegna
eldinga og þruma og rigningin var
svipuð og við sætum undir fossi.
Tjaldið þoldi þetta, en á tímabili
fannst okkur við vera komin á sigl-
ingu um tjaldstæðið. Um ntorgun-
inn var kominn steikjandi hiti og
allt þornaði á innan við klukku-
tíma.
Ferðalagið gekk áfallalaust eftir
þetta og var mjög gaman. En það
var áfall að sjá hvernig innfæddir
búa og sömuleiðis alla fátæktina.
Og eins og ég var búin að minnast
á, er ekkert skrýtið að það skuli
Risastór mauraþúfa.
50 gráður. Stundum fylgir sandrok
og þá er eins gott að halda sig innan
dyra og loka öllum gluggum.
Fyrsta sinn sem austanvindarnir
komu eftir að við komunt út var
úm nótt og ég var með opna
glugga. Um morguninn sást ekki í
stofuna fyrir sandsköflum og við
Kristín vorum heilan dag að þrífa
bara stofuna. Austanvindarnir
standa stutt yfir svo þctta er alveg
þolanlegt, og að vissu leyti er þetta
tilbreyting.
Ég ætla að fara að hætta núna,
þetta er orðið miklu lengra en ég
ætlaði mér. Samt sleppti ég miklu,
því það er svo margt að sjá og gera
hérna í Namibíu. í júní-júlí ætlum
við að fara í ferðalag upp alla
Namibíu, og gegnum Zimbabwe
og Botsvana hcim aftur. Viðætlum
að skoða tvo þjóðgarða sem fólk
segir að séu mjög fallegir og mikið
dýralíf þar. Við ætlum einnig að
fara til Victoríufossa. Ég skrifa
kannske annað bréf eftir þá ferð.
Við biðjum öll að heilsa heim.
Kveðja,
Birna Hauksdóttir.
Svart og hvítt. Sonur vinnukonunnar og Stefán Haukur.
Jóhann Haukur í Swakop (til hægri) og í
félagsskap innfædds villisvíns (að ofan).
leysislegum maurum heima í
Swakop létum við þetta ekki á
okkur fá og héldum áfram að
tjalda. En allt í einu finn ég þennan
rokna sting í stórutánni og lít
niður. Er þá ekki þessi risastóri
maur á kafi í tánni á mér og rétt
að sást í afturendann á honum,
sem hann dillaði til af ánægju yfir
svona stórri bráð. Ég tók náttúr-
lega algjört taugaveiklunarkast og
dansaði trylltan stríðsdans um allt
tjaldstæði. Börnin voru fljót að
taka þetta eftir mér og áður en ég
vissi af var öll fjölskyldan hopp-
andi og skoppandi nema maðurinn
ntinn. Hann stóð fastur á sínum
jafnfljótum og tautaði eitthvað um
taugaveiklun og skordýrahræðslu.
Réttlæti heimsins er misskipt, því
við vorum öll bitin nema hann. Um
sexleytið hurfu allir maurarnir
(hafa líklega dáið úr hræðslu) en
þá tók ekki betra við. Þegar við
vorum farin að sofa byrjaði að
rigna og það var engin smárigning.
Við vorum nefnilega svo vitlaus að
vera mikið um þjófnaði, efvið ber-
um saman hvernig við búum og
hvernig langflestir innfæddir búa.
SKÓLI OG JÓLIN í SÓLINNI
íslensku börnin ganga í cnskan
skóla og hafa þau öll staðið sig bara
vel. Skólinn er mjög strangur og
þau verða að nota skólabúninga.
Það er gífurlega mikill heimalær-
dómur hjá þeim, jafnvel þeim
yngstu. Þetta var erfitt hjá þeim í
byrjun, en núna eru þau öll farin
að tala ensku og búin að ná betri
tökum á náminu. Þau hafa eignast
vini af öllum litarháttum og líkar
vel að búa hérna. Þau eru fljót að
aðlagast, til dæmis voru þau fljót
að komast að því til hvers vinnu-
kona væri. Nú gætu þau sveiflað
sér í gluggatjöldunum, mulið niður
brauð og fleygt dótinu sínu um allt
án þess að þurfa að ganga frá eftir
sig. Það tók mig þó nokkurn tíma
að koma þeim í skilning um að þau
þyrftu sjálf að taka til í sínum her-
bergjum og ganga snyrtilega um.
En það tókst aö lokum, svona að
mestu leyti.
Þeint fannst jólin skrýtin og voru
ekki alveg sátt við að hafa sól og
hita, en það er nefnilega hásumar
í Namibíu um jólin. Á Þorláks-
messu tók maðurinn minn þau
með sér á úlfaldabak, svo ég gæti
framkvæmt rnína alíslensku jóla-
hreingerningu.
Aðfangadagskvöld borðuðum
við klukkan sex í steikjandi hita og
þá var ekki laust við að sumir
fengju hcimþrá. En það lagaðist á
jóladag, því þá fóru allir íslend-
ingarnir á ströndin og skemmtu sér
vel.
Uppeldið í Swakop er mjög
strangt og t.d. eru ennþá leyfðar
líkamlegar refsingar í skólanum.
Þetta er allt öðruvísi en heima,
hérna vinna mennirnir úti og kon-
urnar eru heima. Það er mjög
sjaldgæft að hvítar konur vinni úti.
Það er talið fullt starf að segja
vinnufólkinu fyrir verkum, sjá um
börnin og annast félagslíf þeim
viðkomandi. Sem það líka er.
Eins og ég var búin að minnast
á er ntjög gott að vera í Swakop,
loftslagið er milt og lítið um skor-
kvikindi. Það er mikið um það að
fólk komi saman og grilli annað-
hvort heima hjá einhverjum eða
skreppi aðeins út í cyðimörkina og
grilli. Það er ágætis baðströnd
hérna og svo cr alltaf hægt að
skreppa eitthvað um helgar og
tjalda. Við fórum cina helgina í
eyðimerkurferð og var það mjög
skemmtilegt. Það eina sem skyggði
aðeins á var að hitinn var svo mikill
um miðjan daginn að allir lágu í
móki. Svo er ekki nema 4 tíma
akstur til Windhoek, og þar sem
illviðri spilla ckki færðinni, er all-
taf hægt að skrcppa þangað.
„AUSTAN KALDINN
Á OSS BLÉS“
Einu skiptin sem hitinn í
Swakop er óþægilegur er þegar
heitir austanvindar blása af eyði-
mörkinni.Það gerist nokkrum
sinnum á ári og þá fer hitinn yfir
Messur á ísafírði:
15. desember:
Aðventukvöld í Hnífsdalskapellu kl. 20:30
Aðfangadagur:
Hnífsdalskapella kl. 18:00
ísafjarðarkapella kl. 23:30
Jóladagur
ísafjarðarkapella kl. 14:00
Annar í jólum:
Súðavíkurkirkja kl. 14:00
Gamlaárskvöld:
ísafjarðarkapella kl. 18:00
Messur í Bolungarvík:
15. desember:
kl. 14:00: Lesmessa í tilefni jólanna.
Væntanlcg fermingarbörn sjá um upplestur
og fleira. Engin predikun.
Aðfangadagur:
KI. 18:00: Aftansöngur jóla.
Jóladagur:
Kl. 14:00: Hátíðarmessa.
Kl. 15:00: Helgistund á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur.
Annar í jólum:
Kl. 14:00: Jólamessa barnanna.
Gamlaársdagur:
Kl. 18:00: Aftansöngur.