Ísfirðingur - 11.12.1991, Page 10
10
ÍSFIRÐINGUR
Eysteinn G. Gíslason í Skáleyjum:
í jötunmóð
Kári
Landið okkar liggur í þjóðbraut krappra lægða, segjum við stundum.
Þær streyma yfir það og framhjá því á báða bóga, ár og síð, ekki síst
í skammdeginu, og valda meiri sviptingum í veðurfari en víðast gerist
annarsstaðar á byggðu bóli.
Margir búa við meiri vetrarkulda en við ísiendingar. Aðrir verða
fyrir barðinu á fellibyljum, flóðum, þurrkum og fleiri ókjörum í veður-
fari, sem við erum að mestu lausir við. Þrátt fyrir það mun Island vera
í hópi þeirra staða á jörðinni sem við mestar sviptingar veðráttunnar
búa.
Frá upphafi hefur þjóðin orðið að glíma við margvíslegar ógnir af
völdum veðra, oftast illa tækjum búin vegna fátæktar og einangrunar,
enda urðu ósigrarnir í þeirri baráttu margir, og oft átakanlegir. Jafnvel
nú þegar við höfum allt til alls; vélknúnu hafskipin með öllum sínum
tækjabúnaði, vegakerfið, brýrnar, öll samgöngu- og björgunartækin á
landi og í lofti, fjarskiptin, björgunarsveitirnar, veðurþjónustuna
o.s.frv. lútum við enn í lægra haldi fyrir íslensku veðurfari, annað
slagið.
Stundum hafa menn verið að halda því fram í seinni tíð, og éta þá
hver eftir öðrum, að forfeður okkar hafi verið þeir afglapar að þeir
hafi aldrei getað lært að lifa við þær aðstæður sem hér voru fyrir hendi.
Þeim hafi fundist sjálfsagt að menn yrðu úti ef þeir brugðu sér milli
bæja eða yfir fjall, að þeir drukknuðu í ám og lækjum sem þeir þurftu
að fara yfir, eða dræpu sig í sjóinn ef þeir hættu sér úr fy rir landsteinana
til að fá sér í soðið. Jafn ósanngjörnu bulli hefur líklega aldrei verið
haldið á lofti óátalið, en það er önnur saga.
í viðbót við óblíðu veðurfarsins voru svo eldgosin og jarðskjálftarnir
og þarf því engan að undra þótt þjóðin og menning hennar hafi verið,
og sé enn, mótuð af náttúruöflunum. Endalaust var hægt að spjalla
um tíðarfar og veðráttu, segja sögur af slysum og óförum, en líka
sigrum og afrekum í baráttunni við höfuðskepnurnar. Fornsögur
okkar, annálar og þjóðsögur eru full af slíku efni, eins og reyndar
fjölmiðlar nútímans, skáldsögur og Ijóð. Bókaflokkar hafa verið
skrifaðir um snjóflóð, skriðuföll, skaðaveður, sjóslys, eldgos jarð-
skjálfta og mannraunir björgunarsveita, og liggur nærri að álíta að
engin önnur þjóð í veröldinni geti átt í fórum sínum hliðstæða upp-
sprettu slíkra frásagna. Sjálfsagt eiga þær í staðinn miklar sögur af
mannraunum í styrjöldum, um sigra og ósigra, dáðir og afrek stríðs-
manna á vígvöllum, en sem betur fer þurftum við ekki að velta okkur
upp úr slíku efni eftir lok Sturlungaaldar. Okkar afreksmenn og hetjur
voru sjómennirnir, ferjumenn og landpóstar, sauðamenn og fjallabens-
ar, að ógleymdum málleysingjum; forystusauðum, hundum og hcstum.
Jafnvel happafleytur, sem staðist höfðu átökin við ógnir hafs og veðra
öðrum betur, fengu á sig hetjuljóma í hugum fólksins.
Að loknum þessum formála þarf
ekki að koma á óvart þótt eftir fylgi
frásögn af minnisstæðum óveðurs-
degi, fyrir 40 árum. Þennan dag,
30. nóvember 1950, skall á norðan-
áhlaup á Breiðafirði með slíku
ósköpum að menn höfðu varla
kynnst svo snöggum veðrabrigðum
síðan 14. des. 1936. Mannskaða-
veðrið sem þá gerði á Breiðafirði
(1936) hafði borið að með ótrúlega
svipuðum hætti og á sama árstíma.
