Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1991, Síða 19

Ísfirðingur - 11.12.1991, Síða 19
ISFIRÐINGUR 19 Skólamenn á Ströndum funda Það var föstudaginn 25. októ- ber, að skólamenn á Ströndum héldu tvíheilagt og funduðu tvisvar að lokinni vinnu þann dag. Fyrst var haldinn fundur skólastjóra og yfirkennara. Var hann haldinn í skólanum á Drangsnesi í boði skólastjórans þar, Braga Melax og foreldrafélags skólans, sem bauð upp á veitingar. Næsti fundur var svo haldinn í skólanum á Klúku, en hann fjallaði um umhverfis- mennt og umhverfisfræðslu. Var hann haldinn í boði starfsmanna skólans og Fræðsluskrifstofunnar á ísafirði. Fundur skólastjóra og yfir- kennara hófst strax að loknu há- degi og voru allir skólastjórar á Ströndum mættir, auk yfirkennar- ans á Hólmavík, en þar er ráðinn yfirkennari frá síðasta hausti. Aðalefni fundarins var gerð starfsáætlana og námsskrár. Reif- aði Bragi Melax, skólastjóri á Drangsnesi það mál og rakti hvað hann teldi nauðsynlegast að kæmi fram í slíkum plöggum og hvernig vinna skyldi. Síðan sagði Matthías Kristinsson frá samstarfi skóla- stjóra í Vestur- Húnavatssýslu, en hann hefur verið þátttakandi í því. Þar er m.a. verið að vinna sýslu- námskrá. Hefur verið varið til þess fagstjórnarkvóta frá skólunum og auk þess fengist styrkur til verksins. Eftir nokkrar umræður varð svo að samkomulagi að fela skólastjóra og yfirkennara á Hólmavík að leiða þetta starf og skyldu allir aðrir skólastjórar skila til þeirra tillögum sínum. Framhald þessa starfs hefur svo meðal annars verið, að skólarnir í Kaldrananeshreppi hafa um helg- ina 16.-17. nóvember lokið endan- legri gerð sinna tillagna í málinu og senda þær áfram. Síðan munu skólastjórarnir hittast að nýju, funda um málið og vinna úr því. Síðari hluta dagsins hófst svo fundur kennara í Strandasýslu, í Klúkuskóla, með Þorvaldi Erni Árnasyni og Hjördísi Hjartardótt- ur um umhverfismennt og um- hverfisfræðslu. Þorvaldur Örn reifaði málið og sagði frá reynslu sinni og annarra í þessum efnum. Benti hann á við- fangsefni, sem valin væru úr nátt- úrlegu umhverfi skólans, en einnig úr manngerðu og menningarlegu umhverfi skólanna. Síðan tóku margir til máls og sögðu frá því hvernig þeir leystu þessi verk af hendi, miðað við umhverfi hvers skóla og sérkenni byggðarinnar í Strandasýslu. Var gerður góður rómur að máli frummælanda og honum þakkað. Einnig voru fræðsluskrifstofunni þakkað fyrir að hafa efnt til fundarins og gefið kennurum tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar um þessi mál. Á fund þennan mættu 20 manns. Mun það vera fjölmennasti fundur kennara í Strandasýslu sem hald- inn hefur verið til þessa og mikil ánægja meðal fundargesta. Var því hreyft að gera fleiri tilraunir til að halda slíka fundi um ýmis sér- mál í kennslunni og reyna að hafa þá ýmist að hausti eða vori þegar allir geta komist ferða sinna fyrir veðri. Jón Kr. Olafsson Platan með hinum góðkunna söngvara Jóni Kr. Olafssyni, Bíldudal er enn fáanleg í hljómplötuverslunum. Þá er líka hægt að panta hana beint frá söngvaranum, sem býr hana til jólagjafasendingar ef óskað er eftir. Síminn hjá Jóni Kr. Ólafssyni er 94-2186. Tilvalin jólagjöf m Frá fundi skólastjóra í Strandasýslu. Frá vinstri: Ragnhildur Birgisdottir, skólastjóri Finnbogastaða- skóla, Erlingur E. Halldórsson, skólastjóri Broddanesskóla, Matthías Kristinsson, skólastjóri Borðeyr- arskóla, Sigurður H. Þorsteinsson, skólastjóri Klúkuskóla, Bragi Melax, skólastjóri Drangsnesskóla, Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri Hólmavíkurskóla og Victor Örn Victorsson, yfirkennari Hólmavíkur- skóla. Nemendur að störfum í Klúkuskóla. Frá vinstri: Jóhanna