Ísfirðingur - 11.12.1991, Blaðsíða 15
ÍSFIRÐINGUR
15
Dæmigert franskt landslag.
reyndust þar vera á ferð íslenskir
frönskukennarar sem voru á nám-
skeiði í tvær vikur í Montpellier,
sem er ekki ýkja langt frá vatns-
leiðslunni.
Nú var ekið til borgarinnar
Nimes, sem erfornfræg, frá dögum
Rómverja eins og vatnsleiðslan. í
borginni er hringleikahús eða leik-
vangur og ferhyrnt súlnahús frá 1.
öld fyrir Krists burð. Þetta er all-
stór borg, ríflega á stærð við
Reykjavík.
Óaðlaðandi baðströnd.
Við komuin að Miðjarðarhafinu
því rétt vestan við ósa Rhöne-
fljótsins, og var þá komið kvöld.
Þorpið sem við gistum í nefnist
Grau-du-Roi. Þarna eru mjög stór
hótel sem vita út að ströndinni og
hýsa sóldýrkendur yfir hásumarið.
Ferðamannatíminn var hins vegar
ekki almennilega byrjaður og her-
bergin á tiltölulega viðráðanlegu
verði. Við fj'öruna framan við
hótelið voru uppi skilti sem bönn-
uðu stranglega alla umferð hunda
á svæðinu, en ekkert var farið eftir
þessu, enda var mikið um hunda-
skít í sandinum og af þeim sökum
ekki fýsilegt að leggjast í hann.
Að morgni 17. júní, á þjóðhá-
tíðardag íslendinga, var talsverð
gola og ekki hlýtt. Við ókum nú
um hrísgrjónalendur Frakka í ós-
hólmunum, en manni skilst að til-
tölulega lítið svæði þar fullnægi
hrísgrjónaþörf frönsku þjóðarinn-
ar. Þarna er einnig mjög stór þjóð-
garður, frægur fyrir fuglalíf. Við
sáum hjörð flamingóa í ætisleit á
vöðlum, sem þarna eru, og var það
einkar tilkomumikið. Þessir fuglar
eru um hálfur annar metri á hæð
þegar þeir rétta úr sér, að miklu
leyti ljósrauðir að lit.
Páfahöllin í Avignon.
Á eystri bakka Rhöne-fljótsins,
ekki mjög langt frá Miðjarðarhaf-
inu, stendur borgin Avignon.
Þangað var nú förinni heitið, enda
um að ræða eina sögufrægustu
borg Frakklands. Við ókum að
innri borginni, miðaldaborginni,
sem er umlukin múr með nokkrum
hliðum á, og gengum síðan um hin-
ar þröngu götur allt að páfahöll-
inni.
Það var upp úr 1300, nánar til-
tekið árið 1309, sem Klemens V.
páfi í Róm, franskur maður sem
hafði lent á hálfgerðum hrakningi
vegna ósamlyndis í Rómaborg,
settist tímabundið að í Avignon,
sem var biskupssetur. Eftir andlát
hans var árið 1316 kjörinn páfi
annar franskur maður, Jóhannes
XXII., sem einmitt hafði fyrir kjör
sitt verið biskup í Avignon. Hann
hætti við að flytja til Rómaborgar
en hreiðraði í þess stað um sigí
sinni eigin biskupshöll. Þessi páfi
var uppi um það leyti, sem skáld-
sagan Nafn rósarinnar eftir
Umberto Eco á að hafa gerst, og
einmitt á sama tíma kveiktu munk-
arnir á Möðruvöllum í Hörgárdal
í klaustrinu þar, samanber leikrit
um þann atburð eftir Davíð Ste-
fánsson.
Næstu fimm páfar, allir franskir,
sátu einnig í Avignon, og ríktu átta
eða tíu ár hver. Þar kom þó, um
1378, að hið postullega sæti var á
nýjan leik flutt til Rómaborgar, og
þar hefur það verið síðan.
Eg fór ásamt mági mínum í
skoðunarferð um páfahöllina, og
nutum við leiðsagnar frönskumæl-
andi leiðsögukonu. Höllin var
mjög grátt leikin á árum stjórnar-
byltingarinnar miklu, laust fyrir
1800, enda báru hinir guðlausu
byltingarmenn enga virðingu fyrir
páfadóminum. Alla 19. öld var
höllin notuð sem hermannaskáli.
Nú er unnið að því að laga hana og
færa að nokkru í það horf sem hún
hafði á dögum páfanna.
