Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1961, Side 23

Skólablaðið - 01.04.1961, Side 23
- 159 - A LL>T, sem lifir, á ser heim- kynni. Fuglarnir fljúga um loftið og gera sér hreiður í trjákrónum eða á jörðu niðri. Þau dýr, sem á landi lifa, hreiðra um sig í skógunum og á sléttum þurrlendisins. Maðurinn tekur sér ból- festu, þar sem lífsskilyrðin eru hag- kvæmust. Fiskarnir búa í djúpinu. Upphaflega hafast mennirnir við í hellum og hellisskútum og lifa frumstæðu lífi við erfið skilyrði. Seinna taka þeir að byggja kofa eða slá upp tjöldum. Húsagerðarlist kemur til sögunnar. Þá byggja þeir bæi og borgir og vanda meir til híbýla sinna. Þeir stofnsetja þjóð- félag. Heimilið er mjög mikilvægur þáttur í þjóðlífi nútímans. Heimilið er stoð og stytta í þjóðfélaginu. Það hefur hvað mest áhrif á líf og hugsun hvers þjóð- félagsþegns. Heimilið þroskar einstakl- inginn og mótar lífsskoðanir hans. Það er undir því komið, hvort framtíð hans verður heilladrjúg og hamingjusöm eða hverful og gæfulítil. Hlutverk þess er að búa hina ungu kynslóð undir framtíð- ina og það ætlunarverk, sem hún á að leysa af hendi í þágu þjóðar sinnar. Það hvílir því mikil ábyrgð á foreldrum, en góðir foreldrar eru betri en allt ann- að. Starf þeirra er fólgið í uppeldi æskunnar. Þeir eiga að temja henni góða siðu og háttu strax í bernsku, miðla henni af þjóðlegum fróðleik og vizku, þá er hún hefur aldur og þroska til, brýna fyrir henni góða framkomu og góðvild til allra þjóða og manna. Unga kynslóð- in á að elska heimili sitt, foreldra sína og þjóðfélag, vera friðsöm, nægjusöm og hjálpsöm. Hún á að virða land sitt og sögu þess, vinna því heill. Það er því augljóst, að markmið heimilisins er og verður að búa æskuna undir lífsstarf sitt. Það á að kenna æsk- unni allar þær dyggðir, sem ungt fólk mega prýða. Gott uppeldi x æsku veitir unga fólkinu styrk og þrótt og hvetur það til dáða. Það hefur þau áhrif, að unga fólkið er hæfara til að mæta erfiðleikum o|j hræðist ei hættur né gugnar við mót- barur. Sú þjóð, sem elur börn sín vel upp, mun eignast marga tápmikla menn og konur, sem leysa störf sín vel og dyggilega af hendi og sigrast á hverri þraut, unz fullur sigur er unninn. Sá einn, sem áfram sækir á andans þyrnibraut og stæltur störf sín rækir, hann storkar hverri þraut. Hann ber sitt manndómsmerki. Hann markar öðrum slóð. Hann vex með sínu verki. Hann vitkar sína þjóð. ( Davíð Stefánsson ) Reykjavík, 23. október 1960. Jon Ögmundur Þormóðsson "Af langri reynslu lært ég þetta hef. " Á miðsvetrarprófi í frönsku í 5.bekk stærðfræðideildar máttu menn svara eftir- farandi spurningu á frönsku, ef þeir vildu: Est-ce que les jeunes filles de la V classe sont belles ? Svör manna vorumisjöfn, en einna bezt þótti svar Ingimundar Sveinssonar : Elles sont des animaux savages.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.