Skólablaðið - 01.04.1961, Page 13
-149 -
-reg
Kef
an moral.
v
ÍÐUSTU geislar kvöldsólarinn-
ar stöfuðu rauðleitum bjarma
á ryku^ stræti Reykjavíkur,
þej*ar eg barði að dyrum
hja Þráni Eggertssyni.
Úti var fremur kalt og eg varð
því feginn að komast inn í hlýj-
una. Þráinn kom sjálfur til
dyra, hann .var klæddur í
slopp og mér virtist hann
nokkuð fölleitur í daufri
birtu anddyrisins.
"Hefur þú verið veik-
ur, Þráinn, 11 spurði ég.
"Ne, - er það?" sagði
hann um leið og hann vís-
aði mér til herbergis síns.
Þegar við vorum setzt-
ir, bar ég upp erindi mitt
og sagðist vera kominn á
vegum Skólablaðsins til að
hafa viðtal við hann.
"Æ, ég er orðinn leiður á
þessum skolablaðspesisma," sagði
Þráinn, um leið og hann tók "American
Humour" af náttborðinu og laumaði henni
í bókaskápinn, "viltu ekki heldur láta
Guðjón Albertsson skrifa Dandimenn um
mig? "
"Nei, það er ekki hægt, Nu er Guð-
jón að skrifa verðlaunasmásögu og má
ekki vera að svona snatti. " Og Þráinn
varð að láta undan, og ég spurði :
"Hver eru aðaláhugamál þín? "
Með tignarlegri handahreyfingu
benti hann mér á bókaskápinn og sagði :
"Aðaláhu^amál mín eru bókmennta-
legs eðlis, serstaklega þykir mér gaman
að skáldsögum og smásögum, einkum
smásögum. Ég held að það sé miklu
meiri kúnst að semja smásögur heldur
en skáldsögur. Hins vegar hef ég aldrei
skilið Vjóð. - Svo hef ég líka mikinn
áhuga a leynilögreglusögum dg lögreglu-
malum. Þetta er víst einhver veikleiki.
Serstaklega hef ég gaman af sögum
Chestertons. Ég hef lesið þær allar,"
og Þráinn veifar þykkri bók framan í
mig.
"En, segðu mér, hver er uppáhalds-
höfundur þinn. Er það Chester-
ton? "
"Ne, - er það? Ég held, að
það sé frekar Oscar Wilde.
Ég hef lengi haft mikið dá-
læti á honum - Annars seg-
ist Þorsteinn Gylfason hafa
fundið skyringu á því, en
hann vill ekki segja mér
það fyrr en eftir stúdents-
próf. - Ætli það sé ekki
af því, að mér finnist
Oscar Wilde skemmtilegur
eins og ég sjálfur. " Og
Þráinn bendir út í loftið og
hlær.
"Sverrir Tómasson kallaði
þig einu sinni sálfræðing í
Skolablaðinu, " sagði ég. "Hefurðu
eitthvað kynnt þér þau fræði? "
"Ég hef verið furðanlega iðinn við
að glugga í þetta. Komplexar þeir, sem
ég geng með, hafa sennilega vakið a-
huga minn á jpessum hlutum, enda eru
þeir hvorki fair né smáir. "
"En hvaða komplexar heldur þú, að
hrjái menntlinga mest? "
"Það hefur auðvitað hver sína
einkakomplexa, en sé eitthvað sameigin-
legt, er það sjálfsagt hræðslan við að
vera álitinn heimskur. "
"Telur þú, að sálfræðikennsla ætti
að vera í Menntaskólanum? "
"Nei, en aftur á móti mætti kenna
sumum mannasiði. "
Mér var skyndilega litið út um
gluggann Það var talsvert tekið að
skyggja, en sólin speglaðist enn í glugg-
um húsanna handan dalsins. Ég sagði:
"Það er ákaflega fallegt útsýni hér."
Þráinn hló og sagði: "Þo héldist ég
alls ekki við hér, ef ég sæi ekki heim