Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1961, Page 3

Skólablaðið - 01.04.1961, Page 3
IN MEMORIAM KARL KRISTJANSSON húsvörður Fæddur 2. jan. 1898 Dáinn 23. marz 1961 Fyrir skömmu hvarf af sjónarsviðinu Karl Kristjánsson húsvörður, einn af trúverðugustu starfsmönnum Menntaskólans í Reykjavík. Er nú skammt stórra högga á milli, þá er skólinn hefur x vetur orðið að sjá á bak tveim af ágætustu starfskröftum sínum. Þótt Karl Kristjánsson hafi aðeins gegnt stöðu húsvarðar við Mennta- skólarui í Reykjavík síðastliðin fjögur ár,hefur hann að verðleikum hlotið traust og vináttu allra, sem hann hefur haft samskipti við. Sem nefndarmaður félagsheimilisins hef ég haft nokkur kynni af Karli Kristjánssyni. Ég minnist þess meðal annars, að eitt kvöld í vetur kom fyrir smá óhapp í íþöku, og leituðum við þá til Karls. Hann brá skjótt við, þótt mjög væri áliðið kvölds og leysti vandann. Þannig var hann ávallt reiðubúinn til hjálpar, ef með þurfti. Ég vil leyfa mér að þakka honum þau störf, sem hann hefur innt af hendi fyrir félagsheimilið okkar í íþöku. I hugum okkar mun ^eymast minningin um hæglátan og dagfarsprúðan mann, sem annaðist störf sin af festu og skyldurækni. Garðar Halldórsson.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.