Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1961, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.04.1961, Blaðsíða 6
-142 - Heimsókn NorSlinga. M miðjan marzmánuð komu hingað í nemendaskipt- um nokkrir nemendur frá MenntaskóLanum á Akureyri. Dvöldust þeir hér í vikutíma í dýrlegum fögnuði. Voru þeir m.a. viðstaddir aðaldans- leik skólans, sem haldinn var í Lídó 15. marz. og skemmtu þeir sór vel. Flestir sunnanmenn skemmtu sór einnig vel það kvöld, einkum þeir, sem fengu sér smásprett eftir dans- gólfinu. Norðlingar héldu að Laug- arvatni í fylgd með embættismönnum hins lærða skóla. Dvöldust þrír Norðlinga í Menntaskólanum á Laug- arvatni um helgi. För embættis- manna og Norðlinga austur var mjög söguleg. Einkum þótti matur Laug- vetninga girnilegur til fróðleiks. Ungur athafnamaður. Þriðjudaginn 28. marz kl. 5 f. h. kom Sverrir Hólmarsson fljúg- andi til landsins. Um níuleytið var Sverrir kominn á Skalla, og skömmu síðar drakk hann kaffi á Mokka. Kl. 10 mætti Sverrir á skólafundi og var honum fagnað með lófataki. Þó tók Sverrir ekki til máls. Almennur fögnuður ríkir vegna heim- komu hins glataða sonar. Strax og Sverrir kom, gekk Einar ritstjóri Már á hann og skipaði honum að skrifa í Skólablaðið en liggja dauð- ur ella. Var það furða ? Auglýsingasamkeppni félaga skól- ans harðnar enn. Er nu svo komið, að 20 hræður mega varla koma sam- an, án þess að einhver teiknari geri flennistóra, marglita og herfilega ljóta auglýsingu. Oft eru gerðar margar auglýsingar um eina og sömu samkomuna. Er kominn tími til, að settar verði reglur um hámarks- stærð auglýsinga. Ættu þær helzt ekki að vera stærri en 20 x 30 cm. Til samanburðar má geta þess, að auglýsingar Listafélagsins eru 30 x 60 cm, en auglýsingar Framtíðar- innar 45 x 60 cm og 20 x 30 cm. Sömuleiðis eiga auglýsingar að vera teiknaðar með einlitu bleki eða vél- ritaðar, og engar myndir eiga að vera á þeim. Nýjasta auglýsingabrella Þorleifs er að hengja auglýsingar á eitt af brettum þeim, sem notuð voru á myndlistarsýningu nemenda. Ólafur H. Grímsson sá brettið með þremur auglýsingum frá Listafélaginu, leit á töflu Framtíðarinnar, aftur á bretti Þorleifs, pírði augunum og mælti : " Imitation is the sincerest form of flattery. " Ljótur leikur. ólafur R.Grímsson var mjög ábuðarfullur, þegar hann hringdi í ýmsa mer kismenn innan skólans og stefndi þeim til fundar við sig í íþöku. Fyrst boðaði hann stjórnarfund í Fram- tíðinni, næst sagði hann nokkrum fimmtabekkingum að ræða ætti væntan- legar embættismannakosningar, Steina robot sagðist hann vilja tala við vegna Raunvísindadeildarinnar, inspector scholae sagði hann að ræða ætti fjár- mál Framtíðarinnar. Þegar mannskap- urinn kom í Iþöku, tjáði ólafur R.þeim. að þeir ættu bréf undir símaskránni. Undir henni var miði, sem á stóð : í dag er 1.4.1961. Menn brugðust mis- jafnlega við. Steini robot reiddist, en Garðar Halldórsson skildi ekki áletr- unina á miðanum, en sagði bara; "Ha?" Skíðaferðir. Valdimar tók þátt I skíðamóti ís- lands á ísafirði um páskana og gekk sæmilega. Stóð hann sig aðeins skár en Hákon Olafsson, inspector scholae á Akureyri, en hann er mikill skíðagarp- ur. Er hann dvaldist hér syðra, fór hann á skíði og hitti Tryggva Karlsson uppi á fjöllum. Tryggvi fagnaði honum mjög vel og sagði norðanmanninn af- reksmann mikinn, það væri einhver munur heldur en "væskilmennið hér syðra". Annars tognaði Tryggvi á skíð- um nýlega, var í skyndi fluttur í Hotel Tryggvaskála, og varð það honum til lífs. - b-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.