Skólablaðið - 01.04.1961, Page 20
síðasta ári var gefin ut I Eng-
landi mjög ýtarleg listaverkabok
um nutíma myndlist, "Art since
1945". Eins og nafnið ber með
sér er eingöngu fjallað um nú-
tímamálara, og eru allir núlifandi listmál-
arnir íslenzku ( og Ásgrímur jónsson) þar
nefndir, þ. e. ekki þeir Sigurður Guðmunds-
son, Þórarinn B. Þorlákssonog Muggur.
En þetta eru aLlir listmálarar íslands !
Auk þessarar athyglisverðu staðreynd-
ar skal þess getið, að ekki er birt nein ís-
lenzk mynd í bókinni, en Noregur, Svíþjóð
og Danmörk fá hver sína mynd. ( Finnland
er talið í flokki með fslandi ). Er mór ekki
kunnugt um, hvort útlendingur sá, sem
skrifaði þarna um Norðurlönd, hafi séð
myndir okkar og ekki talið þær birtingar-
hæfar eða yfirvöld hér hafi útvegað mann-
inum upplýsingar um málarana, en sum-
ar þeirra eru mjög villandi. Víst er
það, að ekki eru íslenzk málverk áber-
andi í söfnum erlendis, en mörg eru þó
í einkaeign á Norðurlöndum. Fyrir
skömmu skeði það, að hið heimsfræga
safn Museum of Modern Art í New York
fékk í hendur eftirprentanir Helgafells á
nokkrum malverkum. Mikla hrifningu
vakti FjalLamjólk KjarvaLs, og falaði
safnið myndina. En eigandi hennar lét
sig ekki, þótt gull og grænir skógar
væru í boði, og sagði, að óæskilegt væri
að myndin færi úr landi ( sic ). En boð
þetta var meistara Kjarval mikill heiður
og hefðu hin fyrirhuguðu kaup farið fram
væri hann nú heimsfrægur. Einnig gerð-
ist það á síðasta ári, að Þorvaldur
Skúlason var yfirlýstur einn fremsti
abstraktmálari heims, og keypti franskt
safn eina af non-fíguratívum myndum
hans. Stóð hann sjálfur að sölu myndar
sinnar, og voru engin þjóðleg bönd, sem
komu í veg fyrir, að hann hlyti þennan
verðskuldaða frama. Þorvaldur sneri
yfir á þessa braut fyrir u.þ.b. tíu árum
og hlaut fyrir það harða gagnrýni úr
ymsum áttum.
Ekki ætla ég að fjölyrða um afstöðu
ríkisins, og því síður almennings, til
listamanna þar eð í þeim viðskiptum hef-
ur gengið á ýmsu og ekki með ölLu
hættulausu. En Ásmundur Sveinsson
myndhöggvari mun þó fá einna harðasta út-
reið hjá þessum öflum. Þessi aldni lista-
maður, sem taLinn er með fremstu mynd-
höggvurum Norðurlanda, hefur sætt slíkri
gagnrýni í landi sínu, að um hreinar of-
sóknir hefur verið að ræða. "Gagnrýni"
þessi hefur stundum verið svo mögnuð, að
svo stór orð og hótanir hafa sjaldan sézt
a prenti og til dæmis mætti nefna ummæli
"Varðbergs", málgagns hins fyrrverandi
Lýðræðisflokks, 5. sept. 1952. Harðasta
dóma fékk höggmyndin Vatnsberinn, og
virðast margir hafa verið á móti henni.
Þegar Fegrunarfélagið gaf Reykjavíkurbæ
höggmyndina var ákveðið að henni skyldi
valinn staður við Bankastræti, þar sem
síðasta opna vatnsból bæjarins var. En of-
sóknir miklar og hamfarir hófust gegn
verkinu, og féll bæjarstjórn frá ákvörðun
sinni og kom höggmyndinni fyrir í garði
listamannsins !
NÚ nálgast Ásmundur áttræðisaldur og
ekki hefur rætzt sú ósk hans að sjá eitt-
hvert hérlendra verka sinna steypt í kopar.
( Ég segi hérlendra, þar eð höggmyndir
hans í Svíþjóð hafa verið steyptar þannig.)
Hve löng biðin verður er erfitt að segja
fyrir um.meðan ábyrgir aðilar sofa sínum
andlega svefni. - Kannske dreymir þá um
Kjarvalshúsið, sem alþingismenn fyrir
u.þ.b. tuttugu árum samþykktu að reisa.
Nú höfum við nemendur samþykkt
frumvarp um listaverkasjóð skólans.
Mun líklega verða mögulegt að kavipa eitt
Frh. á bls. 152.