Skólablaðið - 01.04.1961, Page 17
Ingibjörg Haraldsdóttir :
- 153 -
IÐ ungu konur íslands, skelfi-
legt er þetta meö ykkur. Ég
steyti pínulítinn hnefa gegn
flóðöldunni miklu, en þaö dug-
ir víst skammt. Bylgjan skelV
ur yfir mig og vesalings karlmennina af
ógnarþunga, færandi með sér böl og and-
legt myrkur, - hvar lendir þetta ?
opnar munninn eða mundar penna til
annars en að glósa latínu. Ég lái þeim
þetta alls ekki. Við höfum nefnilega
hegðað okkur þannig, kæru kynsystur
mínar, að full ástæða er til að hrista
hausinn. Frá upphafi vega höfum við
þjáðst af þeim ægilega komplex, að karl-
menn sóu okkur fremri. Við höfum að-
Erum við öll á hraðri leið til helvítis?
Ekki veit ég það, en hitt er víst, að
brýn þörf er á uppvakningu meðal kven-
þjóðarinnar. ó, konur, lítið upp og sjá-
ið ykkar eigin andlegu eymd, takið kipp
í rétta átt, veitið ofurlítilli birtu inn í
sálarkytrurnar ykkar dimmu.
Hafið þið veitt því athygli, að þið
hafið dásamlegt líffæri innan í fallega
höfðinu, líffæri, sem gerir ykkur kleift
að hugsa? Ekki það, nei? Mér datt
það í hug. En þetta líffæri heitir heili.
Hvernig væri að gera smátilraun með
hann? Ef til vill fæddist bara snotur
hugsun innan undir puðrinu, ef þið legð-
uð reglulega mikið á ykkur. Ég veit,
að til mikils er ætlazt, en þið eruð nu
í menntaskóla og ættuð að vera svolítið
digrari til andans en meðalmennin á
götunni. Mikið þætti mér fróðlegt að
sjá þá breytingu, sem yrði á daglegu lífi
í skólanum, ef þið færuð að hugsa.
Aumingja strákarnir yrðu auðvitað dálít-
ið undrandi fyrst í stað, en smám sam-
an hlytu þeir að venjast þessu og hætta
að hlæja.
Ef þið farið að hugsa fer ekki hjá
því, að þið sjáið í hvert óefni komið er.
Nuverandi ástand er aljxjörlega óviðun-
andi. Karlpeningur skolans lítur á kven-
þjóðina sem lítil og snotur dýr, afskap-
lega æskileg að vísu, en gersneydd öll-
um hæfileikum til að hugsa sjálfstætt.
Þeir gapa af undrun, hrista hausinn eða
brosa góðlátlega þegar einhver stulkan
eins gegnt hlutverki ambáttarinnar og
hins þögla aðdáanda, ekkert hefur verið
okkur fjær skapi en að tileinka okkur
eitthvað af forréttindum "æðri stéttar-
innar". Mannkynssagan segir okkur að
vísu frá örfáum undantekninj*um, en þær
konur hafa venjulega verið alitnar skrýtn-
ar og óeðlilegar, að minnsta kosti af
konum samtíðarinnar. Minnimáttarkennd-
in hefur legið á okkur eins og mara, þó
við höfum nátturulega aldrei viljað við-
urkenna það.
NÚ kann einhver að segja : Er þetta
ekki löngu urelt? Er ekki konan í dag
komin langt áleiðis til jafnréttis við
karlmanninn? Maður skyldi ætla það.
En það furðulega er, að við notum okkur
alls ekki það jafnrétti, sem við gætum
haft. Við hjökkum ennþá í sama plóg-
farinu og ömmur okkar á öldinni sem
leið. Kvenþjóðin í þessum skóla er mjög
gott dæmi um þennan gamaldags hugs-
unarhátt.
Líf skólastúlkunnar 1961 miðast ein-
göngu við það að ganga í augun á skóla-
piltinum 1961. Það er þess vegna, sem
hún kemur brunandi í skólann kl. 8 að
morgni í fullum herklæðum og rækilega
stríðsmáluð. Það er þess vegna, sem
hún eyðir frímínútunum frammi fyrir
spegli, greiðandi hár sitt og þekjandi
litla snotra andlitið stórkostlegri máln-
ingu. Það er þess vegna, sem hún forð-
ast að tala gáfulega, hvað þá hugsa, því
að slíkt telst ekki kvenlegt og þar af
Frh. á bls. 155.