Skólablaðið - 01.04.1961, Blaðsíða 8
144 -
fullkominni kröm, vöðvarnir verða sinum
og beinum ofviða og valda tognun, gigt
og liðhlaupi, hjartað lamast af stöSugri
ofreynslu og bilar á fimmtugsaldri,
óeðlileg kynþrá kemur í Ijós og nær
yfirhöndinni á flestum gerðum. Og ekki
má gleyma hinni blindu hlýðni við þjálf-
arann, sem verður þess valdandi, aO
einstaklingurinn er opinn fyrir allri
múgsefjun og hættir að hugsa sjálfstætt,
eða m. ö. o. hið áðurnefnda tóma heilabú.
t boöorði nr.4 er rætt um ástina,
sem hin stríðandi kempa skal bera til
andstæðingsins. Ég ætla ekki að fara
að skýrgreina hugtökin ást og kærleikur,
en brýtur það ekki nokkuð í bága við
þær hugmyndir, er menn gera ser um
slíka hluti, að slá andstæðing sinn niður
án þess að hirða um, hvort hann einung-
is rotast, eða hreinlega deyr? Og að
baki þess lconar sigurs og sigurs í há-
stökki, hlaupi eða handbolta liggur sami
grundvöllur, þ.e.a.s., að sigra and-
stæðing sinn með líkamlegum yfirburðum.
5. þú skalt ekki láta ófarir felaga
þinna hafa nein áhrif á þig. Gamalt ís-
lenzkt máltælci segir : Til þess eru vít-
in að varast þau. Það er hryggileg
staðreynd, að margir efnismenn hafa
farizt, eða stórslasazt við iðkun þessar-
ar kórvillu, og samt hlaupa unglingar
æpandi 1 lyktina af íþróttaiskunum, sem
oftast einkennist af svitaeimýrju ognær-
klæðapest, eða m. ö. o. heilbrigðri skyn-
semi er útrýmt gjörsamlega.
Nú kunna einhverjir að álíta, að ég
sé algjör afneitandi hinnar gömlu speki
"Heilbrigð sál í hraustum líkama".
Því fer fjarri. Líkamleg hreyfing er
bæði holl og nauðsynleg, og fyrir okkur,
sem sitjum á skutnum vikuna út, er leik-
fimi og gangur sú bezta heilsubót. En
þegar út í keppnina er komið, glatast hin
heilbrigða skynsemi gjörsamlega. Til að
sanna mál mitt vil óg geta þess, að ég
hef athugað hátterni ýmissa okkar fyrri
utanfara í landsliði, og hefur það að
miklu leyti rennt stoðum undir þessa
grein mína. Einnig hef óg eignazt nokkra
kunningja innan þess hrings, er nú eru
keppnisfulltrúar íslands á erlendri grund,
og það merkilega hefur komið í Ijós hjá
þeim flestum, að leikurinn sjálfur er
ekki þa5, sem þeir muna bezt, heldur
hvar gleðikonur voru vænstar og bjór
beztur. Það er og, aS innan þess hóps
nemenda Menntaskólans í Reykjavík, er
stritar mest í kappleikjum, eru margir
þeir, er afla skólanum drjúgt álit á
stöðum eins og Vetrargarðinum og Þórs-
kaffi. ( Af eðlilegum ástæðum nefni óg
engin nöfn. )
Á Grikklandi hinu forna voru íþrótt-
ir í hvað mestum heiðri hafðar. Er það
ekki einkennilegt, að sá löstur, sem all-
ar menningarþjóðir hafa fordæmt og fyr-
irlitiS, skyldi vera þar í hávegum hafð-
ur, og jafnvel merkir spekingar skrifuðu
stórar bækur honum til varnar og upp-
hefðar? Og eins og ég hef áður bent á, er
tuttugasta öldin einmitt það tímabil, er
Olympíuléi'kir eru á ný gerðir að heims-
viðburði. En ekki veldur sá er varar.
Böðvar Guðmundsson.
| EVEG er það einkennandi fyrir
þann anda, sem nú ríkir í
skólablaði M. R. , að í fyrsta
| sinn, sem minnzt er á íþrótt-
• ir í blaðinu á þessum vetri,
skuli það vera greinin "íþróttaspjöll"
eftir B.G., sem birtist. Ætla mætti þó,
að af nógu væri að taka úr íþróttalífi
skólans í vetur, sem serhverju öðru
skólablaði myndi þykja sómi í að birta.
Þessi ofannefnda grein, "Iþrótta-
spjöll" er meira að segja bæði lúaLeg og
svívirðileg árás á einstaka menn u.tan
sem innan skólans, svo og á íþrótéahreyf-
inguna í heild og tilgang hennar.
Reyndar er greinin það fjarstæðu-
kennd, að hún er varla svaraverð,, en þar
sem ýmiss konar "andleg séní" víiða nu
uppi með alls konar fullyrðingar og sví-
virðingar um málefni, sem þau (" s eníin" )