Ísfirðingur - 11.12.1991, Síða 17
ÍSFIRÐINGUR
17
Siggi Sveins sjötugur
Pann 11. nóvembers.l. varð Sig-
urður Sveinsson jarðýtustjóri,
frístundabóndi og fyrrum útgerð-
armaður, sjötugur. Sigurður er
fæddur á Góustöðum árið 1921 og
ólst þar upp í stórum hópi bræðra.
Foreldrar þeirra voru Guðríður
Magnúsdóttir frá Aðalvík og
Sveinn Guðmundsson frá Hafra-
felli.
Sigurður fór fljótlega að vinna
við bifreiðaakstur. Petta var á
þeim árum sem bílinn var að vinna
sér sess sem hið nýja samgöngu-
tæki. Seinna hóf Sigurður rekstur
vinnuvéla og hefur það verið hans
aðalatvinna fram á þennan dag.
1960 stofnaði Sigurður ásamt
nokkrum félögum sínum útgerðar-
félagið Búðanes h.f. og gerði það
félag út mb Guðnýju fram á s.l.
vor að sú happafleyta var seld til
Bolungarvíkur.
Eiginkona Sigurður er Gerður
Pétursdóttir, Pálssonar frá Hafn-
ardal. Þau eignuðust þrjú börn en
fyrir átti Sigurður eina dóttur.
A afmælisdeginum samfögnuðu
fjölskylda og vinir Sigurðar honum
í veglegu hófi sem haldið var í
húsnæði Netagerðar Vestfjarða.
Þar var fjölmennt sem vænta
mátti, því vinahópurinn er stór og
samferðamennirnir margir. Með-
fylgjandi myndir tók Pétur Bjarna-
son í hófinu.
Sigurður Sveinsson ásamt frænda sínum Heiðari Sigurðssyni. Það
er ekki frítt við að ættarmótið sjáist!
Einar Hreinsson þenur nikkuna og afmælisbarnið stjórnar al-
mennum söng af mikilli röggsemi. Yngsta kynslóðin virðir mann-
fjöldann fyrir sér.
Afmælisbarnið, Sigurður Sveinsson ásamt Guðriöi dóttur sinni og Magna Guðmundssyni, bróðursyni
sínum.
Húsakynni Netagerðar Vestfjarða eru bæði rúmgóð og hin vistlegustu og voru glæsileg umgjörð um
þessa ágætu afmælisveislu Sigurðar Sveinssonar.
Sigrún Jóhannsdóttir á Höfða hefur greinilega sagt eitthvað áhuga-
vert við Sigurð. Guðríður dóttir hans til vinstri.
Það getur verið handhægt að halda veislu í netagerð, þar sem mjúk hvíla er rétt við hendina. Þessi
taldi rétt að nota aðstöðuna og fá sér kríu.
Veislugestir voru á ýmsum aldri.