Skólablaðið - 01.04.1961, Qupperneq 9
- 145 -
hafa ekkert kynnzt að ráði, og þott ein-
kennilegt megi virðast, eru þó nokkrir í
þessum skóla, sem þykjast hátt yfir það
hafnir að reyna nokkuð á sig líkamlega.
Af þessum ástæðum fannst mer rett að
svara þessari vanhugsuðu árás að nokkru.
Til marks ums hve grein B. G. er
fáránleg, er það, að hann heldur því
fram, að menn verði að villidýrum, and-
lega tómum, og að stríð og fár og jafn-
vel kynvilla stafi a.f íþróttum. Fyrr má
nií rota en dauðrota.
Fremur finnst mér villimennska á
hæsta stigi koma fram meðal hinna svo-
kölluðu "listamanna", sem halda, að þeir
verði listamenn á því einu að ganga með
öskorið skegg og hár sem villimenn, til
þess að láta bera sem mest á sér.
Barnalegt er og að halda því fram, að
sá löstur, sem ávallt hefur þótt loða við
listamenn ( sumum þykir hann víst ómiss-
andi ) sé afleiðing íþrótta.
Af grein B. G. má reyndar sjá, að
hann hefur aldrei komist að ráði í kynni
við íþróttir, því að annars hefði hann
skilið hvílíkt félagslegt gildi þær hafa.
Innan íþróttahreyfingarinnar kynnist fólk
af öllum stéttum, aldri og fólk með mis-
munandi hugsunarhátt. Menn kynnast bet-
ur og menn kynnast fleirum í íþróttum
en ella. Því miður hefur B.G. alvegfar-
ið á mis við þetta. Enda virðist maður-
inn argur út í íþróttir og líkamlega
mennt yfirleitt.
í íþróttum læra menn að meta and-
stæðinginn án þess að leggja árar í bát,
og í keppni kynnast menn fleirum skap-
gerðareiginleikum í fari andstæðings eða
meðkeppenda en þótt menn hangi tímum
saman í óheilbrigðu andrúmslofti kaffi-
húsa.
Varðandi hin 5 "boðorð" íþróttahreyf-
ingarinnar að dómi B. G. vildi ég svara
þessu :
1. t íþróttum skipta Líkamlegir yfir-
burðir ekki mestu máli heldur heilbrigð
skynsemi ásamt skjótri hugsun, ákveðni
og keppnisskapi.
Gaman væri t. d. að sjá B. G. æfa
líkamlega velbyggða fávita af fávitahæli
og koma þar upp góðu handknattleiksliði !
Árangur yrði vafalaust athyglisverður,
þar sem B. G. á í hlut.
2. Auðvitað geta menn aldrei neitt
í neinu, ef menn æfa sig ekki. Það er
enginn fæddur fullkominn, enda þótt sum-
ir virðist halda það. Ef menn vilja
leggja eitthvað á sig til þess að ná á -
rangri, ættu menn að kunna að meta
slíkt, en eigi lasta.
3. Til eru þeir menn meðal fslend-
inga, sem halda að þeir séu fæddir með
þeim ósköpum að vita allt betur en aðr-
ir allt frá fæðingu. Þessir menn hafa
auðvitað engin not fyrir kennara eða
þjálfara af skiljanlegum ástæðum.
íþróttaþjálfari er kennari og leið-
beinandi, hann sér betur, hvað nemandinn
gerir vel eða illa en nemandinn sjálfur.
Þess vegna er þjálfari nauðsynlegur ráð-
gefandi, og að halda því fram, að 'íþrótta-
menn séu háðir vilja þjálfarans í einu
og öllu, er svo fjarstæðukennt og van-
hugsað, að ekki tekur að svara þess
háttar fáráðlingshætti.
4. Menn eiga að virða andstæðing
sinn.en ekki reyna að meiða hann og
þess vegna samræmist það varla réttum
íþróttaanda að slá andstæðinginn niður
eins og gert er í hnefaleikum, enda hafa
þeir verið bannaðir með lögum hérlendis.
5. "Láttu ekki ófarir félaga þinna
hafa áhrif á þig". Þ. e. þú skalt hætta. að
ganga , hætta að fara í bíl, hætta að
vinna og helzt af öllu hætta að sofa og
jafnvel lifa. Eru menn ekki alltaf að
deyja og lemstrast í bílslysum, detta og
brjóta sig á götum úti og í vinnu, og
hafa ekki margir dáið í svefni ?
Þetta væri ekki úr vegi, að menn athug-
uðu áður en þeir halda því fram, að
menn séu alltaf að slasast í íþróttum.
fþróttir gera menn einmitt hæfari til
þess að forðast slys í daglegu lífi.
Varðandi þá fullyrðingu B.G. , að
þeir menn, sem keppt hafa erlendis fyrir
íslands hönd, muni bezt hvar bjór var
beztur og gleðikonur vænstar, vil ég
benda á, að sjálfsagt svara þeir því, sem
mest er að spurt og spyrjandi hefur
mestan áhuga á, enda fara svör þeirra
örugglega eftir því á hvaða andlegri
"bylgjulengd" spyrjandi er.
Allir hafa gagn af íþróttum, sérstak-
lega þeir, sem á skólabekk sitja og
naumast hafa aðra hreyfingu en að lalla
úr og í strætisvagn. Að vísu er mis-
munandi, hve mikið menn mega Leggja á
sig í fyrstu, en enginn er svo veik-
Frh. á bLs. 148.