Síðdegis þcnnan dag yfirgáfum
við Avignon, ókum yfir Rhóne á
ný og til norðvesturs. Þar komum
við enn að mjög tilkomumiklum
gljúfrum, kenndum við Ardéche,
og fórum eftir þeim meðal annars
framhjá afar nafntoguðum stein-
boga yfir ána, hann heitir Pont
d‘Arc eða Bogabrú. Við gistum á
ódýru, litlu hóteli í afskekktu
þorpi.
Madonnumynd og knipplingar.
Sjötta og síðasta dag ferðarinnar
fengum við rigningardembur á
okkuröðru hvoru. Ekið var í norð-
vestur til bæjarins Le Puy, sem er
höfuðstaður í einu fámennasta
fylki Frakklands. Þetta er ríflega
20 þús. manna bær, í eldfjallaland-
inu í Miðhálendinu, því að við
höfðum nærri ekið í hring frá fyrsta
deginum. Inni í borginni eru tvær
sérkennilegar klettastrýtur, sem
eru fornir gígtappar. Uppi á þeim
hærri er gífurlega stór rauðbrún
standmynd af Maríu með Jesú-
barnið. Þetta er bronsstytta, tæp-
lega 23 metrar á hæð og vegur 835
tonn, gerð úr fallbyssum frá Krím-
stríðinu, sem háð var 1854-56.
Styttan er hol innan, og við systir
mín og mágur klifruðum alla leið
upp í höfuð hennar. Þessi Ma-
donnumynd er auðvitað löngu orð-
in að táknmynd bæjarins, sem ann-
ars er frægur fyrir handunna
knipplinga, sem við keyptum okk-
ur eðlilega talsvert af.
Við ókum nú um fjalllendi til
norðausturs að Rhöne-dalnum á
ný. í borginni Vienne skoðuðum
við mágur minn hof Ágústusar og
Lívíu, þ.e. rómverskar minjar frá
Getur þú lagt lið?
Heimildirumsögu
vestfirskra skóla
Hafin er söfnun hcimilda um vestfirska skólasögu. Um nokkurra
ára skeið hefur fræðslustjóri Vestfjarða, Pétur Bjarnason haldið
til haga og safnað saman brotum úr sögu skólahalds á Vestfjörðum.
Nú eftir áramót mun hann fara í þriggja mánaða starfsleyfi til
að sinna þessum þætti og kanna heimildir um skólahald í fjórð-
ungnum.
Ekki er mjög Ijóst hvar þeirra er helst að leita, þar sem skjöl og
önnur gögn varðandi skólahald er vafalaust að finna vítt og breitt
um allt svæðið, auk þess sem komið er á söfn.
Nú eru það tilmæli til lesenda blaðsins að þeir aðstoði við þessa
upplýsingaöflun með ábendingum eða upplýsingum sem að gagni
mætti koma.
Helst er beðið um eftirfarandi:
★ Abendingar um skjöl eða fundargerðabækur
frá fyrri tíð.
★ Ljósmyndir eða vísbendingar um hvar þær væri
að finna.
★ Benda á skráðar heimildir sem fjalla um þetta
efni.
★ Abendingar um fróða menn (og konur) um
þessi mál.
★ Minningar frá eigin skólaveru á Vestfjörðum.
★ Hvaðeina annað sem tengst getur þessu verki.
Þeir sem vilja leggja þessu máli lið eru beðnir að hafa samband
við Pétur Bjarnason, fræðslustjóra, Árholti 5, 400 ísafjörður, sími
94- 4684, vinnusími 94-3855 og fax 94-3508.
Við óskum Vestfirðingum gleðilegra jóla,
árs og friðar og þökkum samstarfið
á árinu sem er að líða
VÁTRYGGINGAFÉLAG
NrlBr íslands hf
Óskum Vestfirðingum og lands-
mönnum öllum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Sæplast hf.
Dalvík
því um Krists burð. Síðan komum
við okkur á hraðbraut, og fórum
beint í gegnum stórborgina Lyon
og svo áleiðis til Parísar skemmstu
leið. Ferðinni lauk við Orly-
flugvöll, þegar bílnum var skilað
um kl. 23 að kvöldi.
Þessi sex daga ferð hafði á allan
hátt heppnast mjög vel. Við
höfðum komið á ýmsa mjög sögu-
fræga staði og víða litið augum ák-
aflega tilkomumikið Iandslag.
Engin óhöpp höfðu hrjáð okkur.
Niðurstaðan var að þetta væri
rétti árstíminn fyrir íslendinga
til að skoða Evrópulönd. Reyndar
má minna á, að um þetta leyti voru
aðeins liðnir rúmlega þrír mánuðir
frá lokum Persaflóastríðsins, en á
meðan það stóð datt ferðamanna-
straumur til Frakklands að mestu
niður og hafði ekki enn náð sér
upp til fulls á ný þegar hér var kom-
ið sögu.