Guðbrandsdóttir, Eysteinn Pálmason, Finnur Ólafsson, Harpa Guðbrandsdóttir, Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, Victor Guðbrandsson, Sölvi Þór Bald- ursson, Steinar Þór Baldursson og Sigrún Ásgeirsdóttir. Myndin ertekin að loknum heimilisfræðitíma. Búið er að baka, elda og leggja á borð. Guðmundur Ingi Kristjánsson: Hnúkaþeyr úr Súgandafirði Komin er út ljóðabók eftir Frið- bert Pétursson, áður bónda í Botni í Súgandafirði. Þetta er önnur bók höfundar og heitir Hnúkaþeyr með þessum inngangsorðum: „Strýkur um vanga sem hendi hlý hnúkaþeyr á björtu vori og loftið ilmar og angan ný eltir þig í hverju spori.“ Segja má að þessi vísa lýsi þeim ríkjandi blæ sem er yfir kvæðun- um, og er þar þó um margvíslegt yfirbragð að ræða. Friðbert er orðinn 82 ára en þrátt fyrir aldurinn hefur hann ekki setið auðum höndum því að kvæðin í þessari bók, 54 að tölu munu að mestu vera ort á síðustu 6 árum eftir að fyrri ljóðabók hans kom út. Ekki er að vænta stórbrotinna nýjunga frá manni á þessum aldri, en Hnúkaþeyr geymir glögg við- horf gamals manns til liðins tíma. Þar er víða bjart yfir að líta: „Unaðar æfibrag yrkir mér sólskinslag.“ Þó er ekki allt saknaðarlaust: „Ég saknaði bernsku og blóma og barnsins í sjálfum mér.“ Og höfundurinn hugsar til barnsins sem litast um í veröldinni nýfætt: „Þú litla barn, hvert leitar hugur þinn er ljósið eygir þú í fyrsta sinn og hendur fálma hægt í ljóssins átt er heiminn nýja tekur þú í sátt.“ En í kvæðinu „Lítil hendi“ fjall- ar hann um stálpaða barnið: „Þú lagðir þína litlu hendi í lófa minn. í augum þínum ungum las ég allan trúnað þinn. t>ú vaktir upp í vitund minni vanmáttinn. Ég á að vísa þér veginn og varða hann, leiða þig á lífsins göngu, lýsa illt í bann. Ég á að segja þér sögu sem ég illa kann.“ í samræmi við þetta kemur víða fram í kvæðunum löngunin til að gera betur og hafa orkað meira. Margar náttúrulýsingar í Hnúkaþey eru fagrar og blíðlegar. Tökum dæmi: „Ölduþök glóa yst við sjónarrönd. Aftanskin dagsins merlar haf og land. Bára af hafi byltir sér við strönd, baðar hlein og klett sem vinarhönd og hleypur léttfætt yfir svartan sand.“ Friðbert Pétursson yrkir yfirleitt með fullum stuðlum og rímuðum bragarháttum. Þó bregður öðru fyrir. í kvæðinu „Af heimahlaði" er þessi vísa: „Man ég dýrðlega drauma lyfti mér vængjuð von, bar mig víðfaðma vegu um ókunnar álfur og lönd, þá var ég ungur enn. Kvæði sem heitir „Jörðin og við“ hefst á þessa leið: „Jörðin snýst um sjálfa sig og þú um þig. Hring eftir hring.“ I öðrum kvæðum fellir höfundur lýsingar sínar léttilega að bragar- háttum gömlu rímnanna og gró- inna alþýðuskálda, t.d.: „Signir landið sólarglóð sveipað möttli grænum. Lífið kveður ljúfan óð létt í sumarblænum." Og: „Gamlir draumar ganga aftur gengna vegi. Læðist um þig líkt og tregi lifnar við á hverjum degi.“ Kvæðin í Hnúkaþey eru yfirleitt stutt eins og hæfa þykir nú á dögum. Þó eru nokkur frásagnar- kvæði sem skera sig úr. Þar má nefna kvæði um sýn og bæn Habakuks spámanns, annað um baráttuna við Elli kerlingu sem enginn getur sigrað og hið þriðja um gamla sögu úr kaupstaðarferð fyrir jólin. Kvæðið um Habakuk hefur sérstöðu, þar er varpað ljósi spámannsins á heimsmálin á okkar dögum. Undir bókarlokin er stutt bæn Friðbert Pétursson. þar sem höfundur ávarpar hinn mikla eilífa anda að hætti’ Davíðs Stefánssonar. Bænin endar á þessa leið: Gefðu mér það að geta glatt hinn hrjáða mann. stutt hann til átaks aftur og elskað hann.“ Vestfirðingar mega gleðjast yfir þessari ljóðabók Friðberts Péturs- sonar og vel myndi hún sóma sér á hátíðaborði þar sem jólabögglarn- ir eru opnaðir.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.