Þá fórust 3 bátar með 7 mönnum,
og fleiri lentu í hrakningum, þótt
ekki hlytust slys af.
Þennan umrædda nóvemberdag
1950 var veðri svo háttað um morg-
uninn að logn mátti kallast eða
smá andvari af norðvestri. Síðan
byrjaði að snjóa og hlóð miður
lausamjöll í logninu svo kominn
var þykkur jafnfallinn snjór þegar
leið að hádegi. Varlasástútúraug-
um fyrir snjókomunni.
Tvíbýli var í Skáleyjum þegar
þetta gerðist, og raunar búið í
þremur húsum. Fimm eða sex
verkfærir karlmenn voru á
staðnum, auk kvenna og barna.
Menn sinntu gegningum og öðrum
búverkum að venju, og ekki man
ég eftir að búist væri við neinu
óvenjulegu. Flæði var um morgun-
inn en bátar sem lágu við dreka og
landfestar í Norðurvör voru ekki
færðir á öruggari stað áður en und-
an þeim fjaraði nokkru fyrir há-
Jón Þórðarson.
degi. Annað hvort höfðu veður-
fréttir farið framhjá mönnum um
morguninn, eða þær ekki gert ráð
fyrir því sem í vændum var. En
utan úr sortanum tóku nú að berast
þungar og hækkandi veðurdunur,
nánar til tekið úr norðaustri, úr
flóanum milli lands og eyja. Þó var
eins og enginn veitti þessu mikla
athygli. Síðan skall fárviðrið á, allt
í einu með fullum þunga, fyrir-
varalaust eins og högg. Það hrein-
lega skipti yfir úr logni í fárviðri
eins og hleypt væri af byssu.
Nærri má geta hvernig lausa-
mjöllin brást við þessari óvæntu
árás og sást nú ekki út úr augum
fyrir kófinu um stund. Það stóð þó
ekki lengi því að í slíkum látum
mettast loftið af særokinu. Snjór-
inn varð fljótt kramur, þrátt fyrir
nokkurt frost og hætti þá að skafa
að mestu. Líklega var hann þá
reyndar fokinn af eyjunum á haf
út, að verulegu leyti. Ofankafaldið
hélt áfram.
Nú var ekki um annað að gera
en að reyna að bjarga bátunum
undan sjó, þar sem þeir voru
áveðra og í bráðri hættu, þegar að
félli á ný. Það var þó ekki árenni-
legt þar sem setja þurfti þá á hlunn-
um góðan spöl áður en hægt væri
að koma við gangspilinu ofan við
vörina. Annar tæknibúnaður var
ekki tiltækur, en annar báturinn
allþungur vélbátur. Mannskapur
mátti ekki minni vera til að ráða
við verkefnið í þessu ógnarveðri,
og lengi áttum við í því basli. Að
lokum tókst þó að draga bátana
nógu hátt upp í vör til þess að þeim
væri borgið, og voru menn þá
orðnir allþreyttir og væstir. Það
mun hafa verið liðið að nóni og
komin fjara þegar við komum í
hús. Þar biðu okkar óvænt tíðindi,
fjarstæðukennd og gleðileg í senn.
Komnir voru gestir! Þrír sjóhraktir
ferðamenn.
Þennan morgun hafði Jón Þórð-
arson í Árbæ búist til ferðar út í
eyjar á báti sínum, frá lendingunni
á Stað á Reykjanesi. Erindi hans
var tvíþætt. Hjá honum hafði unn-
ið í nokkra daga Sigurður Ólafsson
múrari úr Reykjavík og þurfti nú
að komast út í Skáleyjar, þar sem
hann átti óunnið verk. Sigurður
hafði unnið í eyjunum um sumarið
en var nú heimfús orðinn. Þá var
Reykjanesið ekki komið í vegar-
samband og hann var farinn að ótt-
ast að verða þar tepptur. Hann
hvatti því mjög til fararinnar,
þar sem samgöngur suður á bóginn
voru þá öruggari úr eyjunum.
í öðru lagi þurfti Jón að koma
bát sínum til viðgerðar hjá Aðal-
steini í Látrum, áður en ísar lok-
uðu leiðum. Þennan bát hafði
Valdimar Ólafsson í Látrum smíð-
að fyrir Jón og Snæbjörn á Stað
veturinn 1935-36 og hafði hann
verið notaður mikið til ferðalaga
og flutninga jafnan síðan. Á hon-
um voru farnar kaupstaðarferðir í
margra þágu, bæði í Króksfjarð-
arnes og til Flateyjar, en til þeirra
staða beggja var þriggja tima ferð
frá Stað. Ferðamenn þurfti oft að
flytja milli lands og eyja og víðar
um nágrennið á þeim árum vegna
vegaleysis á landi. Jón var því
mikið á ferðinni, í ýmsum veðrum,
og hafði jafnan farnast vel á fleytu
sinni. Ekki var hún þó ýkja stór,
21 fet milli hnífla og fleytti tveim
tonnum, þrauthlaðin. Fallegur
bátur og gæfulegur; upphaflega
með 4-5 ha Skandiavél en var nú
kominn með aðra stærri, sömu teg-
undar, 7- 8 hesta. Sjaldan nefndur
annað en Staðarbáturinn. Nú
þurfti hann viðgerðar við, eftir 15
ára notkun.
Ekki leist Jóni of vel á ferða-
veðrið í kafaldsmuggunni um
morguninn, enda hafði veðurstof-
an spáð því versnandi, en þar sem
ekki stóð til að komast heim aftur
samdægurs vonaðist hann til að ná
út í eyjar áður en hvessti. Hann lét
því slag standa, þar sem Sigurði
var mikið í mun að komast.
Hallgrímur á Skálanesi, ungur
maður þá, þurfti að komast til Flat-
eyjar í veg fyrir póstbátinn og hafði
beðið Jón um far þegar hann færi
þessa fyrirhuguðu ferð út í eyjar.
Þess vegna þurfti Jón að koma við
á Skálanesi áður en lagt yrði á
flóann. Þangað er u.þ.b. 5 km leið
frá Staðarlendingu, þvert yfir
Þorskafjarðarmynni. Enn hélst
sama lognið, en ekki dró úr ofan-
komunni; hún fór fremur vaxandi,
svo skyggni var nánast ekki neitt.
Þó gekk allt vel yfir að Skálanesi,
og hafa þeir félagar líklega verið
þar staddir á ellefta tímanum, og
hálf út fallið. Ekki var komið síma-
samband við Skálanes þá og því
hafði ekki verið hægt að gera Hall-
grími viðvart, né heldur höfðu
heimamenn orðið bátsins varir í
dimmviðrinu. Því þurfti að halda
til bæjar, sem ekki er löng leið, en
öll á fótinn og þungfær í lausa-
mjöllinni. Ekki þurfti að bíða lengi
eftir Hallgrími, en þó tafðist ferð
þeirra töluvert vegna viðkomunn-
ar þarna. Kannski varð það þeim
til lífs.
Svo stóð á að Jón var ekki með
áttavita í bátnum, en nafni hans á
Skálanesi gat bætt úr því og lánað
honum kompás, enda mun hann
hafa talið þörf á því og ekki litist
of vel á ferð þeirra út í sortann.
Frá Skálanesi er klukkustundar
ferð til lendingar í Skáleyjum á bát
með þeim ganghraða sem þarna
var um að ræða. Á þeirri leið þarf
að varast Fjórðungaboða skammt
undan landi en síðan er opinn flói
út undir Hleinar, en það eru
skerjatangar sem teygja sig frá
Skáleyjum inn í flóann. Illt er að
koma að þeim í myrkri og dimm-
viðri, en norðan við þær rís Skarfa-
klettur úr sjó, all háreistur og sést
langt að í björtu. Hann er því hið
besta kennileiti fyrir þá sem þarna
eiga leið um, þegar lægri sker eru
í kafi, enda liggur leiðin sem oftast
er farin fast með honum að
sunnan. Þaðan er haldið út með
Norðurlöndum, út á Langeyja-
sund. Ekkert sáu þeir félagar til
þessara kennileita, né annara,
þegar út á flóann kom, vegna kaf-
aldsins. Nú kom kompásinn
í góðar þarfir, enda nær ógerlegt
að halda áttum í logni án hans,
Staðarbáturinn á siglingu út Þorskafjörð. Jón Þórðarson við stýrið.